Óttast um vatnsverndarsvæði í Landsveit vegna framgöngu malasísks ferðaþjónustufyrirtækis Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 5. október 2019 13:15 Sumarhúsa-og landeigendur í Landsveit segja ferðaþjónustufyrirtækið Iceland Igloo Village sem tengist malasískum eigendum veita fráveitu vatni ólöglega frá hjóhýsum á jörðinni leyni. Talsmaður sumarhúsa-og landeigenda í Landsveit segir malasískt ferðaþjónustufyrirtæki hafa rekið hjólhýsi á jörðinni Leyni mánuðum saman án tilskilins rekstrarleyfis. Þá hafi fráveituvatni verið veitt þaðan án þess að leyfi sé fyrir því. Loks gerir hópurinn alvarlegar athugasemdir við að ferðaþjónustufyrirtækið hyggist reisa nokkur hundruð manna þorp á jörðinni sem er á vatnsverndarsvæði. Í sumar var kynnt skipulags-og matslýsing vegna aðalskipulagsbreytinga á jörðunum Leyni 2 og 3 í Rangárþingi ytra sem áður hét Stóri klofi. Þannig fyrirhugaði malasískt ferðaþjónustufyrirtæki sem kallast Iceland Igloo Village að byggja upp þorp fyrir nokkur hundruð gesti og þjónustu í kring. Ný skipulags og matslýsing hefur verið gerð fyrir svæðið eftir athugasemdir frá íbúum þar sem gert er ráð fyrir 360 manna byggð. Sumarhúsa-og landeigendur hafa frá upphafi gert athugasemdir við áformin þar sem byggðin sé á vatnsverndarsvæði og fæði vatnsból allrar sveitarinnar og vatnsból Hellu að auki.Ásgeir Kr. Ólafsson talsmaður sumar-og landeigenda í Landssveit segir hópinn hafa miklar áhyggjur af vatnsvernd á svæðinu eftir áform og framgöngu ferðaþjónustu fyrirtæki síðustu mánuði.Ásgeir Kr. Ólafsson talsmaður hópsins segir gert hafi verið athugasemdir vegna matslýsingu til deiliskipulags.Vatnsverndarsvæði í hættu „Þetta er náttúrulega mjög alvarlegt því þarna er verið að setja þéttbýli við friðsæla sveit og það sem er verst að þarna er verið að setja þéttbýli ofan á svæði sem heitir fjarrsvæði vatnsverndar. Vatnið sem rennur þarna undir hrauninu fer undir Minnivallarlækinn og berst í Vatnsból Hellu á 65 dögum,“ segir Ásgeir. Hann óttast að þetta geti verið tímaprengja og telur vatnsvernd eiga að njóta vafans. Málinu hefur verið komið til sveitarstjórnar og verður deiluskipulag kynnt í áframhaldinu. Ásgeir er svartsýnn á áframhaldið. „Vatnsverndin virðist ekki vera í forgangi hjá þessari sveitarstjórn ólíkt fyrri sveitarstjórn sem hafði hana í öndvegi,“ segir hann. Engin byggingar- eða rekstrarleyfi fyrir hjólhýsum Þá segir hann að í sumar hafi verið rekin fimmtán hjólhýsi á svæðinu án tilskilinna leyfa. „Það var byrjaða að grafa fyrir rotþró og lögnum í október í fyrra og við létum byggingafulltrúa vita. Aðveituvatni og fráveituvatni hefur hins vegar verið veitt til og frá þeim í allt sumar en um er að ræða hálsársbyggð. Þegar ég fór þarna um í gær sá ég að það var ennþá verið að gera það,“ segir Ásgeir. Hann segir að í leyfisveitingu hafi komið fram að hjólhýsin væru ekki tengd við fráveitu eða aðveitu enda þurfi byggingarleyfi fyrir slíkt sem sé ekki fyrir hendi. „Þannig að þarna er farið á skjön við lög og lögin brotin vísvitandi,“ segir Ásgeir. „Hjólhýsin eru ekki heldur með rekstrarleyfi þannig að þetta mál er allt í ólestri,“ segir hann að lokum. Ferðamennska á Íslandi Rangárþing ytra Mest lesið Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Innlent Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Innlent Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Innlent Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Innlent Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Innlent Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Innlent Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Innlent Verkföll hafin í sex skólum Innlent Svona skipta oddvitarnir stólunum Innlent Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Innlent Fleiri fréttir Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Jöklar jarðar rýrna mun hraðar en áður vegna aukinnar hlýnunar Niðurstöðu beðið í Karphúsinu Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Verkföll hafin í sex skólum Kennaraverkföll skella á Skólameistari gengur út frá því að kennarar leggi niður störf Óvissa um verkföll eftir frestunarbeiðni Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni Sjá meira
