Handbolti

Sjáðu trylltan fögnuð Ágústs Elís og félaga eftir að komast í úrslitin

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Gulir og svartir fögnuðu vel í gær.
Gulir og svartir fögnuðu vel í gær. mynd/Sävehof
Ágúst Elí Björgvinsson, landsliðsmarkvörður í handbolta, og félagar hans í sænska úrvalsdeildarliðinu Sävehof leika til úrslita um sænska meistaratitilinn í handbolta.

Þetta varð ljóst í gærkvöldi þegar að liðið lagði Skövde á heimavelli, 28-23, í undanúrslitarimmu liðanna en Sävehof vann einvígið, 3-1, og mætir Alingsås í úrslitaleiknum í Globen í Stokkhólmi.

Sävehof hafnaði í sjöunda sæti deildarinnar en er nú komið alla lið í úrslitin. Liðið hefur spilað frábærlega í úrslitakeppninni og á Ágúst stóran þátt í velgengni liðsins. Hann var með 30 prósent markvörslu í gærkvöldi en það dugði til sigurs.

Sävehof drottnaði yfir sænskum handbolta í þrjú ár frá 2009-2012 og vann meistaratitilinn þrjú ár í röð en Íslendingaliðið Kristianstad hefur unnið titilinn fjögur undanfarin ár. Nú verða það annað hvort Ágúst Elí og félagar en Alinsås, sem vann síðast 2014, sem lyfta bikarnum.

Fögnuður Sävehof-liðsins var mikill í leikslok en þeir tóku skemmtilegan söng með stuðningsmönnum sínum sem má sjá í myndbandinu hér að neðan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×