Innlent

Undir feldi eftir tilboð frá Hörpu

Sigurður Mikael Jónsson skrifar
Svanhildur Konráðsdóttir, forstjóri Hörpu.
Svanhildur Konráðsdóttir, forstjóri Hörpu.
Þjónustufulltrúar Hörpu ræddu málin eftir fund með forstjóra Hörpu á miðvikudagskvöld þar sem boðað var að laun þeirra yrðu leiðrétt. Eins og fram hefur komið sögðu á annan tug þjónustufulltrúa upp eftir að Fréttablaðið greindi frá því að laun forstjóra Hörpu hefðu hækkað umtalsvert í fyrra á nánast sama tíma og þjónustufulltrúum var gert að taka á sig launalækkun í hagræðingarskyni.

Samkvæmt heimildum Fréttblaðsins voru skiptar skoðanir meðal þjónustufulltrúa á því hvort nógu langt væri gengið í tilboði Hörpu. Fólk hafi verið sammála um að það liti í það minnsta vel út á pappír.

Sjá einnig: Stjórn Hörpu lækkar laun forstjórans og leiðréttir kjör þjónustufulltrúa



Niðurstaðan var að þeir hefðu nú gert allt sem í þeirra valdi stæði, og hver og einn myndi nú þurfa að ákveða hvort þeir héldu áfram, drægju uppsögn sína til baka eða færu að vinna upp uppsagnarfrest. Þjónustufulltrúar liggja því undir feldi eftir útspil stjórnenda Hörpu. Einhverjir munu nú þegar hafa sagst ætla að draga uppsögn sína til baka en nokkrir hyggjast standa við uppsögn Hinir hafa frest til 6. júní til að gera upp hug sinn.

Stjórn Hörpu sendi frá sér tilkynningu að kvöldi miðvikudags þar sem kom fram að kjör þjónustufulltrúa yrðu leiðrétt og myndu taka mið af þeim samningum sem voru í gildi í fyrra. Leiðréttingin sem Harpa boðar er að frá 1. júní verði tímakaup 26,1 prósenti yfir taxta stéttarfélagsins eða að meðaltali 2.935 krónur á klukkustund í kvöld og helgarvinnu, sem er stærstur hluti vinnu þjónustufulltrúa eða 85 prósent. Samhliða var samþykkt í stjórn að launahækkun forstjóra og stjórnar Hörpu gengi til baka.




Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×