Vonar að 500 fái að koma saman og hraðpróf komi í stað fjarlægðartakmarkana Birgir Olgeirsson skrifar 25. ágúst 2021 11:43 Magnús Geir Þórðarson þjóðleikhússtjóri. Vísir/Baldur Ríkisstjórnin fundar á morgun um næstu aðgerðir í baráttunni við faraldurinn en sviðslistafólk hefur verið í samtali við yfirvöld um næstu skref. Magnús Geir Þórðarson, þjóðleikhússtjóri er forsvarsmaður sviðslistastofnana sem hafa átt í samtali við yfirvöld. 200 manns mega koma saman í dag og er grímuskylda þar sem ekki er hægt að tryggja eins metra fjarlægð milli ótengdra aðila. „Við í menningarlífinu erum að vona innilega að það verði hægt að slaka á takmörkunum þannig að það verði auðveldara fyrir fólk að sækja menningarviðburði og sækja sér andlega næringu í menningarhúsin. Þar erum við auðvitað að horfa til að bæði verði hægt að taka á móti fleiri gestum í sal en slaka svolítið á fjarlægðarmörkum og öðrum takmörkunum sem eru í gildi,“ segir Magnús Geir. Hvernig væri hægt að slaka á fjarlægðarmörkum? „Eins og þetta er gert í mörgum löndum og flestum löndum í kringum okkur þá eru minni fjarlægðartakmarkanir og jafnvel engar. Þá koma hraðprófin stundum þar inn á móti, þannig að fólk staðfestir að það sé með nýlegt hraðpróf sem það hefur sótt sér með aðgengilegum og auðveldum hætti og á móti er slakað á þessum nálægðarmörkum,“ segir Magnús Geir. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir hefur lagt til í langtímaminnisblaði sínu að stærri viðburðir geti farið fram gegn því að gestir sýni fram á neikvætt hraðpróf. Bæði hann og Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra hafa sagt í vikunni að tilefni sé til að slaka á því faraldurinn sé á niðurleið og ástandið stöðugt á Landspítalanum. Magnús Geir vonast eftir að hægt verði, núna eða fljótlega, að hækka fjöldatakmarkið úr tvö hundruð upp í fimm hundruð. „Og þannig verði komið eðlilegt umhverfi sem fyrst fyrir viðburðahald og menningarlífið. Það myndi breyta gríðarlega miklu og við finnum að fólk þyrstir í að mæta og koma til okkar. Við erum tilbúin og vonandi verður það hægt og að sjálfsögðu með mjög ábyrgu og yfirveguðu samkomuhaldi eins og verið hefur,“ segir Magnús Geir. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Menning Samkomubann á Íslandi Leikhús Tengdar fréttir Skoðar hvort tilefni sé til að rýmka reglur Sóttvarnalæknir er með minnisblað í smíðum til heilbrigðisráðherra varðandi samkomutakmarkanir á Íslandi. 23. ágúst 2021 11:44 Sammála því að tilefni sé til að slaka á Heilbrigðisráðherra er sammála sóttvarnalækni um að tilefni sé til að slaka á sóttvarnareglum. Sóttvarnalæknir hafi verið samstíga henni að heimila notkun sjálfsprófa, þótt hann mælti ekki með því. 24. ágúst 2021 12:02 Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Um helmingur farþega komst lífs af Erlent Fleiri fréttir Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Sjá meira
Magnús Geir Þórðarson, þjóðleikhússtjóri er forsvarsmaður sviðslistastofnana sem hafa átt í samtali við yfirvöld. 200 manns mega koma saman í dag og er grímuskylda þar sem ekki er hægt að tryggja eins metra fjarlægð milli ótengdra aðila. „Við í menningarlífinu erum að vona innilega að það verði hægt að slaka á takmörkunum þannig að það verði auðveldara fyrir fólk að sækja menningarviðburði og sækja sér andlega næringu í menningarhúsin. Þar erum við auðvitað að horfa til að bæði verði hægt að taka á móti fleiri gestum í sal en slaka svolítið á fjarlægðarmörkum og öðrum takmörkunum sem eru í gildi,“ segir Magnús Geir. Hvernig væri hægt að slaka á fjarlægðarmörkum? „Eins og þetta er gert í mörgum löndum og flestum löndum í kringum okkur þá eru minni fjarlægðartakmarkanir og jafnvel engar. Þá koma hraðprófin stundum þar inn á móti, þannig að fólk staðfestir að það sé með nýlegt hraðpróf sem það hefur sótt sér með aðgengilegum og auðveldum hætti og á móti er slakað á þessum nálægðarmörkum,“ segir Magnús Geir. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir hefur lagt til í langtímaminnisblaði sínu að stærri viðburðir geti farið fram gegn því að gestir sýni fram á neikvætt hraðpróf. Bæði hann og Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra hafa sagt í vikunni að tilefni sé til að slaka á því faraldurinn sé á niðurleið og ástandið stöðugt á Landspítalanum. Magnús Geir vonast eftir að hægt verði, núna eða fljótlega, að hækka fjöldatakmarkið úr tvö hundruð upp í fimm hundruð. „Og þannig verði komið eðlilegt umhverfi sem fyrst fyrir viðburðahald og menningarlífið. Það myndi breyta gríðarlega miklu og við finnum að fólk þyrstir í að mæta og koma til okkar. Við erum tilbúin og vonandi verður það hægt og að sjálfsögðu með mjög ábyrgu og yfirveguðu samkomuhaldi eins og verið hefur,“ segir Magnús Geir.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Menning Samkomubann á Íslandi Leikhús Tengdar fréttir Skoðar hvort tilefni sé til að rýmka reglur Sóttvarnalæknir er með minnisblað í smíðum til heilbrigðisráðherra varðandi samkomutakmarkanir á Íslandi. 23. ágúst 2021 11:44 Sammála því að tilefni sé til að slaka á Heilbrigðisráðherra er sammála sóttvarnalækni um að tilefni sé til að slaka á sóttvarnareglum. Sóttvarnalæknir hafi verið samstíga henni að heimila notkun sjálfsprófa, þótt hann mælti ekki með því. 24. ágúst 2021 12:02 Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Um helmingur farþega komst lífs af Erlent Fleiri fréttir Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Sjá meira
Skoðar hvort tilefni sé til að rýmka reglur Sóttvarnalæknir er með minnisblað í smíðum til heilbrigðisráðherra varðandi samkomutakmarkanir á Íslandi. 23. ágúst 2021 11:44
Sammála því að tilefni sé til að slaka á Heilbrigðisráðherra er sammála sóttvarnalækni um að tilefni sé til að slaka á sóttvarnareglum. Sóttvarnalæknir hafi verið samstíga henni að heimila notkun sjálfsprófa, þótt hann mælti ekki með því. 24. ágúst 2021 12:02