Talsmaður sumarhúsa-og landeigenda í Landsveit segir malasískt ferðaþjónustufyrirtæki hafa rekið hjólhýsi á jörðinni Leyni mánuðum saman án tilskilins rekstrarleyfis. Þá hafi fráveituvatni verið veitt þaðan án þess að leyfi sé fyrir því. Loks gerir hópurinn alvarlegar athugasemdir við að ferðaþjónustufyrirtækið hyggist reisa nokkur hundruð manna þorp á jörðinni sem er á vatnsverndarsvæði. Í sumar var kynnt skipulags-og matslýsing vegna aðalskipulagsbreytinga á jörðunum Leyni 2 og 3 í Rangárþingi ytra sem áður hét Stóri klofi. Þannig fyrirhugaði malasískt ferðaþjónustufyrirtæki sem kallast Iceland Igloo Village að byggja upp þorp fyrir nokkur hundruð gesti og þjónustu í kring. Ný skipulags og matslýsing hefur verið gerð fyrir svæðið eftir athugasemdir frá íbúum þar sem gert er ráð fyrir 360 manna byggð. Sumarhúsa-og landeigendur hafa frá upphafi gert athugasemdir við áformin þar sem byggðin sé á vatnsverndarsvæði og fæði vatnsból allrar sveitarinnar og vatnsból Hellu að auki.Ásgeir Kr. Ólafsson talsmaður sumar-og landeigenda í Landssveit segir hópinn hafa miklar áhyggjur af vatnsvernd á svæðinu eftir áform og framgöngu ferðaþjónustu fyrirtæki síðustu mánuði.Ásgeir Kr. Ólafsson talsmaður hópsins segir gert hafi verið athugasemdir vegna matslýsingu til deiliskipulags.Vatnsverndarsvæði í hættu „Þetta er náttúrulega mjög alvarlegt því þarna er verið að setja þéttbýli við friðsæla sveit og það sem er verst að þarna er verið að setja þéttbýli ofan á svæði sem heitir fjarrsvæði vatnsverndar. Vatnið sem rennur þarna undir hrauninu fer undir Minnivallarlækinn og berst í Vatnsból Hellu á 65 dögum,“ segir Ásgeir. Hann óttast að þetta geti verið tímaprengja og telur vatnsvernd eiga að njóta vafans. Málinu hefur verið komið til sveitarstjórnar og verður deiluskipulag kynnt í áframhaldinu. Ásgeir er svartsýnn á áframhaldið. „Vatnsverndin virðist ekki vera í forgangi hjá þessari sveitarstjórn ólíkt fyrri sveitarstjórn sem hafði hana í öndvegi,“ segir hann. Engin byggingar- eða rekstrarleyfi fyrir hjólhýsum Þá segir hann að í sumar hafi verið rekin fimmtán hjólhýsi á svæðinu án tilskilinna leyfa. „Það var byrjaða að grafa fyrir rotþró og lögnum í október í fyrra og við létum byggingafulltrúa vita. Aðveituvatni og fráveituvatni hefur hins vegar verið veitt til og frá þeim í allt sumar en um er að ræða hálsársbyggð. Þegar ég fór þarna um í gær sá ég að það var ennþá verið að gera það,“ segir Ásgeir. Hann segir að í leyfisveitingu hafi komið fram að hjólhýsin væru ekki tengd við fráveitu eða aðveitu enda þurfi byggingarleyfi fyrir slíkt sem sé ekki fyrir hendi. „Þannig að þarna er farið á skjön við lög og lögin brotin vísvitandi,“ segir Ásgeir. „Hjólhýsin eru ekki heldur með rekstrarleyfi þannig að þetta mál er allt í ólestri,“ segir hann að lokum.
Ferðamennska á Íslandi Rangárþing ytra Mest lesið Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Innlent Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Innlent Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Innlent Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Innlent Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Innlent Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Innlent Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Innlent Verkföll hafin í sex skólum Innlent Svona skipta oddvitarnir stólunum Innlent Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Innlent Fleiri fréttir Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Jöklar jarðar rýrna mun hraðar en áður vegna aukinnar hlýnunar Niðurstöðu beðið í Karphúsinu Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Verkföll hafin í sex skólum Kennaraverkföll skella á Skólameistari gengur út frá því að kennarar leggi niður störf Óvissa um verkföll eftir frestunarbeiðni Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni Sjá meira