„Ofurmannlegt“ ef þessi hópur tryggði Liverpool aftur titilinn Sindri Sverrisson skrifar 9. september 2020 22:45 Það vantar ferskt blóð í þennan leikmannahóp að mati Gary Neville, svo Liverpool haldi sama flugi. VÍSIR/GETTY Sparkspekingurinn Gary Neville segir að Liverpool verði að landa hágæðaleikmanni á borð við Thiago Alcantara til að geta varið Englandsmeistaratitilinn í vetur. Liverpool varð Englandsmeistari á methraða á síðustu leiktíð, ef horft er til fjölda umferða sem voru til stefnu þegar titillinn var í höfn. Á endanum var liðið 18 stigum á undan Manchester City og 33 stigum á undan liðunum í 3.-4. sæti, Manchester United og Chelsea. Liverpool tekur á móti Leeds á laugardaginn í 1. umferð nýrrar leiktíðar, en félagið hefur haft afar hægt um sig á leikmannamarkaðnum. Aðeins gríski varnarmaðurinn Kostas Tsimikas hefur komið frá Olympiacos, en Dejan Lovren og Adam Lallana farið. Neville segir söguna sýna að meira þurfi til hjá Liverpool, svo að félagið haldi áfram sama dampi og síðustu ár. „Það að komast í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu, vinna hana ári síðar, og fara svo og vinna Englandsmeistaratitilinn, sogar alveg rosalega mikið úr þessum leikmannahópi sem Liverpool hefur haft síðustu þrjú ár. Það þyrfti ofurmannlegt átak til að þeir gætu farið af stað og haldið sér í sama gæðaflokki áfram,“ sagði Neville. Thiago maðurinn til að halda fluginu áfram „Það væri ekki vitlaust að áætla að þeir muni gefa aðeins eftir, ef það tekst ekki að örva hópinn með því að gera eitthvað til að lyfta þeim aftur upp. Thiago væri maðurinn til þess. Hann er í heimsklassa og myndi færa þeim heimsklassa framgöngu á svæði á vellinum þar sem slíkt skortir hjá þeim,“ sagði Neville. Thiago er með samning við Bayern sem rennur út næsta sumar og hefur verið orðaður við Liverpool. Enska félagið mun þó ekki hafa gert tilboð í spænska landsliðsmanninn. „Liverpool er ekki fullkomið. Þeir eru með heimsklassa markvörð, miðverði og framherja. Þeir eru með mjög góða og vinnusama miðjumenn, en tækju næsta skref með því að fá Thiago. Hann gæti stjórnað leikjum með þessari sendingafærni og hugsun sem hann hefur,“ sagði Neille. Enski boltinn Mest lesið Guardiola var á undan Haaland með stóru fréttirnar Enski boltinn Anníe Mist, Katrín Tanja og Sara verða saman í liði Sport Margfaldur Ólympíuverðlaunahafi skiptir um íþrótt Sport Í stormi innan vallar en vann góðverk utan hans Enski boltinn Cristiano Ronaldo: Ef ég ætti Man. United þá myndi ég leysa vandann Enski boltinn Knattspyrnukonur eyddu jólunum í fangelsi Fótbolti Veltir því fyrir sér hvort nýja Liverpool þríeykið sé betra Enski boltinn Skoraði í ensku og dreif sig síðan í Ally Pally Enski boltinn Rashford laus úr útlegð Enski boltinn Yfirgnæfandi líkur á að Liverpool verði Englandsmeistari Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Manchester United - Newcastle United | Þurfa að stöðva blæðinguna Í beinni: Ipswich Town - Chelsea | Særðir en þurfa sigur Rashford laus úr útlegð Yfirgnæfandi líkur á að Liverpool verði Englandsmeistari Skoraði í ensku og dreif sig síðan í Ally Pally Í stormi innan vallar en vann góðverk utan hans Veltir því fyrir sér hvort nýja Liverpool þríeykið sé betra Cristiano Ronaldo: Ef ég ætti Man. United þá myndi ég leysa vandann Guardiola var á undan Haaland með stóru fréttirnar Ófarir Spurs halda áfram Enduðu árið með stæl Kærkominn sigur City Ratcliffe áfram með niðurskurðarhnífinn á lofti Stefán Teitur og félagar kvöddu árið með sigri Segir Hákon betri en Flekken: „Þetta lék bara í höndunum á honum“ Skytturnar aftur upp í annað sæti eftir sigur gegn nýliðunum Skilaboð frá Klopp minntu hann á áfangann: „Við elskum hann“ „Ég var að skjóta“ Harmur hrokagikksins Haaland City ætlar að kaupa í janúar Gary sem stal jólunum Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Slæmur skellur fyrir gestina á St. James Park Sjá meira
