Kaffihús Te & kaffi hverfa úr verslunum Eymundsson Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 9. ágúst 2019 16:10 Koma verður í ljós hvernig brotthvarf Te & Kaffi í Hafnarstrætinu á Akureyri kemur við heimamenn. Já.is Kaffihús Te & kaffi verða ekki lengur að finna í verslunum Eymundsson um mánaðarmótin. Þetta staðfestir Guðmundur Halldórsson framkvæmdastjóri Te & kaffi í samtali við fréttastofu. Kaffid.is greindi fyrst frá. Fyrirtækin hafa átt í samstarfi í þrettán ár á fjórum stöðum. Þremur verslunum Eymundsson í miðbæ Reykjavíkur og einu á Akureyri. Ekki náðist samkomulag um frekara samstarf. Til skoðunar er að opna nýtt útibú á Akureyri en ekkert liggur þó fyrir í þeim efnum.Sáu ekki framtíðina sömu augum Guðmundur segir samstarf fyrirtækjanna undanfarin þrettán ára hafa verið gott. Auk reksturs kaffihúsanna hefur Penninn séð um sölu á kaffi á skrifstofumarkaði. „Það hefur hangið á einum og sama samningnum en sá samningur rann út í vor,“ segir Guðmundur. Samningaviðræður hafi staðið yfir fyrirtækjanna á milli undanfarin ár. „Það sem kom út úr því var hreinlega að menn sáu ekki framtíðina sömu augum.“Kaffihús Te & Kaffi á Lækjartorgi er áfram rekið í óbreyttri mynd sem og önnur níu útibú.Vísir/VilhelmVildu stokka upp Guðmundur segir staðina fjóra hafa gengið misvel í rekstri. Aðilar á veitingamarkaði hafi fundið fyrir ákveðnum erfiðleikum og Te & kaffi sé engin undantekning á því. „Við vildum stokka upp og semja á annan hátt en forsvarsmenn Pennans voru sáttir við. Menn sáu ekki grundvöll fyrir áframhaldandi samstarfi.“ Þótt samningar hafi runnið út í vor hafi verið ákveðið að halda áfram í sumar á meðan spáð yrði og spekúlerað. Þetta er svo niðurstaðan. Reiknar Guðmundur með að stöðunum verði lokað í áföngum á næstu vikum. „Við verðum farnir út í kringum mánaðarmótin. Sennilega fyrstu vikuna í september.“Úr þrettán í níu Te & kaffi rekur þessa stundina þrettán kaffihús svo eftir breytinguna verða níu eftir. „Það er alveg slatti að halda utan um,“ segir Guðmundur. Engar breytingar verða á rekstri annarra útibúa Te&kaffi og segir Guðmundur fyrirtækið halda uppteknum hætti. Sérstaklega verði skoðað að opna nýtt útibú fyrir norðan þótt það sé enn á byrjunarstigi. Samkvæmt heimildum Vísis hafa forsvarsmenn Pennans til skoðunar að opna eigin kaffisölu í verslunum Eymundsson. „Með fullri virðingu fyrir því sem Penninn kemur til með að gera þá held ég að Akureyringar eigi eftir að sakna Te & kaffi,“ segir Guðmundur. Kaffihúsið hefur notið mikilla vinsælda en það er staðsett á besta stað í miðbænum. Ekkert plan sé á borðinu en þau séu með augun opin og gá hvort opnist spennandi möguleiki í höfuðborg norðursins.Hljóti að vera færri Íslendingar í miðbænum Guðmundur segir Te & kaffi fyrirtæki í sókn „þó svo að miðbærinn hafi undanfarin ár verið ströggl“. Te & Kaffi er með útibú í Aðalstræti, Lækjargötu og Laugavegi til viðbótar við þrjú útibú í Eymundsson á Skólavörðustíg og Laugavegi sem brátt heyra sögunni til. Guðmundur veltir nokkrum hlutum fyrir sér hvers vegna reksturinn í miðbænum gangi verr en áður. „Kauphegðun túristanna er öðruvísi og svo finnum við líka fyrir því að þeim hefur fækkað. Svo hlýtur að vera að komum Íslendinga í miðborgina sé eitthvað að fækka,“ segir Guðmundur. Fyrirtækið hafi því horft til þess að opna frekar útibú á jaðrinum eins og í Borgartúni og Smáralind auk Hlemms. Þá gangi staðirnir í Kringlunni og Smáralind mjög vel og hafi stækkað verulega frá því sem áður var. Akureyri Neytendur Reykjavík Veitingastaðir Mest lesið Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Hvetur fólk til að nota arf barnanna og nýta peningana sína snemma Atvinnulíf Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Sjá meira
