Sonur Gary Lineker nærri því myrtur á fótboltaleik í Afríku Anton Ingi Leifsson skrifar 11. september 2019 12:00 Gary Lineker er þekktur sjónvarpsmaður. vísir/getty Gary Lineker, fyrrum enskur landsliðsmaður og núverandi sjónvarpsmaður, hefur greint frá því að sonur hans, Harry, lét nærri því lífið á knattspyrnuleik í Afríku á dögunum. Hinn 25 ára gamli Harry var á leik Síerra Leóne og Líberú í undankeppni HM 2022 þann 8. september. Líbería vann fyrri leikinn 3-1 og Síerra Leóne komst yfir í síðari leiknum. Þeir þurftu því einungis eitt mark í viðbót til þess að tryggja sig áfram og fengu vítaspyrnu í uppbótartíma. Þeir klúðruðu henni hins vegar og allt ætlaði um koll að keyra. Áhorfendur strunsuðu inn á völlinn en Gary Lineker ræddi um þetta í hlaðvarpsþætti sínum, Behind Closed Doors, þar sem hann ræðir málin með Danny Baker, grínista og fjölmiðlamanni. „Þú veist að sonur minn Harry, sem sér yfirleitt um að vinna þáttinn, er ekki hérna núna. Hann var í Afríku að taka upp í Síerra Leóne og vann í nokkra daga í kringum leikinn þeirra gegn Líberíu,“ sagði Gary og hélt áfram: „Harry var næstum því myrtur. Þetta var óhugnanlegt atvik. Það urðu óeirðir. Það var allt vitlaust. Þeir réðust inn á völlinn og voru að henda steinum.“ Gary stýrir einum vinsælasta sjónvarpsþætti Bretlands en hann stýrir þættinum Match of the Day þar sem farið er yfir leikina í enska boltanum. „Hann var með myndatökumanninum en eftir innrásina töpuðu þeir hvorum öðrum og hann hljóp inn í leikmannagönginn. Þegar hann kom þangað þá komu allir stuðningsmennirnir þangað þar sem var ráðist á hann.“ „Þeir rifu allt af honum og tóku símann hans og allt sem hann hafði í vösunum. Hann var hræddur. Hann hélt að hann hafi séð hníf og hann hélt að þeir yrðu myndu stinga hann.“Gary Lineker's son Harry nearly killed after being attacked in football riots in Sierra Leone https://t.co/fTqEHt2SWupic.twitter.com/nw2E43Em2c — Daily Mirror (@DailyMirror) September 11, 2019 „Það var vopnaður öryggisvörður með skjöld sem Harry faldi sig á bakvið. Hann var þarna um nokkra stund og þessi maður bjargaði lífi hans með því að koma honum inn í eitt herbergið.“ „Ég frétti þetta í gærkvöldi og ég var andvaka hálfa nóttina. Hann er í lagi og er á heimleið. Þetta var síðasti dagurinn og hann er í lagi. Ég vil ekki vera dramadrottning.“ „Hann er ekki með símann sinn svo hann hringdi í gegnum FaceTime er hann komst aftur upp á hótel. Hann sagðist vera skelkaður en í lagi,“ sagði Lineker eldri að lokum. Enski boltinn Mest lesið Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Sport Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Körfubolti 76ers sóttu sigur úr Garðinum Körfubolti Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Fótbolti Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Sport Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Fótbolti Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Fótbolti Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Fótbolti Fleiri fréttir Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Músaskítur í leikhúsi draumanna Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Jackson komst upp fyrir Eið Smára Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City „Orð geta ekki lýst því hversu eyðilagður ég er“ Englendingar syrgja mann úr heimsmeistaraliðinu frá 1966 Rice og Calafiori klárir en Crystal Palace verður án Eze Dele Alli ekki í leikformi og farinn frá Everton Áfall bætist við ógöngur Man. City Króatíski metalhausinn á að bjarga málunum „Ekki það góður leikmaður miðað hvað við tölum mikið um hann“ Sjá meira
