Hlutafé Primera Travel aukið um 2,4 milljarða Kristinn Ingi Jónsson skrifar 12. september 2018 07:30 Andri Már Ingólfsson er forstjóri Primera Travel Group sem rekur ferðaskrifstofur á Norðurlöndunum. Vísir/GVA Hlutafé Primera Travel Group var aukið um 18 milljónir evra, sem jafngildir 2,4 milljörðum króna miðað við núverandi gengi, fyrr á árinu. Félagið lauk fjárhagslegri endurskipulagningu í maí síðastliðnum sem fól meðal annars í sér að skuldum upp á 14,7 milljónir evra var breytt í hlutafé og þá var félaginu jafnframt lagt til nýtt hlutafé að fjárhæð 3,3 milljónir evra. Andri Már Ingólfsson, forstjóri og eigandi Primera Travel Group, segir árangursríkum viðsnúningi á rekstri félagsins nú lokið eftir þriggja ára langt ferli sem hafi falið í sér endurskipulagningu og samþættingu á sex fyrirtækjum í fimm löndum. Í kjölfar endurskipulagningarinnar er eigið fé 5,8 milljarðar, eiginfjárhlutfallið 33 prósent og heildareignir 18 milljarðar króna. Þá lækkuðu skuldir um 46,9 milljónir evra og nema nú 60,2 milljónum evra. Gert er ráð fyrir að félagið hagnist um 748 milljónir króna í ár en til samanburðar var rekstrarhagnaður félagsins 196 milljónir króna í fyrra. Félagið tapaði um 720 milljónum á síðasta ári en í kjölfar lokunar skrifstofa, uppsagna og niðurfærslu á eldri kerfum var viðskiptavild færð niður um 500 milljónir króna á árinu. Primera Travel Group rekur ferðaskrifstofur á Norðurlöndum, meðal annars Bravo Tours í Danmörku, Solresor í Svíþjóð, Solia í Noregi, Matkavekka í Finnlandi og Heimsferðir og Terranova hér á landi. Andri Már segir öll fyrirtæki félagsins hafa verið færð á nýjan tækni- og gagnagrunn en það hafi aukið beina sölu á vefnum úr 20 prósentum í 75 prósent af heildarsölu. Til þess að það væri hægt hafi þurft að stokka reksturinn upp frá grunni. „Ný tækni gefur gríðarleg tækifæri til vaxtar, þar sem félagið getur nú opnað fyrir sölu í fleiri löndum með lágmarksfjárfestingu. Á þessu ári verður opnað í Bretlandi og á árinu 2019 verður horft til fleiri markaða. Félagið á nú sínar eigin vefsölulausnir sem eru lykillinn að framtíðarsölu og tengingu við alla helstu birgja í heiminum, bæði í flugi og gistimöguleikum. Á næstu fimm árum mun nánast öll sala á ferðum eiga sér stað á vefnum og aðeins þau fyrirtæki sem geta boðið þjónustu sína með réttum tæknilausnum hafa möguleika til vaxtar,“ segir Andri Már. Hann nefnir að á síðustu þremur árum hafi þurft að endurskoða allan fastan kostnað félagsins. 55 skrifstofum hafi verið lokað í þremur löndum, 200 starfsmönnum verið sagt upp og ráða hafi þurft nýja stjórnendur. „Það tók heilu ári lengur að innleiða nýtt sölu- og bókunarkerfi en upphaflega var áætlað og á meðan þurftu félögin að reka tvöföld kerfi, sem var óhemju dýrt. Mikið af þessum kostnaði féll til á árunum 2016 og 2017. Þessum breytingum er nú lokið og er horft til 8 prósenta vaxtar á árinu 2018 og um 15 prósenta vaxtar á árinu 2019, þar sem möguleikar til vefsölu verða fullnýttir.“ Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Stærðin skiptir ekki máli Atvinnulíf Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Neytendur Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Viðskipti innlent Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Fleiri fréttir Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Sjá meira
Hlutafé Primera Travel Group var aukið um 18 milljónir evra, sem jafngildir 2,4 milljörðum króna miðað við núverandi gengi, fyrr á árinu. Félagið lauk fjárhagslegri endurskipulagningu í maí síðastliðnum sem fól meðal annars í sér að skuldum upp á 14,7 milljónir evra var breytt í hlutafé og þá var félaginu jafnframt lagt til nýtt hlutafé að fjárhæð 3,3 milljónir evra. Andri Már Ingólfsson, forstjóri og eigandi Primera Travel Group, segir árangursríkum viðsnúningi á rekstri félagsins nú lokið eftir þriggja ára langt ferli sem hafi falið í sér endurskipulagningu og samþættingu á sex fyrirtækjum í fimm löndum. Í kjölfar endurskipulagningarinnar er eigið fé 5,8 milljarðar, eiginfjárhlutfallið 33 prósent og heildareignir 18 milljarðar króna. Þá lækkuðu skuldir um 46,9 milljónir evra og nema nú 60,2 milljónum evra. Gert er ráð fyrir að félagið hagnist um 748 milljónir króna í ár en til samanburðar var rekstrarhagnaður félagsins 196 milljónir króna í fyrra. Félagið tapaði um 720 milljónum á síðasta ári en í kjölfar lokunar skrifstofa, uppsagna og niðurfærslu á eldri kerfum var viðskiptavild færð niður um 500 milljónir króna á árinu. Primera Travel Group rekur ferðaskrifstofur á Norðurlöndum, meðal annars Bravo Tours í Danmörku, Solresor í Svíþjóð, Solia í Noregi, Matkavekka í Finnlandi og Heimsferðir og Terranova hér á landi. Andri Már segir öll fyrirtæki félagsins hafa verið færð á nýjan tækni- og gagnagrunn en það hafi aukið beina sölu á vefnum úr 20 prósentum í 75 prósent af heildarsölu. Til þess að það væri hægt hafi þurft að stokka reksturinn upp frá grunni. „Ný tækni gefur gríðarleg tækifæri til vaxtar, þar sem félagið getur nú opnað fyrir sölu í fleiri löndum með lágmarksfjárfestingu. Á þessu ári verður opnað í Bretlandi og á árinu 2019 verður horft til fleiri markaða. Félagið á nú sínar eigin vefsölulausnir sem eru lykillinn að framtíðarsölu og tengingu við alla helstu birgja í heiminum, bæði í flugi og gistimöguleikum. Á næstu fimm árum mun nánast öll sala á ferðum eiga sér stað á vefnum og aðeins þau fyrirtæki sem geta boðið þjónustu sína með réttum tæknilausnum hafa möguleika til vaxtar,“ segir Andri Már. Hann nefnir að á síðustu þremur árum hafi þurft að endurskoða allan fastan kostnað félagsins. 55 skrifstofum hafi verið lokað í þremur löndum, 200 starfsmönnum verið sagt upp og ráða hafi þurft nýja stjórnendur. „Það tók heilu ári lengur að innleiða nýtt sölu- og bókunarkerfi en upphaflega var áætlað og á meðan þurftu félögin að reka tvöföld kerfi, sem var óhemju dýrt. Mikið af þessum kostnaði féll til á árunum 2016 og 2017. Þessum breytingum er nú lokið og er horft til 8 prósenta vaxtar á árinu 2018 og um 15 prósenta vaxtar á árinu 2019, þar sem möguleikar til vefsölu verða fullnýttir.“
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Stærðin skiptir ekki máli Atvinnulíf Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Neytendur Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Viðskipti innlent Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Fleiri fréttir Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Sjá meira