Inter á toppinn

Anton Ingi Leifsson skrifar
Það var létt yfir Inter mönnum í kvöld.
Það var létt yfir Inter mönnum í kvöld. Gabriele Maltinti/Getty Images

Inter Milan er komið á topp ítölsku úrvalsdeildarinnar eftir 2-0 sigur á Fiorentina í kvöld. Sigurinn kemur Inter einum stigi fram úr grönnunum í AC.

Alexis Sanchez var í byrjunarliði Inter og hann lagði upp fyrsta markið fyrir Nicolo Barella á 31. mínútu. Þannig stóðu leikar í hálfleik.

Það var svo Króatinn Ivan Perisic sem tvöfaldaði forystuna á sjöundu mínútu síðari hálfleiks eftir undirbúning bakvarðarins Achraf Hakimi sem hefur leikið á alls oddi.

Lokatölur 2-0 og Inter verður á toppnum, að minnsta kosti þangað til á sunnudag er AC mætir Crotone á heimavelli. Inter er með 47 stig en AC 46.

Fiorentina er í tólfta sætinu með 22 stig.

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira