Svíi að selja 17 þúsund hektara á Vestfjörðum Benedikt Bóas skrifar 8. ágúst 2018 09:36 Jarðirnar eru allar í einu félagi og seljast sem slíkar. Félagið fer með meirihluta í veiðifélaginu á staðnum. Árið 2016 komu 311 laxar á land. Svíinn John Harald Örneberg hefur haft sínar fjórar jarðir til sölu undanfarin misseri. Verðhugmynd fæst ekki uppgefin en erlendir aðilar hafa verið að sýna jörðunum áhuga. Alls eru jarðirnar 17 þúsund hektarar. Kirkjuból er þeirra stærst, um 8.800 hektarar. Jarðirnar eru í einu félagi og seljast þannig. Félagið fer með meirihluta í veiðifélaginu um Langadalsá og Hvannadalsá, segir í fasteignaauglýsingunni. Davíð Ólafsson, fasteignasali á Fasteignasölunni Borg, segir að lítið sé um áhuga frá innlendum aðilum. Flestar fyrirspurnir um jarðirnar komi frá útlöndum. „Mér finnst útlendingarnir vilja vernda náttúruna og hugsa þetta sem langtímaverkefni. Það er nálgun sem ég þekki ekki alltaf frá Íslendingum,“ segir Davíð og bætir við að málið sé á viðkvæmu stigi. Að öðru leyti geti hann lítið tjáð sig.John Harald Örneberg er ekki sækinn í fjölmiðlaumfjöllun og lítið vitað um hann annað en að í umfjöllun í Fréttablaðinu 2012 segir að hann sé stofnandi og stjórnarformaður fyrirtækisins The Forest Company sem er með trjáræktun í Brasilíu og Kólumbíu og selur við, pappírsdeig og kol til stórra iðnaðarfyrirtækja. Örneberg keypti jarðirnar af Landsbankanum í gegnum félagið Varpland. Í svari Ólafar Nordal, þáverandi innanríkisráðherra við fyrirspurn frá Jóhönnu Maríu Sigmundsdóttur, þingmanni Framsóknarflokksins, um eignarhald á jörðum árið 2016 segir að 62 jarðir séu að öllu leyti í eigu aðila með lögheimili skráð erlendis en 322 jarðir að hluta í eigu aðila með lögheimili skráð erlendis.Í umfjöllun Bloomberg um jarðakaup erlendra aðila á Íslandi kemur fram að 66,9 prósent landsins séu í eigu Íslendinga, 28 prósent séu í félagi sem enginn viti hver á og aðeins 0,1 prósent í eigu útlendinga. Birtist í Fréttablaðinu Jarðakaup útlendinga Skipulag Tengdar fréttir Sigurður Ingi mótmælir landakaupum erlendra fjárfesta Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, segir landakaup erlendra fjárfesta á Íslandi vera áhyggjuefni. 9. júlí 2018 18:03 Leiktækin hans Ratcliffes Sir Jim Ratcliffe, John Harald Orneberg og Rudolf Lamprecht eru meðal þeirra sem hafa verið að kaupa upp jarðir hér á landi. Fréttablaðið skoðaði leiktæki þess ríkasta, Ratcliffes, en hann er ríkasti maður Breta. 2. ágúst 2018 06:02 Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Margt bendi til þess að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Fleiri fréttir Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Sjá meira
Svíinn John Harald Örneberg hefur haft sínar fjórar jarðir til sölu undanfarin misseri. Verðhugmynd fæst ekki uppgefin en erlendir aðilar hafa verið að sýna jörðunum áhuga. Alls eru jarðirnar 17 þúsund hektarar. Kirkjuból er þeirra stærst, um 8.800 hektarar. Jarðirnar eru í einu félagi og seljast þannig. Félagið fer með meirihluta í veiðifélaginu um Langadalsá og Hvannadalsá, segir í fasteignaauglýsingunni. Davíð Ólafsson, fasteignasali á Fasteignasölunni Borg, segir að lítið sé um áhuga frá innlendum aðilum. Flestar fyrirspurnir um jarðirnar komi frá útlöndum. „Mér finnst útlendingarnir vilja vernda náttúruna og hugsa þetta sem langtímaverkefni. Það er nálgun sem ég þekki ekki alltaf frá Íslendingum,“ segir Davíð og bætir við að málið sé á viðkvæmu stigi. Að öðru leyti geti hann lítið tjáð sig.John Harald Örneberg er ekki sækinn í fjölmiðlaumfjöllun og lítið vitað um hann annað en að í umfjöllun í Fréttablaðinu 2012 segir að hann sé stofnandi og stjórnarformaður fyrirtækisins The Forest Company sem er með trjáræktun í Brasilíu og Kólumbíu og selur við, pappírsdeig og kol til stórra iðnaðarfyrirtækja. Örneberg keypti jarðirnar af Landsbankanum í gegnum félagið Varpland. Í svari Ólafar Nordal, þáverandi innanríkisráðherra við fyrirspurn frá Jóhönnu Maríu Sigmundsdóttur, þingmanni Framsóknarflokksins, um eignarhald á jörðum árið 2016 segir að 62 jarðir séu að öllu leyti í eigu aðila með lögheimili skráð erlendis en 322 jarðir að hluta í eigu aðila með lögheimili skráð erlendis.Í umfjöllun Bloomberg um jarðakaup erlendra aðila á Íslandi kemur fram að 66,9 prósent landsins séu í eigu Íslendinga, 28 prósent séu í félagi sem enginn viti hver á og aðeins 0,1 prósent í eigu útlendinga.
Birtist í Fréttablaðinu Jarðakaup útlendinga Skipulag Tengdar fréttir Sigurður Ingi mótmælir landakaupum erlendra fjárfesta Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, segir landakaup erlendra fjárfesta á Íslandi vera áhyggjuefni. 9. júlí 2018 18:03 Leiktækin hans Ratcliffes Sir Jim Ratcliffe, John Harald Orneberg og Rudolf Lamprecht eru meðal þeirra sem hafa verið að kaupa upp jarðir hér á landi. Fréttablaðið skoðaði leiktæki þess ríkasta, Ratcliffes, en hann er ríkasti maður Breta. 2. ágúst 2018 06:02 Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Margt bendi til þess að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Fleiri fréttir Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Sjá meira
Sigurður Ingi mótmælir landakaupum erlendra fjárfesta Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, segir landakaup erlendra fjárfesta á Íslandi vera áhyggjuefni. 9. júlí 2018 18:03
Leiktækin hans Ratcliffes Sir Jim Ratcliffe, John Harald Orneberg og Rudolf Lamprecht eru meðal þeirra sem hafa verið að kaupa upp jarðir hér á landi. Fréttablaðið skoðaði leiktæki þess ríkasta, Ratcliffes, en hann er ríkasti maður Breta. 2. ágúst 2018 06:02