Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan - Nömme Kalju 3-0 | Frábær sigur Stjörnunnar Þór Símon Hafþórsson á Samsung-velli skrifar 12. júlí 2018 22:30 vísir/bára Stjarnan mætti eistneska liðinu, Nömme Kalju, í undankeppni Evrópudeildarinnar í kvöld og fór með frækin sigur af hólmi. Að segja að Stjarnan sé með gott veganesti fyrir seinni leik liðanna sem fram fer í Eistlandi eftir viku nær ekki alveg utan um hversu gott það raunverulega er. Stjarnan vann í kvöld öruggan 3-0 sigur sem þýðir að aðeins stórslys gæti komið í veg fyrir að Stjarnan haldi för sinni áfram. Stjarnan byrjaði leikinn betur og komst yfir loks á 18. mínútu er Guðmundur Steinn var felldur í teignum og vítaspyrna dæmd. Hilmar Árni, eða Breiðholts-Messi eins og hann er gjarnan þekktur sem, steig upp og kom boltanum í netið. Stjarnan hélt áfram að pressa stíft á Nömme en náði ekki að bæta við marki fyrir hlé. Það þurfti þó ekki að bíða lengi eftir eftir öðru marki liðsins í seinni hálfleik en það kom eftir einungis þrjár mínútur. Hilmar Árni tók þá aukaspyrnu á miðjum vallarhelmingi Nömme og setti boltann í teiginn þar sem Baldur Sigurðsson náði að flikka boltanum áfram og í netið. Nömme virtist á þessum tímapunkti hreinlega gefast upp því Stjarnan hefði hæglega getað skorað mun fleiri mörk og ógnin frá gestunum var hreinlega engin. Að lokum slapp Guðjón Baldvinsson í gegn hjá gestunum og gulltryggði öruggan 3-0 sigur Stjörnunnar. Frábær sigur hjá Stjörnunni sem fær nú viku til að hvíla sig áður en liðið spilar annan leikinn í einvíginu og þá í Eistlandi.Baldur Sigurðsson.vísir/daníelBaldur Sigurðsson: Gáfust upp eftir annað markið Baldur Sigurðsson, fyrirliði Stjörnunnar, var að vonum sáttur eftir 3-0 sigur liðsins í kvöld en fyrirliðinn skoraði annað mark Stjörnunnar. Stjarnan var mun sterkara liðið í kvöld en Baldur segir það hafa verið erfitt að greina liðið fyrir leik. „Það var erfitt að lesa í liðið þeirra fyrir leik. Þetta er stórfurðuleg deild. Þeir eru efstir núna og með svona 70 mörk í plús og vinnandi leiki stórt, jafnvel 8-3,“ sagði Baldur sem fór eilítið fram úr sér en Nömme er með 47 mörk í plús en allt annað er hinsvegar hárrétt. Baldur segir að annað mark Stjörnunnar hafi gert útslagið í kvöld. „Þá var leikurinn í pínu jafnvægi þannig það var léttir. Þeir líka gáfust aðeins upp þegar annað markið kom. Fóru með marga fram án þess að gera neitt og skildu vörnina bara eftir varnarlausa,“ sagði Baldur sem skoraði annað mark Stjörnunnar eins og áður kom fram. Eilítill vafi var á meðal blaðamanna hvort Baldur hafi komið við boltann í markinu en við fyrstu sýn virtist aukaspyrna Hilmars bara hafa farið yfir þvöguna í teignum og beint í netið. Baldur gefur þó lítið fyrir að. „Já ég skoraði það. Var einhver vafi um það?“ sagði hlæjandi Baldur en hann fagnaði af svo mikilli innlifun að það er ekki annað hægt en að samþykja þetta bara og gefa fyrirliðanum markið.Rúnar Páll.vísir/eyþórRúnar Páll: Ætlum ekki að hvíla neinn „Þetta gekk ágætlega hjá okkur í dag þó svo að við höfum oft spilað betri fótbolta. Gerðum þetta bara vel. Skoruðum þrjú og fengum ekkert á okkur sem er algjört lykilatriði,“ sagði Rúnar Páll, þjálfari Stjörnunnar, eftir sigurinn í kvöld. Hann segir ekki tímabært að fagna strax. „Þetta er bara hálfleikur. Þeir eru erfiðir heim að sækja. Skora mikið af mörkum. Þurfum að halda einbeitingu og klára verkefnið,“ sagði Rúnar sem ætlar alls ekki að hvíla menn eftir viku. „Nei við ætlum ekki að hvíla neinn. Við þurfum að klára þennan leik til að fara áfram.“ Evrópudeild UEFA
