Handbolti

Þórir og Kristján tilnefndir sem þjálfarar ársins

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Þórir hefur þjálfað norska kvennalandsliðsins í áratug.
Þórir hefur þjálfað norska kvennalandsliðsins í áratug. vísir/getty
Þórir Hergeirsson, þjálfari norska kvennalandsliðsins, og Kristján Andrésson, þjálfari sænska karlalandsliðsins, eru meðal þeirra sem eru tilnefndir sem þjálfarar ársins 2018 hjá IHF, Alþjóðahandknattleikssambandinu.

Fimm þjálfarar eru tilnefndir í karla- og kvennaflokki.

Undir stjórn Þóris lenti Noregur í 5. sæti á EM 2018. Líklegt verður að teljast að Olivier Krumbholz hreppi hnossið en hann gerði Frakkland að Evrópumeisturum í fyrsta sinn.

Svíar unnu til silfurverðlauna á EM 2018 undir stjórn Kristjáns. Meðal annarra sem eru tilnefndir í karlaflokki eru Patrice Canayer, þjálfari Evrópumeistara Montpellier, og Jordi Ribera, sem gerði Spánverja að Evrópumeisturum í fyrsta sinn.

Tilnefndir í kvennaflokki:

Þórir Hergeirsson, þjálfari Noregs

Olivier Krumbholz, þjálfari Frakklands

Ambros Martin, þjálfari Rúmeníu og fyrrverandi þjálfari Györi

Ljubomir Obradovic, þjálfari Serbíu

Helle Thomsen, fyrrverandi þjálfari Hollands

Tilnefndir í karlaflokki:

Kristján Andrésson, þjálfari Svíþjóðar

Didier Dinart, þjálfari Frakklands

Patrice Canayer, þjálfari Montpellier

Thierry Anti, þjálfari Nantes

Jordi Ribera, þjálfari Spánar

Hægt er að kjósa þjálfara ársins með því að smella hér.

Kristján tekur við þýska úrvalsdeildarliðinu Rhein-Neckar Löwen í sumar.vísir/getty



Fleiri fréttir

Sjá meira


×