Viðskipti innlent

Meta umfjöllun um Ísland á 5,5 milljarða króna

Samúel Karl Ólason skrifar
Það hefur verið lítið um ferðamenn hér á landi á undanförnum mánuðum.
Það hefur verið lítið um ferðamenn hér á landi á undanförnum mánuðum. Vísir/Vilhelm

Rúmlega 1.800 greinar og fréttir sem eiga uppruna í samskiptum erlendra aðila við Íslandsstofu hafa birtust í erlendum fjölmiðlum í fyrra. Verðmæti þessarar umfjöllunar er 5,5 milljarðar króna, samkvæmt reikningum Íslandsstofu.

Þetta kom fram í tilkynningu frá Íslandsstofu sem birt var á föstudaginn en þar segir að umfjöllun þessi hafi náð til um 750 milljónir neytenda á helstu mörkuðum.

Í tilkynningu Íslandsstofu segir einnig að áhugi erlendra fjölmiðla á Íslandi sé mjög mikill.

Síðasta sumar var Íslands í kastljósinu erlendis vegna góðs árangurs í baráttunni gegn Covid-19 og þá var Íslandsstofa í samvinnu með utanríkisráðuneytinu varðandi það að svara fyrirspurnum fjölmiðla. Íslandsstofa segir að þar að auki hafi fyrsti hluti markaðsherferðarinnar Saman í Sókn skilað um þúsund fréttum og greinum um landið.

„Allt árið var einnig unnið markvisst að því minna á Ísland á helstu viðskiptamörkuðum og tryggði það rúmlega 800 fréttir og greinar til viðbótar í fjölmiðlum. Flestar voru í Bandaríkjunum, næst flestar voru í Þýskalandi, því næst í Bretlandi og loks í Frakklandi.“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×