Guðrún Brá komin á Evrópumótaröðina: Var harðákveðin að ná þessu í ár Anton Ingi Leifsson skrifar 28. janúar 2020 19:00 Íslendingar eiga tvo keppendur í Evrópumótaröð kvenna í golfi, LET-mótaröðinni á þessari keppnistíð. Valdís Þóra Hallgrímsdóttir var komin með keppnisréttinn. Íslandsmeistarinn, tvö síðastliðin ár, Guðrún Brá Björgvinsdóttir fylgir í kjölfarið. Hún varð í 10-17. sæti á lokaúrtökumótinu á La Manga um helgina. Tvær aðrar hafa spilað í mótaröðinni, Ólöf María Jónsdóttir og Ólafía Þórunn Kristinsdóttir. Arnar Björnsson ræddi við Guðrúnu Brá í dag. „Ég var harðákveðin að ná þessu í ár og ég er ótrúlega ánægð að ég náði því,“ sagði Guðrún Brá við heimavöll sinn, Golfklúbbinn Keili. „Ég er ótrúlega spennt fyrir komandi ári og komandi verkefnum. Þetta verður vonandi mjög gott ár,“ en dagskráin framundan er ansi þétt. „Fyrsta mót er í Ástralíu 20. febrúar. Það er gaman að koma á nýja staði. Fyrstu tvö mótin verða þar og svo verðum við í Suður-Afríku, svo Sádi-Arabíu og svo verða mest megnis af mótunum í Evrópu í sumar sem er mjög þægilegt.“ Meiri peningur er komin í Evrópumótaröðina og Guðrún segir að þetta líti vel út. „Þeir eru búnir að styrkja þetta mjög fyrir árið í ár. Það er komið aðeins meira verðlaunafé í mótið sem er frábært.“ „Þeir eru búnir að vera í smá vandræðum síðustu ár með styrktaraðila en þetta lítur út fyrir að vera á réttri leið núna.“ Guðrún er komin inn á Evrópumótaröðina og vill komast enn lengra en hún tekur því með rónni einni. „Ég hef alltaf tekið eitt skref í einu. Nú hef ég náð þessu og get tékkað í það box. Svo er næsta skref LPGA en ég tek eitt skref í einu svo ég ætla að taka þetta skref fyrst.“ Nánari viðtal við Guðrúnu Brá má sjá hér að ofan þar sem hún ræðir meðal annars um föður sinn sem hjálpar henni mikið. Golf Mest lesið Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti Miklu fleiri bakteríur í ræktinni en á klósettsetunni Sport United menn á allt öðrum og betri stað eftir inngrip Van Nistelrooy Enski boltinn Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Enski boltinn Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Enski boltinn Sonur Scottie Pippen kom sér og föður sínum í sögubækurnar Sport Gleymdi að kjósa Vinicius Junior Fótbolti Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Íslendingar eiga tvo keppendur í Evrópumótaröð kvenna í golfi, LET-mótaröðinni á þessari keppnistíð. Valdís Þóra Hallgrímsdóttir var komin með keppnisréttinn. Íslandsmeistarinn, tvö síðastliðin ár, Guðrún Brá Björgvinsdóttir fylgir í kjölfarið. Hún varð í 10-17. sæti á lokaúrtökumótinu á La Manga um helgina. Tvær aðrar hafa spilað í mótaröðinni, Ólöf María Jónsdóttir og Ólafía Þórunn Kristinsdóttir. Arnar Björnsson ræddi við Guðrúnu Brá í dag. „Ég var harðákveðin að ná þessu í ár og ég er ótrúlega ánægð að ég náði því,“ sagði Guðrún Brá við heimavöll sinn, Golfklúbbinn Keili. „Ég er ótrúlega spennt fyrir komandi ári og komandi verkefnum. Þetta verður vonandi mjög gott ár,“ en dagskráin framundan er ansi þétt. „Fyrsta mót er í Ástralíu 20. febrúar. Það er gaman að koma á nýja staði. Fyrstu tvö mótin verða þar og svo verðum við í Suður-Afríku, svo Sádi-Arabíu og svo verða mest megnis af mótunum í Evrópu í sumar sem er mjög þægilegt.“ Meiri peningur er komin í Evrópumótaröðina og Guðrún segir að þetta líti vel út. „Þeir eru búnir að styrkja þetta mjög fyrir árið í ár. Það er komið aðeins meira verðlaunafé í mótið sem er frábært.“ „Þeir eru búnir að vera í smá vandræðum síðustu ár með styrktaraðila en þetta lítur út fyrir að vera á réttri leið núna.“ Guðrún er komin inn á Evrópumótaröðina og vill komast enn lengra en hún tekur því með rónni einni. „Ég hef alltaf tekið eitt skref í einu. Nú hef ég náð þessu og get tékkað í það box. Svo er næsta skref LPGA en ég tek eitt skref í einu svo ég ætla að taka þetta skref fyrst.“ Nánari viðtal við Guðrúnu Brá má sjá hér að ofan þar sem hún ræðir meðal annars um föður sinn sem hjálpar henni mikið.
Golf Mest lesið Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti Miklu fleiri bakteríur í ræktinni en á klósettsetunni Sport United menn á allt öðrum og betri stað eftir inngrip Van Nistelrooy Enski boltinn Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Enski boltinn Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Enski boltinn Sonur Scottie Pippen kom sér og föður sínum í sögubækurnar Sport Gleymdi að kjósa Vinicius Junior Fótbolti Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti