Innlent

Lögfræðingur fær ekki smiðsréttindi

Garðar Örn Úlfarsson skrifar
Steypuvinna.
Steypuvinna. Fréttablaðið/Anton Brink
Maður sem krafðist þess að fá löggildingu frá Mannvirkjastofnun sem húsasmíðameistari tapaði kærumáli fyrir úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála.

Fram kemur í umfjöllun nefndarinnar að maðurinn hafi fengið réttindi sem húsasmíðameistari árið 2013 og óskað eftir löggildingu sem slíkur í fyrravor en verið synjað. Lögum samkvæmt þurfi tiltekna menntun, próf úr meistaraskóla eða sambærilega menntun.

„Kærandi telur að hann uppfylli skilyrði um sambærilega menntun þar sem hann hafi lokið námi í lögfræði, öðlast lögmannsréttindi, sé með löggildingu fasteignasala, meirapróf á vörubíl og dráttarbíl og vinnuvélaréttindi,“ segir í úrskurðinum. Sú menntun teljist  ekki sambærileg námi í meistaraskóla í skilningi mannvirkjalaga, enda ekki á sama fagsviði.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×