Tíu skemmtilegir hlutir sem hægt er að gera með börnunum í haustfríinu Stefán Árni Pálsson skrifar 23. október 2020 07:00 Enginn skóli í gær og í dag en það er nóg hægt á tímum eins og þessum. vísir/vilhelm Nú stendur yfir haustfrí hjá mörgum nemendum í grunnskólum höfuðborgarsvæðisins. Þetta mun vera nokkuð óhefðbundið haustfrí þar sem almannavarnir hafi mælst til þess að fólk ferðist ekki milli landsfjórðunga vegna útbreiðslu kórónuveirunnar. Svo ofan á það er tuttugu manna samkomubann og því ekki hægt að gera hvað sem er í þessu fríi. Lífið hefur tekið saman tíu skemmtilega hluti sem þó er hægt að gera með börnunum sínum í þessu haustfríi. Inni á vef Reykjavíkurborgar er búið að taka saman nokkur góð atriði sem hægt er að gera og stangast ekki á við sóttvarnarreglur. Frisbígolf í Reykjavík Frisbígolf er skemmtileg íþrótt fyrir alla fjölskylduna. Í borginni eru margir vellir til að spila saman. Sjá kort af öllum frisbígolfvöllum landsins ásamt reglum og leiðbeiningum. Húsverk Taka til í herberginu, búa um rúmið sitt, vaska upp. Tilvalið að setja á góða tónlist og gera húsverkin að leik. Gera æfingar Sniðugt er að gera allskonar æfingar eins og armbeygjur, hnébeygjur, kviðæfingar, öndunaræfingar, sippa og hoppa. Einnig er hægt að finna góð myndbönd á YouTube til að stunda Zumba og yoga fyrir krakka, koma sér vel fyrir og gera saman. Fjölskylduþrautir Á vefsíðu RÚV má finna allskonar fjölskylduþrautir sem hægt er að gera heima og virka þær einstaklega skemmtilegar. Plokka Krakkar hafa gaman af því að fara út og plokka rusl í nærumhverfinu. Það er mjög sniðugt og gefur þeim einnig hreyfingu. Muna sam að nota hanska þegar tína á upp grímur. Ferðafélag barnanna er með virkilega góðan lista á sinni Facebook-síðu og þar er af nægu að taka. Leikir með bolta Hægt er að fara út með börnin á sparkvelli víðsvegar um höfuðborgarsvæðið og æfa sig í fótbolta. En það má einnig nota boltann í aðra leiki. Svo er hægt að finna aðra skemmtilega leiki utandyra eins og má sá hér. Ratleikur Foreldrar geta búið til sína eigin ratleiki fyrir börnin, myndaratleiki til dæmis þar sem börnin eru send út með síma og eiga að taka myndir af ákveðnum hlutum. TikTok Snjallforritið TikTok er gríðarlega vinsælt meðal barna og því er um að gera að framleiða skemmtileg TikTok myndbönd með þeim og taka virkan þátt. Leyfa barninu að leikstýra myndbandinu og fara eftir fyrirmælum. Matreiðsla og bakstur Um að gera að nýta haustfríið í það að elda góðan mat og leyfa börnunum að taka virkan þátt. Einnig er tilvalið að baka með þeim. Lykilatriði að leyfa barninu að ráða hvað er í matinn og hvað skal baka. Börn og uppeldi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins Lífið Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum Lífið Tom Cruise stökk úr þyrlu með myndavél Íslendinga Bíó og sjónvarp „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Lífið Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati Lífið Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Lífið María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Lífið Sögulegt parhús í Hlíðunum Lífið Innlit í best skipulögðu íbúðina á Selfossi Lífið Skrýtið að sjá mannfjöldann syngja með á íslensku Lífið Fleiri fréttir Einar og Milla eiga von á dreng Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati „Ég fæddist fyrir þessa stund“ Sögulegt parhús í Hlíðunum Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Innlit í best skipulögðu íbúðina á Selfossi Fögur fljóð og töfrandi stund í Haukadal Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Pussy Riot og Páll Óskar troða upp til stuðnings flóttafólki Skrýtið að sjá mannfjöldann syngja með á íslensku Halla á hátíðarsýningu Attenborough Norðurljósin séu svalasta undur veraldar Arnar og Sara gáfu syninum nafn Atriðin sem Ísland vill ekki fá áfram Í kossaflensi á Beyoncé Ísrael sendir kvörtun til EBU Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Stjörnulífið: Seiðandi ofurskvísur og mæðradagurinn Elskar fallega hælaskó og Prettyboitjokkó Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Næsta lag fjalli um hið íslenska gufubað „Ég varð stjörf af hræðslu“ Krakkatían: Reikistjörnur, regnbogar og kengúrur „Og ég varð snargeðveikur“ Fjölmenni á sjötíu ára afmæli Kópavogs Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Bók skilað eftir 56 ára útlán Sjá meira