Sparkspekingurinn Gary Neville segir að Liverpool verði að landa hágæðaleikmanni á borð við Thiago Alcantara til að geta varið Englandsmeistaratitilinn í vetur. Liverpool varð Englandsmeistari á methraða á síðustu leiktíð, ef horft er til fjölda umferða sem voru til stefnu þegar titillinn var í höfn. Á endanum var liðið 18 stigum á undan Manchester City og 33 stigum á undan liðunum í 3.-4. sæti, Manchester United og Chelsea. Liverpool tekur á móti Leeds á laugardaginn í 1. umferð nýrrar leiktíðar, en félagið hefur haft afar hægt um sig á leikmannamarkaðnum. Aðeins gríski varnarmaðurinn Kostas Tsimikas hefur komið frá Olympiacos, en Dejan Lovren og Adam Lallana farið. Neville segir söguna sýna að meira þurfi til hjá Liverpool, svo að félagið haldi áfram sama dampi og síðustu ár. „Það að komast í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu, vinna hana ári síðar, og fara svo og vinna Englandsmeistaratitilinn, sogar alveg rosalega mikið úr þessum leikmannahópi sem Liverpool hefur haft síðustu þrjú ár. Það þyrfti ofurmannlegt átak til að þeir gætu farið af stað og haldið sér í sama gæðaflokki áfram,“ sagði Neville. Thiago maðurinn til að halda fluginu áfram „Það væri ekki vitlaust að áætla að þeir muni gefa aðeins eftir, ef það tekst ekki að örva hópinn með því að gera eitthvað til að lyfta þeim aftur upp. Thiago væri maðurinn til þess. Hann er í heimsklassa og myndi færa þeim heimsklassa framgöngu á svæði á vellinum þar sem slíkt skortir hjá þeim,“ sagði Neville. Thiago er með samning við Bayern sem rennur út næsta sumar og hefur verið orðaður við Liverpool. Enska félagið mun þó ekki hafa gert tilboð í spænska landsliðsmanninn. „Liverpool er ekki fullkomið. Þeir eru með heimsklassa markvörð, miðverði og framherja. Þeir eru með mjög góða og vinnusama miðjumenn, en tækju næsta skref með því að fá Thiago. Hann gæti stjórnað leikjum með þessari sendingafærni og hugsun sem hann hefur,“ sagði Neille.
Enski boltinn Mest lesið Guardiola var á undan Haaland með stóru fréttirnar Enski boltinn Anníe Mist, Katrín Tanja og Sara verða saman í liði Sport Margfaldur Ólympíuverðlaunahafi skiptir um íþrótt Sport Í stormi innan vallar en vann góðverk utan hans Enski boltinn Cristiano Ronaldo: Ef ég ætti Man. United þá myndi ég leysa vandann Enski boltinn Knattspyrnukonur eyddu jólunum í fangelsi Fótbolti Veltir því fyrir sér hvort nýja Liverpool þríeykið sé betra Enski boltinn Skoraði í ensku og dreif sig síðan í Ally Pally Enski boltinn Rashford laus úr útlegð Enski boltinn Yfirgnæfandi líkur á að Liverpool verði Englandsmeistari Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Manchester United - Newcastle United | Þurfa að stöðva blæðinguna Í beinni: Ipswich Town - Chelsea | Særðir en þurfa sigur Rashford laus úr útlegð Yfirgnæfandi líkur á að Liverpool verði Englandsmeistari Skoraði í ensku og dreif sig síðan í Ally Pally Í stormi innan vallar en vann góðverk utan hans Veltir því fyrir sér hvort nýja Liverpool þríeykið sé betra Cristiano Ronaldo: Ef ég ætti Man. United þá myndi ég leysa vandann Guardiola var á undan Haaland með stóru fréttirnar Ófarir Spurs halda áfram Enduðu árið með stæl Kærkominn sigur City Ratcliffe áfram með niðurskurðarhnífinn á lofti Stefán Teitur og félagar kvöddu árið með sigri Segir Hákon betri en Flekken: „Þetta lék bara í höndunum á honum“ Skytturnar aftur upp í annað sæti eftir sigur gegn nýliðunum Skilaboð frá Klopp minntu hann á áfangann: „Við elskum hann“ „Ég var að skjóta“ Harmur hrokagikksins Haaland City ætlar að kaupa í janúar Gary sem stal jólunum Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Slæmur skellur fyrir gestina á St. James Park Sjá meira