Innlent

Krefst varanlegra úrbóta vegna ólyktar í Grafarvogi

Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar
239390303_10226818331871231_701407800696113710_n

Íbúar Grafavogs eru orðnir langþreyttir á ólykt sem leggur yfir hverfið að sögn borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins. Hún krefst þess að fundin verði varanleg lausn á vandanum. 

Borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins segir að í fimm ári hafi ólykt lagt frá athafnasvæðinu í Gufunesbæ og yfir Grafarvoginn, íbúum til mikillar óánægju sem að sögn borgarfulltrúans vilji ekki búa við ástandið sem sé nú orðið ólíðandi.

„Enda er þetta það slæmt að fólk getur ekki haft opna glugga og ekki verið úti í görðum heima hjá sér. Svo hefur mikið borið á því í sumar að fólk hefur spurt er lykt núna í gufunesbæ? Get ég farið út með börnin mín?“ sagði Valgerður Sigurðardóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins.

Þá sé lyktin oft viðloðandi á góðviðrisdögum sem sé sérlega hvimleitt. Valgerður segir að í fyrra hafi heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur lofað útbótum en að þær hafi ekki dugað til.

Fyrir helgi óskaði Valgerður á fundi borgarráðs eftir því að fundin verði varanleg lausn á vandanum.

„Ég myndi vilja sjá alla lyktarmengandi starfsemi fara burt úr Gufunesinu, alveg sama frá hvaða fyrirtæki hún kemur.“

Valgerður krefst þess að úrbætur verði kynntar fyrir lok næsta mánaðar. Grafavogsbúar hafa einnig kvartað undan svokölluðum húsflugufaraldri eins og sjá má hér þar sem heitar umræður hafa skapast um óvenju margar húsflugur í hverfinu. Valgerður segir óvíst að tengsl séu á milli ólyktar og fjölda flugna.

„Já það er flugufaraldur í Grafarvogi en ég held að þetta tengist ekki þó ég sé ekki sérfærðingur í flugum.“


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×