Kaffihús Te & kaffi verða ekki lengur að finna í verslunum Eymundsson um mánaðarmótin. Þetta staðfestir Guðmundur Halldórsson framkvæmdastjóri Te & kaffi í samtali við fréttastofu. Kaffid.is greindi fyrst frá. Fyrirtækin hafa átt í samstarfi í þrettán ár á fjórum stöðum. Þremur verslunum Eymundsson í miðbæ Reykjavíkur og einu á Akureyri. Ekki náðist samkomulag um frekara samstarf. Til skoðunar er að opna nýtt útibú á Akureyri en ekkert liggur þó fyrir í þeim efnum.Sáu ekki framtíðina sömu augum Guðmundur segir samstarf fyrirtækjanna undanfarin þrettán ára hafa verið gott. Auk reksturs kaffihúsanna hefur Penninn séð um sölu á kaffi á skrifstofumarkaði. „Það hefur hangið á einum og sama samningnum en sá samningur rann út í vor,“ segir Guðmundur. Samningaviðræður hafi staðið yfir fyrirtækjanna á milli undanfarin ár. „Það sem kom út úr því var hreinlega að menn sáu ekki framtíðina sömu augum.“Kaffihús Te & Kaffi á Lækjartorgi er áfram rekið í óbreyttri mynd sem og önnur níu útibú.Vísir/VilhelmVildu stokka upp Guðmundur segir staðina fjóra hafa gengið misvel í rekstri. Aðilar á veitingamarkaði hafi fundið fyrir ákveðnum erfiðleikum og Te & kaffi sé engin undantekning á því. „Við vildum stokka upp og semja á annan hátt en forsvarsmenn Pennans voru sáttir við. Menn sáu ekki grundvöll fyrir áframhaldandi samstarfi.“ Þótt samningar hafi runnið út í vor hafi verið ákveðið að halda áfram í sumar á meðan spáð yrði og spekúlerað. Þetta er svo niðurstaðan. Reiknar Guðmundur með að stöðunum verði lokað í áföngum á næstu vikum. „Við verðum farnir út í kringum mánaðarmótin. Sennilega fyrstu vikuna í september.“Úr þrettán í níu Te & kaffi rekur þessa stundina þrettán kaffihús svo eftir breytinguna verða níu eftir. „Það er alveg slatti að halda utan um,“ segir Guðmundur. Engar breytingar verða á rekstri annarra útibúa Te&kaffi og segir Guðmundur fyrirtækið halda uppteknum hætti. Sérstaklega verði skoðað að opna nýtt útibú fyrir norðan þótt það sé enn á byrjunarstigi. Samkvæmt heimildum Vísis hafa forsvarsmenn Pennans til skoðunar að opna eigin kaffisölu í verslunum Eymundsson. „Með fullri virðingu fyrir því sem Penninn kemur til með að gera þá held ég að Akureyringar eigi eftir að sakna Te & kaffi,“ segir Guðmundur. Kaffihúsið hefur notið mikilla vinsælda en það er staðsett á besta stað í miðbænum. Ekkert plan sé á borðinu en þau séu með augun opin og gá hvort opnist spennandi möguleiki í höfuðborg norðursins.Hljóti að vera færri Íslendingar í miðbænum Guðmundur segir Te & kaffi fyrirtæki í sókn „þó svo að miðbærinn hafi undanfarin ár verið ströggl“. Te & Kaffi er með útibú í Aðalstræti, Lækjargötu og Laugavegi til viðbótar við þrjú útibú í Eymundsson á Skólavörðustíg og Laugavegi sem brátt heyra sögunni til. Guðmundur veltir nokkrum hlutum fyrir sér hvers vegna reksturinn í miðbænum gangi verr en áður. „Kauphegðun túristanna er öðruvísi og svo finnum við líka fyrir því að þeim hefur fækkað. Svo hlýtur að vera að komum Íslendinga í miðborgina sé eitthvað að fækka,“ segir Guðmundur. Fyrirtækið hafi því horft til þess að opna frekar útibú á jaðrinum eins og í Borgartúni og Smáralind auk Hlemms. Þá gangi staðirnir í Kringlunni og Smáralind mjög vel og hafi stækkað verulega frá því sem áður var.
Akureyri Neytendur Reykjavík Veitingastaðir Mest lesið Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Hvetur fólk til að nota arf barnanna og nýta peningana sína snemma Atvinnulíf Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Sjá meira