Sigursteinn Másson með nýja þætti af Sönnum íslenskum sakamálum Stefán Árni Pálsson skrifar 23. janúar 2020 13:30 Stefán Hjörleifsson,forsvarsmaður Storytel og Sigursteinn Másson. Sigursteinn Másson ætlar sér að framleiða nýja þætti af Sönnum íslenskum sakamálum og verður þeir til hlustunar á hljóðbókarsmáforritinu Storytel. „Ég hugsaði mig aðeins um hvort ég vildi taka að mér þetta verkefni en svo mundi ég eftir nokkrum málum sem ég var spenntur að skoða betur og fjalla um,” segir Sigursteinn Másson um verkefnið. „Formið heillaði mig líka. Ég held að það sé hægt nýta þetta form í að skoða málin og fjalla meira um þau þar sem ímyndunarafl hlustandans er virkjað. Það finnst mér spennandi. Fyrstu þættirnir eru um gamalt mál sem aldrei var leyst og það hefur setið aðeins í mér frá því að ég skoðaði það síðast árið 1999. En það var aftaka á Laugalæk, þar sem leigubílstjóri var myrtur með skoti í hnakkan af stuttu færi árið 1968. Ég vildi kafa dýpra í það mál og skoða fleiri vinkla. Ég vildi sjá hvað kæmi út úr því og eru fyrstu fjórir þættirnir um það mál og önnur mál tengd því. En svo ætla ég að skoða bæði gömul og ný mál,” segir Sigursteinn um þetta nýja samstarf. Ríkulega hljóðskreytt „Við höfum unnið í þessu í talsverðan tíma og kostað miklu til. Þetta eru mjög vandaðir, ríkulega hljóðskreyttir þættir þar sem Sigursteinn glæðir gömul og ný sakamál lífi í umfjöllun sinni ásamt því að kafa dýpra ofan í málin með sínu rannsóknarnefi. Við munum öll eftir því hvaða fjaðrafoki þættirnir um Guðmundar og Geirfinnsmálin ollu þegar Sigursteinn fór að velta við steinum á sínum tíma. Hver veit nema slíkt gerist líka núna?,” segir Stefán Hjörleifsson framkvæmdastjóri Storytel á Íslandi um þessa nýju þætti. „Það má segja að hér kveði við nýjan tón því þættirnir eru í raun sambland af hlaðvarpi og hljóðbók þar sem sérstaklega mikið er lagt í vinnu og umgjörð. Það hafa ekki verið gerðir viðlíka þættir á Íslandi áður svo við erum mjög spennt að sjá hvernig þeir leggjast í viðskiptavini okkar,” bætir Stefán við. Fyrsti þáttur verður aðgengilegur á Storytel mánudaginn 27. janúar. Einnig verður þátturinn aðgengilegur á öllum helstu streymisveitum sama dag. Nýir þættir munu bætast við vikulega á mánudögum á streymisveitunni Storytel frá og með næsta mánudegi. Storytel býður 14 daga frían aðgang fyrir þá sem vilja prófa steymisveituna sem hingað til hefur sérhæft sig í hljóðbókum. Nú þegar eru á annað þúsund íslenskir titlar aðgengilegir og yfir 200.000 alþjóðlegir titlar. Fjölmiðlar Mest lesið Meinta mannætan fékk ófrjósemisaðgerð í afmælisgjöf frá mömmu Lífið Hvað skal gera þegar tilhugsunin er meira sexý en kynlífið? Lífið Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Menning Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Lífið Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Bíó og sjónvarp Rúrik Gísla í glæsilegu eftirpartýi á Edition Lífið Smekklegt einbýli í hjarta Hafnarfjarðar Lífið PlayStation 5 Pro: Eina leiðin til að spila, ef þú tímir því Leikjavísir Málaferli og verktakadrama seinkar framkvæmdunum á höllinni í Frakklandi Lífið „Svona getur þetta reynst smásálarlegt hérna“ Lífið Fleiri fréttir Meinta mannætan fékk ófrjósemisaðgerð í afmælisgjöf frá mömmu Hvað skal gera þegar tilhugsunin er meira sexý en kynlífið? Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Smekklegt einbýli í hjarta Hafnarfjarðar Þurfti aðeins nokkrar sekúndur til að tryggja liði sínu áfram í undanúrslitin Rúrik Gísla í glæsilegu eftirpartýi á Edition Kynbomban Megan Fox ólétt Málaferli og verktakadrama seinkar framkvæmdunum á höllinni í Frakklandi „Svona getur þetta reynst smásálarlegt hérna“ Skreytum hús: Strákaherbergi með Star Wars ívafi Hagaskóli vann Skrekk Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Gelluorkan í hæstu hæðum á Gugguvaktinni Sjá eftir að hafa beint börnum á klámsíðu Crocs skór nú einnig fyrir hunda Fiskikóngurinn kominn í gufuna Hlýleg hönnunarperla eftir Rut Kára í Mosó Steindi á æfingu hjá versta fótboltaliði Lundúna Viðkvæmur drengur sem var á brjósti til fimm ára aldurs og farinn að reykja Stjörnulífið: „Einhver þarna uppi heldur með mér“ Frægir flugfreyjubúningar í útgáfuhófi Loftleiðabókar Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Nammimaðurinn er allur Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Fréttatía vikunnar: Bubbi, Airwaves og kosningar Sjá meira