Stjarnan mætti eistneska liðinu, Nömme Kalju, í undankeppni Evrópudeildarinnar í kvöld og fór með frækin sigur af hólmi. Að segja að Stjarnan sé með gott veganesti fyrir seinni leik liðanna sem fram fer í Eistlandi eftir viku nær ekki alveg utan um hversu gott það raunverulega er. Stjarnan vann í kvöld öruggan 3-0 sigur sem þýðir að aðeins stórslys gæti komið í veg fyrir að Stjarnan haldi för sinni áfram. Stjarnan byrjaði leikinn betur og komst yfir loks á 18. mínútu er Guðmundur Steinn var felldur í teignum og vítaspyrna dæmd. Hilmar Árni, eða Breiðholts-Messi eins og hann er gjarnan þekktur sem, steig upp og kom boltanum í netið. Stjarnan hélt áfram að pressa stíft á Nömme en náði ekki að bæta við marki fyrir hlé. Það þurfti þó ekki að bíða lengi eftir eftir öðru marki liðsins í seinni hálfleik en það kom eftir einungis þrjár mínútur. Hilmar Árni tók þá aukaspyrnu á miðjum vallarhelmingi Nömme og setti boltann í teiginn þar sem Baldur Sigurðsson náði að flikka boltanum áfram og í netið. Nömme virtist á þessum tímapunkti hreinlega gefast upp því Stjarnan hefði hæglega getað skorað mun fleiri mörk og ógnin frá gestunum var hreinlega engin. Að lokum slapp Guðjón Baldvinsson í gegn hjá gestunum og gulltryggði öruggan 3-0 sigur Stjörnunnar. Frábær sigur hjá Stjörnunni sem fær nú viku til að hvíla sig áður en liðið spilar annan leikinn í einvíginu og þá í Eistlandi.Baldur Sigurðsson.vísir/daníelBaldur Sigurðsson: Gáfust upp eftir annað markið Baldur Sigurðsson, fyrirliði Stjörnunnar, var að vonum sáttur eftir 3-0 sigur liðsins í kvöld en fyrirliðinn skoraði annað mark Stjörnunnar. Stjarnan var mun sterkara liðið í kvöld en Baldur segir það hafa verið erfitt að greina liðið fyrir leik. „Það var erfitt að lesa í liðið þeirra fyrir leik. Þetta er stórfurðuleg deild. Þeir eru efstir núna og með svona 70 mörk í plús og vinnandi leiki stórt, jafnvel 8-3,“ sagði Baldur sem fór eilítið fram úr sér en Nömme er með 47 mörk í plús en allt annað er hinsvegar hárrétt. Baldur segir að annað mark Stjörnunnar hafi gert útslagið í kvöld. „Þá var leikurinn í pínu jafnvægi þannig það var léttir. Þeir líka gáfust aðeins upp þegar annað markið kom. Fóru með marga fram án þess að gera neitt og skildu vörnina bara eftir varnarlausa,“ sagði Baldur sem skoraði annað mark Stjörnunnar eins og áður kom fram. Eilítill vafi var á meðal blaðamanna hvort Baldur hafi komið við boltann í markinu en við fyrstu sýn virtist aukaspyrna Hilmars bara hafa farið yfir þvöguna í teignum og beint í netið. Baldur gefur þó lítið fyrir að. „Já ég skoraði það. Var einhver vafi um það?“ sagði hlæjandi Baldur en hann fagnaði af svo mikilli innlifun að það er ekki annað hægt en að samþykja þetta bara og gefa fyrirliðanum markið.Rúnar Páll.vísir/eyþórRúnar Páll: Ætlum ekki að hvíla neinn „Þetta gekk ágætlega hjá okkur í dag þó svo að við höfum oft spilað betri fótbolta. Gerðum þetta bara vel. Skoruðum þrjú og fengum ekkert á okkur sem er algjört lykilatriði,“ sagði Rúnar Páll, þjálfari Stjörnunnar, eftir sigurinn í kvöld. Hann segir ekki tímabært að fagna strax. „Þetta er bara hálfleikur. Þeir eru erfiðir heim að sækja. Skora mikið af mörkum. Þurfum að halda einbeitingu og klára verkefnið,“ sagði Rúnar sem ætlar alls ekki að hvíla menn eftir viku. „Nei við ætlum ekki að hvíla neinn. Við þurfum að klára þennan leik til að fara áfram.“
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti