Alþingismerkið hafi aldrei verið heilagt Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 22. september 2024 12:06 Goddur segir nýja merkið mjög vel heppnað. vísir/bjarni Prófessor í grafískri hönnun segir nýtt merki Alþingis mjög vel heppnað. Eðlilegt sé að merki taki breytingum og í hans huga hafi Alþingismerkið aldrei verið heilagt. „Hryðjuverk“ segir einn á samfélagsmiðlinum X um nýtt merki Alþingis sem leit dagsins ljós í vikunni. Merkið var einnig til umræðu í þessum pólitíska hópi á Facebook þar sem einn segir óþolandi stíl að fletja út öll einkenni og annar hótar að mótmæla breytingunni á Austurvelli. Merkið sem hannað er af Strik studio leysir af hólmi merki sem Þröstur Magnússon hannaði sumarið 1994. „Þetta er í mínum huga mjög vel heppnað,“ segir Guðmundur Oddur Magnússon, betur þekktur sem Goddur, prófessor í grafískri hönnun. Sérstaklega vegna þess að hann telur nýja merkið meira auðkennismerki en það gamla. „Það er einfaldara, grafískara og sést miklu betur úr fjarlægð og hægt að nota það miklu smærra en hitt. Og svo er þetta mjög vel gert. Þegar maður ber merkin saman þá hefur þakið verið allt of stórt á gamla, það er lækkað þarna. Það eru fullt af smáatriðum sem voru algjör óþarfi sem er búið að hreinsa út. Öll smáatriðin í glugganum og svona.“ Lagt var upp með að merkið henti betur fjölbreyttri notkun samtímans, eins og það er orðað á vef Alþingis. Goddur segir eðlilegt að merki taki breytingum í takt við tíðaranda, ef það eigi við. „Sum lógó eru alveg heilög. Þú breytir þeim ekki, þú getur endurteiknað þau upp. Eins og til dæmis skjaldarmerkið og svona en ég hef aldrei séð litið á það að Alþingismerkið hafi verið eitthvað heilagt merki, það er langt langt því frá.“ Alþingi Tíska og hönnun Auglýsinga- og markaðsmál Tengdar fréttir Almenn ánægja með nýtt útlit Alþingis Viktor Weisshappel hjá hönnunarstofunni Strik Studio segir það draumaverkefni að fá að hanna einkenni Alþingis en Strik hreppti hnossið í lokuðu útboði sem fór fram í gegnum Miðstöð hönnunar og arkítektúrs. 19. september 2024 11:24 Mest lesið Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Innlent Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Innlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Innlent Vill drónavarnir á Íslandi Innlent Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Innlent Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Innlent Fleiri fréttir Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti Sjá meira
„Hryðjuverk“ segir einn á samfélagsmiðlinum X um nýtt merki Alþingis sem leit dagsins ljós í vikunni. Merkið var einnig til umræðu í þessum pólitíska hópi á Facebook þar sem einn segir óþolandi stíl að fletja út öll einkenni og annar hótar að mótmæla breytingunni á Austurvelli. Merkið sem hannað er af Strik studio leysir af hólmi merki sem Þröstur Magnússon hannaði sumarið 1994. „Þetta er í mínum huga mjög vel heppnað,“ segir Guðmundur Oddur Magnússon, betur þekktur sem Goddur, prófessor í grafískri hönnun. Sérstaklega vegna þess að hann telur nýja merkið meira auðkennismerki en það gamla. „Það er einfaldara, grafískara og sést miklu betur úr fjarlægð og hægt að nota það miklu smærra en hitt. Og svo er þetta mjög vel gert. Þegar maður ber merkin saman þá hefur þakið verið allt of stórt á gamla, það er lækkað þarna. Það eru fullt af smáatriðum sem voru algjör óþarfi sem er búið að hreinsa út. Öll smáatriðin í glugganum og svona.“ Lagt var upp með að merkið henti betur fjölbreyttri notkun samtímans, eins og það er orðað á vef Alþingis. Goddur segir eðlilegt að merki taki breytingum í takt við tíðaranda, ef það eigi við. „Sum lógó eru alveg heilög. Þú breytir þeim ekki, þú getur endurteiknað þau upp. Eins og til dæmis skjaldarmerkið og svona en ég hef aldrei séð litið á það að Alþingismerkið hafi verið eitthvað heilagt merki, það er langt langt því frá.“
Alþingi Tíska og hönnun Auglýsinga- og markaðsmál Tengdar fréttir Almenn ánægja með nýtt útlit Alþingis Viktor Weisshappel hjá hönnunarstofunni Strik Studio segir það draumaverkefni að fá að hanna einkenni Alþingis en Strik hreppti hnossið í lokuðu útboði sem fór fram í gegnum Miðstöð hönnunar og arkítektúrs. 19. september 2024 11:24 Mest lesið Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Innlent Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Innlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Innlent Vill drónavarnir á Íslandi Innlent Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Innlent Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Innlent Fleiri fréttir Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti Sjá meira
Almenn ánægja með nýtt útlit Alþingis Viktor Weisshappel hjá hönnunarstofunni Strik Studio segir það draumaverkefni að fá að hanna einkenni Alþingis en Strik hreppti hnossið í lokuðu útboði sem fór fram í gegnum Miðstöð hönnunar og arkítektúrs. 19. september 2024 11:24