Viðskipti innlent

Rúm­lega sex­tíu manns sagt upp hjá fyrir­tæki í ferða­þjónustu

Atli Ísleifsson skrifar
Frá Keflavíkurflugvelli.
Frá Keflavíkurflugvelli. Vísir/Vilhelm

Vinnumálastofnun hefur verið tilkynnt um rúmlega sextíu manna hópuppsögn hjá fyrirtæki sem starfar í ferðaþjónustu. Alls hefur því 260 manns verið sagt upp í hópuppsögnum í ágústmánuði.

Þetta staðfestir Unnur Sverrisdóttir, forstjóri Vinnumálastofnunar, í samtali við fréttastofu.

„Það er í rauninni ekki mikil breyting frá því á föstudag en dagurinn er ekki búinn. Það er eitt fyrirtæki sem hefur bæst við í hópuppsögnum í morgun eða um helgina. Það voru rúmlega sextíu manns sem störfuðu í fyrirtæki sem tengist ferðaþjónustunni.“

Unnur segir að það sem af sé mánuði þá hafi alls 260 manns fengið uppsögn í gegnum hópuppsagnir hjá þremur fyrirtækjum.

Fyrir helgi var greint frá því að 133 starfsmönnum Isavia hafi verið sagt upp störfum. Þá var jafnframt tólf til viðbótar boðið að lækka starfshlutfall sitt hjá fyrirtækinu.


Tengdar fréttir

133 starfsmönnum Isavia sagt upp

133 starfsmönnum Isavia var sagt upp störfum í dag og tólf til viðbótar boðið að lækka starfshlutfall sitt hjá fyrirtækinu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×