Gary Lineker, fyrrum enskur landsliðsmaður og núverandi sjónvarpsmaður, hefur greint frá því að sonur hans, Harry, lét nærri því lífið á knattspyrnuleik í Afríku á dögunum. Hinn 25 ára gamli Harry var á leik Síerra Leóne og Líberú í undankeppni HM 2022 þann 8. september. Líbería vann fyrri leikinn 3-1 og Síerra Leóne komst yfir í síðari leiknum. Þeir þurftu því einungis eitt mark í viðbót til þess að tryggja sig áfram og fengu vítaspyrnu í uppbótartíma. Þeir klúðruðu henni hins vegar og allt ætlaði um koll að keyra. Áhorfendur strunsuðu inn á völlinn en Gary Lineker ræddi um þetta í hlaðvarpsþætti sínum, Behind Closed Doors, þar sem hann ræðir málin með Danny Baker, grínista og fjölmiðlamanni. „Þú veist að sonur minn Harry, sem sér yfirleitt um að vinna þáttinn, er ekki hérna núna. Hann var í Afríku að taka upp í Síerra Leóne og vann í nokkra daga í kringum leikinn þeirra gegn Líberíu,“ sagði Gary og hélt áfram: „Harry var næstum því myrtur. Þetta var óhugnanlegt atvik. Það urðu óeirðir. Það var allt vitlaust. Þeir réðust inn á völlinn og voru að henda steinum.“ Gary stýrir einum vinsælasta sjónvarpsþætti Bretlands en hann stýrir þættinum Match of the Day þar sem farið er yfir leikina í enska boltanum. „Hann var með myndatökumanninum en eftir innrásina töpuðu þeir hvorum öðrum og hann hljóp inn í leikmannagönginn. Þegar hann kom þangað þá komu allir stuðningsmennirnir þangað þar sem var ráðist á hann.“ „Þeir rifu allt af honum og tóku símann hans og allt sem hann hafði í vösunum. Hann var hræddur. Hann hélt að hann hafi séð hníf og hann hélt að þeir yrðu myndu stinga hann.“Gary Lineker's son Harry nearly killed after being attacked in football riots in Sierra Leone https://t.co/fTqEHt2SWupic.twitter.com/nw2E43Em2c — Daily Mirror (@DailyMirror) September 11, 2019 „Það var vopnaður öryggisvörður með skjöld sem Harry faldi sig á bakvið. Hann var þarna um nokkra stund og þessi maður bjargaði lífi hans með því að koma honum inn í eitt herbergið.“ „Ég frétti þetta í gærkvöldi og ég var andvaka hálfa nóttina. Hann er í lagi og er á heimleið. Þetta var síðasti dagurinn og hann er í lagi. Ég vil ekki vera dramadrottning.“ „Hann er ekki með símann sinn svo hann hringdi í gegnum FaceTime er hann komst aftur upp á hótel. Hann sagðist vera skelkaður en í lagi,“ sagði Lineker eldri að lokum.
Enski boltinn Mest lesið Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Sport Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Körfubolti 76ers sóttu sigur úr Garðinum Körfubolti Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Fótbolti Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Sport Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Fótbolti Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Fótbolti Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Fótbolti Fleiri fréttir Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Músaskítur í leikhúsi draumanna Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Jackson komst upp fyrir Eið Smára Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City „Orð geta ekki lýst því hversu eyðilagður ég er“ Englendingar syrgja mann úr heimsmeistaraliðinu frá 1966 Rice og Calafiori klárir en Crystal Palace verður án Eze Dele Alli ekki í leikformi og farinn frá Everton Áfall bætist við ógöngur Man. City Króatíski metalhausinn á að bjarga málunum „Ekki það góður leikmaður miðað hvað við tölum mikið um hann“ Sjá meira