Nú stendur yfir haustfrí hjá mörgum nemendum í grunnskólum höfuðborgarsvæðisins. Þetta mun vera nokkuð óhefðbundið haustfrí þar sem almannavarnir hafi mælst til þess að fólk ferðist ekki milli landsfjórðunga vegna útbreiðslu kórónuveirunnar. Svo ofan á það er tuttugu manna samkomubann og því ekki hægt að gera hvað sem er í þessu fríi. Lífið hefur tekið saman tíu skemmtilega hluti sem þó er hægt að gera með börnunum sínum í þessu haustfríi. Inni á vef Reykjavíkurborgar er búið að taka saman nokkur góð atriði sem hægt er að gera og stangast ekki á við sóttvarnarreglur. Frisbígolf í Reykjavík Frisbígolf er skemmtileg íþrótt fyrir alla fjölskylduna. Í borginni eru margir vellir til að spila saman. Sjá kort af öllum frisbígolfvöllum landsins ásamt reglum og leiðbeiningum. Húsverk Taka til í herberginu, búa um rúmið sitt, vaska upp. Tilvalið að setja á góða tónlist og gera húsverkin að leik. Gera æfingar Sniðugt er að gera allskonar æfingar eins og armbeygjur, hnébeygjur, kviðæfingar, öndunaræfingar, sippa og hoppa. Einnig er hægt að finna góð myndbönd á YouTube til að stunda Zumba og yoga fyrir krakka, koma sér vel fyrir og gera saman. Fjölskylduþrautir Á vefsíðu RÚV má finna allskonar fjölskylduþrautir sem hægt er að gera heima og virka þær einstaklega skemmtilegar. Plokka Krakkar hafa gaman af því að fara út og plokka rusl í nærumhverfinu. Það er mjög sniðugt og gefur þeim einnig hreyfingu. Muna sam að nota hanska þegar tína á upp grímur. Ferðafélag barnanna er með virkilega góðan lista á sinni Facebook-síðu og þar er af nægu að taka. Leikir með bolta Hægt er að fara út með börnin á sparkvelli víðsvegar um höfuðborgarsvæðið og æfa sig í fótbolta. En það má einnig nota boltann í aðra leiki. Svo er hægt að finna aðra skemmtilega leiki utandyra eins og má sá hér. Ratleikur Foreldrar geta búið til sína eigin ratleiki fyrir börnin, myndaratleiki til dæmis þar sem börnin eru send út með síma og eiga að taka myndir af ákveðnum hlutum. TikTok Snjallforritið TikTok er gríðarlega vinsælt meðal barna og því er um að gera að framleiða skemmtileg TikTok myndbönd með þeim og taka virkan þátt. Leyfa barninu að leikstýra myndbandinu og fara eftir fyrirmælum. Matreiðsla og bakstur Um að gera að nýta haustfríið í það að elda góðan mat og leyfa börnunum að taka virkan þátt. Einnig er tilvalið að baka með þeim. Lykilatriði að leyfa barninu að ráða hvað er í matinn og hvað skal baka.
Börn og uppeldi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins Lífið Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum Lífið Tom Cruise stökk úr þyrlu með myndavél Íslendinga Bíó og sjónvarp „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Lífið Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati Lífið Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Lífið María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Lífið Sögulegt parhús í Hlíðunum Lífið Innlit í best skipulögðu íbúðina á Selfossi Lífið Skrýtið að sjá mannfjöldann syngja með á íslensku Lífið Fleiri fréttir Einar og Milla eiga von á dreng Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati „Ég fæddist fyrir þessa stund“ Sögulegt parhús í Hlíðunum Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Innlit í best skipulögðu íbúðina á Selfossi Fögur fljóð og töfrandi stund í Haukadal Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Pussy Riot og Páll Óskar troða upp til stuðnings flóttafólki Skrýtið að sjá mannfjöldann syngja með á íslensku Halla á hátíðarsýningu Attenborough Norðurljósin séu svalasta undur veraldar Arnar og Sara gáfu syninum nafn Atriðin sem Ísland vill ekki fá áfram Í kossaflensi á Beyoncé Ísrael sendir kvörtun til EBU Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Stjörnulífið: Seiðandi ofurskvísur og mæðradagurinn Elskar fallega hælaskó og Prettyboitjokkó Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Næsta lag fjalli um hið íslenska gufubað „Ég varð stjörf af hræðslu“ Krakkatían: Reikistjörnur, regnbogar og kengúrur „Og ég varð snargeðveikur“ Fjölmenni á sjötíu ára afmæli Kópavogs Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Bók skilað eftir 56 ára útlán Sjá meira