Enski boltinn

Man Utd þurfti vítaspyrnukeppni til að leggja Rochdale að velli

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Romero fagnar vörslunni dýrmætu
Romero fagnar vörslunni dýrmætu vísir/getty
Manchester United er komið í 16-liða úrslit enska deildabikarsins eftir sigur á Rochdale á Old Trafford í kvöld en vítaspyrnukeppni þurfti til að gera út um leikinn.

Ungstirnið Mason Greenwood kom Man Utd í 1-0 á 68.mínútu en annar ungur piltur, Luke Mathieson, var fljótur að jafna metin fyrir gestina sem leika í ensku C-deildinni.

Í vítaspyrnukeppninni nýttu liðsmenn Man Utd allar vítaspyrnur sínar og Argentínumaðurinn Sergio Romero reyndist hetja liðsins þar sem hann varði eina spyrnu Rochdale manna.

Wolves lagði Reading í vítaspyrnukeppni á sama tíma og þá er Bournemouth úr leik eftir 2-0 tap gegn Burton Albion.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×