Tíu skemmtilegir hlutir sem hægt er að gera með börnunum í haustfríinu Stefán Árni Pálsson skrifar 23. október 2020 07:00 Enginn skóli í gær og í dag en það er nóg hægt á tímum eins og þessum. vísir/vilhelm Nú stendur yfir haustfrí hjá mörgum nemendum í grunnskólum höfuðborgarsvæðisins. Þetta mun vera nokkuð óhefðbundið haustfrí þar sem almannavarnir hafi mælst til þess að fólk ferðist ekki milli landsfjórðunga vegna útbreiðslu kórónuveirunnar. Svo ofan á það er tuttugu manna samkomubann og því ekki hægt að gera hvað sem er í þessu fríi. Lífið hefur tekið saman tíu skemmtilega hluti sem þó er hægt að gera með börnunum sínum í þessu haustfríi. Inni á vef Reykjavíkurborgar er búið að taka saman nokkur góð atriði sem hægt er að gera og stangast ekki á við sóttvarnarreglur. Frisbígolf í Reykjavík Frisbígolf er skemmtileg íþrótt fyrir alla fjölskylduna. Í borginni eru margir vellir til að spila saman. Sjá kort af öllum frisbígolfvöllum landsins ásamt reglum og leiðbeiningum. Húsverk Taka til í herberginu, búa um rúmið sitt, vaska upp. Tilvalið að setja á góða tónlist og gera húsverkin að leik. Gera æfingar Sniðugt er að gera allskonar æfingar eins og armbeygjur, hnébeygjur, kviðæfingar, öndunaræfingar, sippa og hoppa. Einnig er hægt að finna góð myndbönd á YouTube til að stunda Zumba og yoga fyrir krakka, koma sér vel fyrir og gera saman. Fjölskylduþrautir Á vefsíðu RÚV má finna allskonar fjölskylduþrautir sem hægt er að gera heima og virka þær einstaklega skemmtilegar. Plokka Krakkar hafa gaman af því að fara út og plokka rusl í nærumhverfinu. Það er mjög sniðugt og gefur þeim einnig hreyfingu. Muna sam að nota hanska þegar tína á upp grímur. Ferðafélag barnanna er með virkilega góðan lista á sinni Facebook-síðu og þar er af nægu að taka. Leikir með bolta Hægt er að fara út með börnin á sparkvelli víðsvegar um höfuðborgarsvæðið og æfa sig í fótbolta. En það má einnig nota boltann í aðra leiki. Svo er hægt að finna aðra skemmtilega leiki utandyra eins og má sá hér. Ratleikur Foreldrar geta búið til sína eigin ratleiki fyrir börnin, myndaratleiki til dæmis þar sem börnin eru send út með síma og eiga að taka myndir af ákveðnum hlutum. TikTok Snjallforritið TikTok er gríðarlega vinsælt meðal barna og því er um að gera að framleiða skemmtileg TikTok myndbönd með þeim og taka virkan þátt. Leyfa barninu að leikstýra myndbandinu og fara eftir fyrirmælum. Matreiðsla og bakstur Um að gera að nýta haustfríið í það að elda góðan mat og leyfa börnunum að taka virkan þátt. Einnig er tilvalið að baka með þeim. Lykilatriði að leyfa barninu að ráða hvað er í matinn og hvað skal baka. Börn og uppeldi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Menning Bak við tjöldin í Kryddsíldinni 2024 Lífið Ekkert einvígi í Söngvakeppninni 2025 Lífið Snúin aftur á Instagram og kynnir nýjan þátt á Netflix Lífið Anný Rós og Guðlaugur sjóðheitt par Lífið Mætti á undan Katrínu Tönju til landsins og kom henni á óvart Lífið Bjarni sveiflaði servíettunni af gleði Lífið Saga sagði já við Sturlu Lífið Barist um arfinn í Borgó Gagnrýni Kúkakallinn í Kópavogi rataði aftur í Kviss ársins Lífið Fleiri fréttir Ekkert einvígi í Söngvakeppninni 2025 Mætti á undan Katrínu Tönju til landsins og kom henni á óvart Bak við tjöldin í Kryddsíldinni 2024 Kúkakallinn í Kópavogi rataði aftur í Kviss ársins Aron Kristinn og Lára eiga von á barni Anný Rós og Guðlaugur sjóðheitt par Snúin aftur á Instagram og kynnir nýjan þátt á Netflix Bjarni sveiflaði servíettunni af gleði Margir rugli saman áramótaheitum og markmiðum „Það eru fleiri með köggla en þú“ Lúxusíbúð Kára og Erlu til Bandaríkjamanna Fár fyrsta íslenska stuttmyndin á Disney+ Illa vegið að íslenskum bjór Arnarsson mætti rétt fyrir árslok „Ég þekki mann sem að móðgast yfir dagskránni á RÚV“ John Capodice er látinn Glænýtt par á glænýju ári Saga sagði já við Sturlu Atli Steinn genginn í það heilaga Tíu stiga frost stöðvaði ekki hugrakka landsmenn „Kattarkonan“ látin 84 ára að aldri Hersir og Rósa eiga von á barni Dans Laufeyjar kominn í Fortnite Stjörnu-barn á leiðinni Hödd Vilhjálms og Kjartan Vídó í kossaflensi Bein útsending: Nýársbingó Blökastsins Fólk tjáir sig um skaupið Komu saman til að fagna sjötugsafmæli Ingibjargar Sólrúnar Sagði barni að halda kjafti „Gæti stofnað nýjan stjórnmálaflokk og búið til podcast þátt“ Sjá meira
