England

Fréttamynd

Fjögur börn í hópi þeirra mest slösuðu

Fjögur börn voru í hópi þeirra sem slösuðust þegar bíl var ekið á hóp fólks í Liverpool í kvöld. Málið er ekki rannsakað sem hryðjuverk. Einn hefur verið handtekinn og lögregla telur hann hafa verið einan að verki.

Erlent
Fréttamynd

„Bara sjokk hvað maður var ná­lægt þessu“

Íslendingur sem var viðstaddur skrúðgöngu til heiðurs knattspyrnuliðinu Liverpool, þar sem bíl var ekið inn í þvögu fólks, segist í áfalli vegna atburðarins. Hún og foreldrar hennar voru steinsnar frá götunni þar sem bílnum var ekið í mannhafið.

Erlent
Fréttamynd

Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim

Prófessor í stjórnmálafræði segir sögulegan sigur Umbótaflokksins í sveitarstjórnarkosningum í Englandi vekja upp spurningar hvort flokkurinn gæti steypt Íhaldsflokknum af stalli. Sigurinn sé í takt við „skringilega“ skautun víða um heim.

Erlent
Fréttamynd

Munaði sex at­kvæðum

Umbótaflokkurinn (e. Reform) á Bretlandi, hægripopúlistaflokkurinn sem leiddur er af Nigel Farage, vann sigur í aukakosningum í kjördæmi í norðvesturhluta Englands í gær. Flokkurinn hlaut sex atkvæðum fleiri en Verkamannaflokkurinn í kjördæminu Runcorn and Helsby og náði þar með að hirða þingsæti af Verkamannaflokknum.

Erlent
Fréttamynd

Á­kærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld

Lögreglan í Lundúnum hefur ákært 66 ára gamla konu fyrir að hafa banað fimm ára barni með því að setja það í sjóðandi heitt bað. Barnið, sem hét Andrea Bernard, hlaut alvarleg brunasár og lést á sjúkrahúsi rúmum mánuði síðar.

Erlent
Fréttamynd

52 ár fyrir Southport-morðin

Átján ára karlmaður sem játaði að hafa stungið þrjár ungar stelpur til bana í Southport á Englandi var dæmdur í að minnsta kosti 52 ár í fangelsi. Morðin ollu miklum óeirðum í Bretlandi.

Erlent
Fréttamynd

Játaði að hafa myrt þrjár ungar stúlkur í Sout­hport

Átján ára gamall karlmaður játaði að hann hefði stungið þrjár ungar stúlkur til bana og sært tíu aðra í árás í Southport á Englandi þegar réttarhöld hófust yfir honum í morgun. Hann viðurkenndi einnig að hafa eitrið rísín og bækling frá hryðjuverkasamtökunum al-Qaeda í fórum sínum.

Erlent
Fréttamynd

Máluðu gröf Charles Darwin í mót­mæla­skyni

Tvær konur voru handteknar í London eftir að hafa málað á gröf náttúrufræðingsins Charles Darwin. Þær voru á vegum breska loftlagsaðgerðahópsins Just Stop Oil. Hækkun meðalhitastigsins í heiminum árið 2024 náði yfir 1,5°C mörkin.

Erlent
Fréttamynd

Kona lést í skot­á­rás í Lundúnum

Kona á fimmtugsaldri lést þegar skothríð hófst í norðurhluta Lundúna í gærnótt. Tveir karlmenn á fertugsaldri voru særðir og er annar þeirra þungt haldinn á sjúkrahúsi.

Erlent