Sigursteinn Másson ætlar sér að framleiða nýja þætti af Sönnum íslenskum sakamálum og verður þeir til hlustunar á hljóðbókarsmáforritinu Storytel. „Ég hugsaði mig aðeins um hvort ég vildi taka að mér þetta verkefni en svo mundi ég eftir nokkrum málum sem ég var spenntur að skoða betur og fjalla um,” segir Sigursteinn Másson um verkefnið. „Formið heillaði mig líka. Ég held að það sé hægt nýta þetta form í að skoða málin og fjalla meira um þau þar sem ímyndunarafl hlustandans er virkjað. Það finnst mér spennandi. Fyrstu þættirnir eru um gamalt mál sem aldrei var leyst og það hefur setið aðeins í mér frá því að ég skoðaði það síðast árið 1999. En það var aftaka á Laugalæk, þar sem leigubílstjóri var myrtur með skoti í hnakkan af stuttu færi árið 1968. Ég vildi kafa dýpra í það mál og skoða fleiri vinkla. Ég vildi sjá hvað kæmi út úr því og eru fyrstu fjórir þættirnir um það mál og önnur mál tengd því. En svo ætla ég að skoða bæði gömul og ný mál,” segir Sigursteinn um þetta nýja samstarf. Ríkulega hljóðskreytt „Við höfum unnið í þessu í talsverðan tíma og kostað miklu til. Þetta eru mjög vandaðir, ríkulega hljóðskreyttir þættir þar sem Sigursteinn glæðir gömul og ný sakamál lífi í umfjöllun sinni ásamt því að kafa dýpra ofan í málin með sínu rannsóknarnefi. Við munum öll eftir því hvaða fjaðrafoki þættirnir um Guðmundar og Geirfinnsmálin ollu þegar Sigursteinn fór að velta við steinum á sínum tíma. Hver veit nema slíkt gerist líka núna?,” segir Stefán Hjörleifsson framkvæmdastjóri Storytel á Íslandi um þessa nýju þætti. „Það má segja að hér kveði við nýjan tón því þættirnir eru í raun sambland af hlaðvarpi og hljóðbók þar sem sérstaklega mikið er lagt í vinnu og umgjörð. Það hafa ekki verið gerðir viðlíka þættir á Íslandi áður svo við erum mjög spennt að sjá hvernig þeir leggjast í viðskiptavini okkar,” bætir Stefán við. Fyrsti þáttur verður aðgengilegur á Storytel mánudaginn 27. janúar. Einnig verður þátturinn aðgengilegur á öllum helstu streymisveitum sama dag. Nýir þættir munu bætast við vikulega á mánudögum á streymisveitunni Storytel frá og með næsta mánudegi. Storytel býður 14 daga frían aðgang fyrir þá sem vilja prófa steymisveituna sem hingað til hefur sérhæft sig í hljóðbókum. Nú þegar eru á annað þúsund íslenskir titlar aðgengilegir og yfir 200.000 alþjóðlegir titlar.
Fjölmiðlar Mest lesið Meinta mannætan fékk ófrjósemisaðgerð í afmælisgjöf frá mömmu Lífið Hvað skal gera þegar tilhugsunin er meira sexý en kynlífið? Lífið Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Menning Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Lífið Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Bíó og sjónvarp Rúrik Gísla í glæsilegu eftirpartýi á Edition Lífið Smekklegt einbýli í hjarta Hafnarfjarðar Lífið PlayStation 5 Pro: Eina leiðin til að spila, ef þú tímir því Leikjavísir Málaferli og verktakadrama seinkar framkvæmdunum á höllinni í Frakklandi Lífið „Svona getur þetta reynst smásálarlegt hérna“ Lífið Fleiri fréttir Meinta mannætan fékk ófrjósemisaðgerð í afmælisgjöf frá mömmu Hvað skal gera þegar tilhugsunin er meira sexý en kynlífið? Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Smekklegt einbýli í hjarta Hafnarfjarðar Þurfti aðeins nokkrar sekúndur til að tryggja liði sínu áfram í undanúrslitin Rúrik Gísla í glæsilegu eftirpartýi á Edition Kynbomban Megan Fox ólétt Málaferli og verktakadrama seinkar framkvæmdunum á höllinni í Frakklandi „Svona getur þetta reynst smásálarlegt hérna“ Skreytum hús: Strákaherbergi með Star Wars ívafi Hagaskóli vann Skrekk Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Gelluorkan í hæstu hæðum á Gugguvaktinni Sjá eftir að hafa beint börnum á klámsíðu Crocs skór nú einnig fyrir hunda Fiskikóngurinn kominn í gufuna Hlýleg hönnunarperla eftir Rut Kára í Mosó Steindi á æfingu hjá versta fótboltaliði Lundúna Viðkvæmur drengur sem var á brjósti til fimm ára aldurs og farinn að reykja Stjörnulífið: „Einhver þarna uppi heldur með mér“ Frægir flugfreyjubúningar í útgáfuhófi Loftleiðabókar Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Nammimaðurinn er allur Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Fréttatía vikunnar: Bubbi, Airwaves og kosningar Sjá meira