Lífið

Með kjarnorkubyrgi í huga fyrir ostageymslu

Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar
Nokkuð óvenjulegt er að fólk umbreyti kjarnorkubyrgi í hótel, hvað þá ostageymslu.
Nokkuð óvenjulegt er að fólk umbreyti kjarnorkubyrgi í hótel, hvað þá ostageymslu. GETTY

56 herbergja kjarnorkubyrgi á tveimur hæðum er til sölu á 435,000 pund í Devon.

Um er að ræða Hope Cove Bunker í Salcombe sem reist var árið 1941 sem ratsjárstöð í seinni heimsstyrjöldinni en enduruppbyggt árið 1950 sem svæðisbundin stjórnstöð ef til kjarnorkuárásar kæmi í kalda stríðinu. Kort eru í húsnæðinu sem sýna viðbrögð ef af árás yrði.

Tom Lowe hjá Clive Emson Auctioneers sagði í samtali við Sky News að mikill áhugi væri á eigninni.

„Fólk hefur komið að skoða húsnæðið með geymslustað í huga fyrir t.d. osta og vín. Einnig hafa einhverjir skoðað húsnæðið með möguleika á leigu fyrir ýmsa starfsemi í huga. Ásamt fólki með hótelrekstur í huga,“ sagði Lowe.

Christopher Howell, umsjónarmaður byrgisins sagði í samtali við Sky News að húsnæðið væri tilbúið til notkunar ef af kjarnorkusprengingu yrði.

„Hugmyndin var að ef af kjarnorkusprengju yrði þá myndu ákveðnir aðilar safnast saman hér inni,“ sagði Howell í samtali við Sky News.

Í frétt Sky News má sjá myndir innan úr byrginu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×