Jónsi tilnefndur til Golden Globe-verðlauna Birgir Olgeirsson skrifar 6. desember 2018 14:19 Jón Þór Birgisson, betur þekktur sem Jónsi. Vísir/Getty Jón Þór Birgisson, betur þekktur sem Jónsi úr Sigur Rós, hefur verið tilnefndur til Golden Globe-verðlauna fyrir besta lag. Um er að ræða lagið Revelation sem er að finna í kvikmyndinni Boy Erased. Myndin segir frá ungum syni predikara sem er neyddur til að gangast undir meðferð á vegum kirkjunnar með það að markmiði að fá hann til að hætta að vera samkynhneigðan.Lagið samdi Jónsi ásamt Brett McLaughlin og leikaranum Troye Sivan sem einnig syngur lagið. Leikstjóri myndarinnar er Joel Edgerton en á meðal leikara í myndinni eru Nicole Kidman, Russell Crowe og Lucas Hedges en Troye Sivan fer einnig með hlutverk í myndinni. Lucas Hedges er einnig tilnefndur til Golden Globe-verðlauna fyrir leik sinn í myndinni.Jónsi hefur áður samið tónlist fyrir kvikmyndir en þar má nefnda myndir á borð við How to Train Your Dragon og We Bought a Zoo. Troye Sivan hefur notið nokkurra vinsælla sem tónlistarmaður. Hann samdi nokkur lög sem náðu ekki inn í myndina en segir leikstjórann hafa beðið hann um að semja lag sérstaklega fyrir eina senu. Sivan sagði við Variety að Jónsi hefði verið að vinna að tónlist fyrir eina senu myndarinnar. Jónsi hafði samið stutt píanóstef sem hann vissi ekki hvað hann átti að gera við. Sivan, Joel og Jónsi fóru því saman í morgunmat og ræddu þessa tilteknu senu í myndinni og úr varð lagið Revelation eftir að Sivan hafði lagt sitt að mörkum við að semja það. Mest lesið Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Lífið Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Lífið Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Lífið Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Lífið Fleiri fréttir Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Hrekkjavökumyndir til að hafa í huga fyrir kvöldið Ulf Pilgaard er látinn Vilja gefa út síðustu þættina með Payne Frumsýning á Vísi: Bannað að hlæja í boði sem er bannað börnum Bíó Paradís heiðrað af blindum Hollywood stjörnur við Höfða Lá beinast við að gera mynd um Laugavegshlaupið Lýsir augnablikinu þegar hann náði Örnu á sitt band Man ekki eftir öðru eins: Aldrei séð jafn marga falla í yfirlið yfir einni mynd Torfi vinnur að því að koma Minecraft á hvíta tjaldið Fögnuðu væntanlegri komu Eftirmála á sjónvarpsskjáinn Super Happy Forever hlaut Gullna lundann Fagnaðarfundir þegar Bong Joon-Ho hitti Dag Kára Óhappamynd Alec Baldwin brátt frumsýnd Sjá meira
Jón Þór Birgisson, betur þekktur sem Jónsi úr Sigur Rós, hefur verið tilnefndur til Golden Globe-verðlauna fyrir besta lag. Um er að ræða lagið Revelation sem er að finna í kvikmyndinni Boy Erased. Myndin segir frá ungum syni predikara sem er neyddur til að gangast undir meðferð á vegum kirkjunnar með það að markmiði að fá hann til að hætta að vera samkynhneigðan.Lagið samdi Jónsi ásamt Brett McLaughlin og leikaranum Troye Sivan sem einnig syngur lagið. Leikstjóri myndarinnar er Joel Edgerton en á meðal leikara í myndinni eru Nicole Kidman, Russell Crowe og Lucas Hedges en Troye Sivan fer einnig með hlutverk í myndinni. Lucas Hedges er einnig tilnefndur til Golden Globe-verðlauna fyrir leik sinn í myndinni.Jónsi hefur áður samið tónlist fyrir kvikmyndir en þar má nefnda myndir á borð við How to Train Your Dragon og We Bought a Zoo. Troye Sivan hefur notið nokkurra vinsælla sem tónlistarmaður. Hann samdi nokkur lög sem náðu ekki inn í myndina en segir leikstjórann hafa beðið hann um að semja lag sérstaklega fyrir eina senu. Sivan sagði við Variety að Jónsi hefði verið að vinna að tónlist fyrir eina senu myndarinnar. Jónsi hafði samið stutt píanóstef sem hann vissi ekki hvað hann átti að gera við. Sivan, Joel og Jónsi fóru því saman í morgunmat og ræddu þessa tilteknu senu í myndinni og úr varð lagið Revelation eftir að Sivan hafði lagt sitt að mörkum við að semja það.
Mest lesið Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Lífið Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Lífið Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Lífið Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Lífið Fleiri fréttir Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Hrekkjavökumyndir til að hafa í huga fyrir kvöldið Ulf Pilgaard er látinn Vilja gefa út síðustu þættina með Payne Frumsýning á Vísi: Bannað að hlæja í boði sem er bannað börnum Bíó Paradís heiðrað af blindum Hollywood stjörnur við Höfða Lá beinast við að gera mynd um Laugavegshlaupið Lýsir augnablikinu þegar hann náði Örnu á sitt band Man ekki eftir öðru eins: Aldrei séð jafn marga falla í yfirlið yfir einni mynd Torfi vinnur að því að koma Minecraft á hvíta tjaldið Fögnuðu væntanlegri komu Eftirmála á sjónvarpsskjáinn Super Happy Forever hlaut Gullna lundann Fagnaðarfundir þegar Bong Joon-Ho hitti Dag Kára Óhappamynd Alec Baldwin brátt frumsýnd Sjá meira