Greina frá niðursveiflu í ferðaþjónustu á landsbyggðinni Sigurgeir Ingi Þorkelsson Eyvinds skrifar 6. maí 2018 13:33 Viðmælendur voru sammála um að góðar samgöngur séu forsenda ferðaþjónustu úti á landi. VISIR / GETTY Daníel Jakobsson hótelhaldari Ísafirði og Ívar Ingimarssonar framkvæmdastjóri ferðaþjónustufyrirtækisins Óseyrar á Egilsstöðum voru til viðtals hjá Kristjáni Kristjánssyni í Sprengisandi í morgun. Sprengisandur er sendur út alla sunnudagsmorgna klukkan tíu á Bylgjunni. Báðir viðmælendur greina frá niðursveiflu í ferðamennsku úti á landi. Munar þar mestu um að dregið hefur úr komu hópa. Hlýst það af því að ferðaskrifstofur erlendis ná einfaldlega ekki að fylla upp í þær ferðir sem þær selja og þurfa því að jafnvel hætta við þær. Þetta stafar sérstaklega af styrkingu krónunnar sem hefur gert Ísland að dýrari áfangastað fyrir ferðamenn. Til að mynda greinir annar viðmælenda frá því að á milli áranna 2016 og 2017 hafi hann ekki hækkað verð í íslenskum krónum en á sama tíma þurft að hækka verð í evrum um 23%. Viðmælendur segja að þetta hafi sérstaklega leitt til þess að ferðamönnum frá Mið-Evrópu hafi fækkað og það sé hópur sem sérstaklega leiti út fyrir höfuðborgarsvæðið og nágrenni þess. Viðmælendur segja einnig að erfitt sé að ætla að standast samkeppnina við gistingu sem keypt er gegn um Airbnb. Þau sem leigi húsnæði út gegn um Airbnb þurfi einfaldlega oft ekki að glíma við erfiða kostnaðarliði eins og launakostnað. Ívar gagnrýnir að stefnumótun stjórnvalda beinist í of miklum mæli að aðstöðu ferðaþjónustu í Reykjavík. „Þessi 90 daga regla, ég segi að það sé bara jafngildi 320 daga reglu í Reykjavík. Á svæðum hér á Austurlandi er tímabilið í raun bara þrír mánuðir,“ Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Miklar breytingar eru í vændum á Akureyri Oddvitar framboðanna á Akureyri eru um margt sammála um hver stóru málin séu á næsta kjörtímabili. Tryggja skuli leikskólapláss og efla atvinnulífið í bænum. Ný könnun bendir til að nýr meirihluti taki við. 3. maí 2018 07:00 Gagnrýna að engin greining sé til staðar á áhrifum samdráttar í ferðaþjónustu Fjármálaráð segir vanta greiningu á áhrifum samdráttar í ferðaþjónustu á afkomu hins opinbera í nýrri fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar. Þá skorti jafnframt sviðsmyndir um aðgerðir ef bakslag verði í greininni. Ráðið gagnrýnir líka skort á svigrúmi í ríkisfjármálum til að mæta áföllum ef hagspár bregðist. 20. apríl 2018 18:30 Óttast að þurfa að loka hóteli vegna gjaldtöku á heitu vatni Orkubússtjóri segir orkufyrirtæki ekki geta gefið orku. 4. maí 2018 20:28 Mest lesið Stærðin skiptir ekki máli Atvinnulíf Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Neytendur Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Fleiri fréttir Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Sjá meira
Daníel Jakobsson hótelhaldari Ísafirði og Ívar Ingimarssonar framkvæmdastjóri ferðaþjónustufyrirtækisins Óseyrar á Egilsstöðum voru til viðtals hjá Kristjáni Kristjánssyni í Sprengisandi í morgun. Sprengisandur er sendur út alla sunnudagsmorgna klukkan tíu á Bylgjunni. Báðir viðmælendur greina frá niðursveiflu í ferðamennsku úti á landi. Munar þar mestu um að dregið hefur úr komu hópa. Hlýst það af því að ferðaskrifstofur erlendis ná einfaldlega ekki að fylla upp í þær ferðir sem þær selja og þurfa því að jafnvel hætta við þær. Þetta stafar sérstaklega af styrkingu krónunnar sem hefur gert Ísland að dýrari áfangastað fyrir ferðamenn. Til að mynda greinir annar viðmælenda frá því að á milli áranna 2016 og 2017 hafi hann ekki hækkað verð í íslenskum krónum en á sama tíma þurft að hækka verð í evrum um 23%. Viðmælendur segja að þetta hafi sérstaklega leitt til þess að ferðamönnum frá Mið-Evrópu hafi fækkað og það sé hópur sem sérstaklega leiti út fyrir höfuðborgarsvæðið og nágrenni þess. Viðmælendur segja einnig að erfitt sé að ætla að standast samkeppnina við gistingu sem keypt er gegn um Airbnb. Þau sem leigi húsnæði út gegn um Airbnb þurfi einfaldlega oft ekki að glíma við erfiða kostnaðarliði eins og launakostnað. Ívar gagnrýnir að stefnumótun stjórnvalda beinist í of miklum mæli að aðstöðu ferðaþjónustu í Reykjavík. „Þessi 90 daga regla, ég segi að það sé bara jafngildi 320 daga reglu í Reykjavík. Á svæðum hér á Austurlandi er tímabilið í raun bara þrír mánuðir,“
Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Miklar breytingar eru í vændum á Akureyri Oddvitar framboðanna á Akureyri eru um margt sammála um hver stóru málin séu á næsta kjörtímabili. Tryggja skuli leikskólapláss og efla atvinnulífið í bænum. Ný könnun bendir til að nýr meirihluti taki við. 3. maí 2018 07:00 Gagnrýna að engin greining sé til staðar á áhrifum samdráttar í ferðaþjónustu Fjármálaráð segir vanta greiningu á áhrifum samdráttar í ferðaþjónustu á afkomu hins opinbera í nýrri fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar. Þá skorti jafnframt sviðsmyndir um aðgerðir ef bakslag verði í greininni. Ráðið gagnrýnir líka skort á svigrúmi í ríkisfjármálum til að mæta áföllum ef hagspár bregðist. 20. apríl 2018 18:30 Óttast að þurfa að loka hóteli vegna gjaldtöku á heitu vatni Orkubússtjóri segir orkufyrirtæki ekki geta gefið orku. 4. maí 2018 20:28 Mest lesið Stærðin skiptir ekki máli Atvinnulíf Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Neytendur Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Fleiri fréttir Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Sjá meira
Miklar breytingar eru í vændum á Akureyri Oddvitar framboðanna á Akureyri eru um margt sammála um hver stóru málin séu á næsta kjörtímabili. Tryggja skuli leikskólapláss og efla atvinnulífið í bænum. Ný könnun bendir til að nýr meirihluti taki við. 3. maí 2018 07:00
Gagnrýna að engin greining sé til staðar á áhrifum samdráttar í ferðaþjónustu Fjármálaráð segir vanta greiningu á áhrifum samdráttar í ferðaþjónustu á afkomu hins opinbera í nýrri fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar. Þá skorti jafnframt sviðsmyndir um aðgerðir ef bakslag verði í greininni. Ráðið gagnrýnir líka skort á svigrúmi í ríkisfjármálum til að mæta áföllum ef hagspár bregðist. 20. apríl 2018 18:30
Óttast að þurfa að loka hóteli vegna gjaldtöku á heitu vatni Orkubússtjóri segir orkufyrirtæki ekki geta gefið orku. 4. maí 2018 20:28