Nú stendur yfir haustfrí hjá mörgum nemendum í grunnskólum höfuðborgarsvæðisins. Þetta mun vera nokkuð óhefðbundið haustfrí þar sem almannavarnir hafi mælst til þess að fólk ferðist ekki milli landsfjórðunga vegna útbreiðslu kórónuveirunnar. Svo ofan á það er tuttugu manna samkomubann og því ekki hægt að gera hvað sem er í þessu fríi. Lífið hefur tekið saman tíu skemmtilega hluti sem þó er hægt að gera með börnunum sínum í þessu haustfríi. Inni á vef Reykjavíkurborgar er búið að taka saman nokkur góð atriði sem hægt er að gera og stangast ekki á við sóttvarnarreglur. Frisbígolf í Reykjavík Frisbígolf er skemmtileg íþrótt fyrir alla fjölskylduna. Í borginni eru margir vellir til að spila saman. Sjá kort af öllum frisbígolfvöllum landsins ásamt reglum og leiðbeiningum. Húsverk Taka til í herberginu, búa um rúmið sitt, vaska upp. Tilvalið að setja á góða tónlist og gera húsverkin að leik. Gera æfingar Sniðugt er að gera allskonar æfingar eins og armbeygjur, hnébeygjur, kviðæfingar, öndunaræfingar, sippa og hoppa. Einnig er hægt að finna góð myndbönd á YouTube til að stunda Zumba og yoga fyrir krakka, koma sér vel fyrir og gera saman. Fjölskylduþrautir Á vefsíðu RÚV má finna allskonar fjölskylduþrautir sem hægt er að gera heima og virka þær einstaklega skemmtilegar. Plokka Krakkar hafa gaman af því að fara út og plokka rusl í nærumhverfinu. Það er mjög sniðugt og gefur þeim einnig hreyfingu. Muna sam að nota hanska þegar tína á upp grímur. Ferðafélag barnanna er með virkilega góðan lista á sinni Facebook-síðu og þar er af nægu að taka. Leikir með bolta Hægt er að fara út með börnin á sparkvelli víðsvegar um höfuðborgarsvæðið og æfa sig í fótbolta. En það má einnig nota boltann í aðra leiki. Svo er hægt að finna aðra skemmtilega leiki utandyra eins og má sá hér. Ratleikur Foreldrar geta búið til sína eigin ratleiki fyrir börnin, myndaratleiki til dæmis þar sem börnin eru send út með síma og eiga að taka myndir af ákveðnum hlutum. TikTok Snjallforritið TikTok er gríðarlega vinsælt meðal barna og því er um að gera að framleiða skemmtileg TikTok myndbönd með þeim og taka virkan þátt. Leyfa barninu að leikstýra myndbandinu og fara eftir fyrirmælum. Matreiðsla og bakstur Um að gera að nýta haustfríið í það að elda góðan mat og leyfa börnunum að taka virkan þátt. Einnig er tilvalið að baka með þeim. Lykilatriði að leyfa barninu að ráða hvað er í matinn og hvað skal baka.
Börn og uppeldi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Menning Bak við tjöldin í Kryddsíldinni 2024 Lífið Ekkert einvígi í Söngvakeppninni 2025 Lífið Snúin aftur á Instagram og kynnir nýjan þátt á Netflix Lífið Anný Rós og Guðlaugur sjóðheitt par Lífið Mætti á undan Katrínu Tönju til landsins og kom henni á óvart Lífið Bjarni sveiflaði servíettunni af gleði Lífið Saga sagði já við Sturlu Lífið Barist um arfinn í Borgó Gagnrýni Kúkakallinn í Kópavogi rataði aftur í Kviss ársins Lífið Fleiri fréttir Ekkert einvígi í Söngvakeppninni 2025 Mætti á undan Katrínu Tönju til landsins og kom henni á óvart Bak við tjöldin í Kryddsíldinni 2024 Kúkakallinn í Kópavogi rataði aftur í Kviss ársins Aron Kristinn og Lára eiga von á barni Anný Rós og Guðlaugur sjóðheitt par Snúin aftur á Instagram og kynnir nýjan þátt á Netflix Bjarni sveiflaði servíettunni af gleði Margir rugli saman áramótaheitum og markmiðum „Það eru fleiri með köggla en þú“ Lúxusíbúð Kára og Erlu til Bandaríkjamanna Fár fyrsta íslenska stuttmyndin á Disney+ Illa vegið að íslenskum bjór Arnarsson mætti rétt fyrir árslok „Ég þekki mann sem að móðgast yfir dagskránni á RÚV“ John Capodice er látinn Glænýtt par á glænýju ári Saga sagði já við Sturlu Atli Steinn genginn í það heilaga Tíu stiga frost stöðvaði ekki hugrakka landsmenn „Kattarkonan“ látin 84 ára að aldri Hersir og Rósa eiga von á barni Dans Laufeyjar kominn í Fortnite Stjörnu-barn á leiðinni Hödd Vilhjálms og Kjartan Vídó í kossaflensi Bein útsending: Nýársbingó Blökastsins Fólk tjáir sig um skaupið Komu saman til að fagna sjötugsafmæli Ingibjargar Sólrúnar Sagði barni að halda kjafti „Gæti stofnað nýjan stjórnmálaflokk og búið til podcast þátt“ Sjá meira