Vilja vita af hverju háhyrningar forðist grindhvali við strendur Íslands Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 3. október 2021 09:01 Háhyrningar við Íslandsstrendur virðast forðast grindhvali. Getty Svo virðist sem að háhyrningar við Íslandsstrendur séu hræddir við grindhvalahvöður, ef marka má umfjöllun The Atlantic um samskipti þessara dýra við Íslandsstrendur. Vísindamenn sem rannsaka háhyrninga hér við land vilja vita hvað veldur. The Atlantic fjallaði á dögunum um rannsóknir The Iceland Orca Project hér við Ísland, en verkefnið miðar að því að rannsaka hegðun háhyrninga hér við land. Titill greinarinnar er „Íslenskir háhyrningar gera hvað sem er til að forðast grindhvali“. Er þar vitnað í vísindamanninn Filipa Samarra sem rannsakar háhyrninga hér við land. Segir hún frá atviki sem átti sér stað við suðurströnd Íslands árið 2015. Þar var hún og hópur vísindamanna að fylgjast með háhyrningum neðansjávar þegar allt í einu heyrðist hárr tónn. Við það þagnaði alveg í háhyrningunum. Tónninn varð hærri og hærri þangað til grindhvalavaða kom í ljós. Háhyrningarnir biðu ekki boðanna og komu sér í burtu með hraði. „Þetta er óvenjulegt vegna þess að háhyrningar eru efstir í fæðukeðjunni,“ er haft eftir Önnu Selbman, vísindamanni við Háskóla Íslands sem tekur þátt í rannsókninni. „Það er óvenjulegt að þeir séu, eða virðist vera, hræddir við eitthvað.“ Samskipti háhyrninga og grindhvala hafa lítið verið rannsökuð, en sjaldgæft er að vísindamenn verði vitni að þeim líkt og árið 2015 hér við Ísland. Samarra telur þó að hún hafi séð viðlíka samskipti í um tuttugu skipti síðan þá. Háhyrningarnir virðast forðast grindhvalina Selbmann segir við The Atlantic að í þessi skipti hafi það yfirleitt verið háhyrningurinn sem hafi forðast grindhvalina. Stundum sjóði þó upp úr og grindhvalirnir elti háhyrningana á miklum hraða. Stærðarmunur er á hvalategundunum tveimur og vilja vísindamenn skilja hvað veldur því að háhyrningarnir, stærri tegundin, forðist grindhvalina, sem eru minni. Hegðun grindhvala í garð háhyrninga er ákveðin ráðgataGetty Í Atlantic segir að fyrri rannsóknir hafi haldið því fram að hvalategundirnir séu að keppa um sömu bráð, en Selbmann telur það ólíklegt í þessu tilviki þar sem háhyrningar við Ísland éti aðallega síld en grindhvalirnir smokkfiska. Mögulega fyrirbyggjandi varnarhegðun Önnur möguleg skýring sé að grindhvalirnir séu að sýna af sér fyrirbyggjandi varnarhegðun. Það sé þó athyglisvert í ljósi þess að háhyrningar ógni ekki grindhvölum. Selbmann bætir við að mögulega viti grindhvalirnir það ekki. Þekkt sé annars staðar að háhyrningar veiði minni hvalategundir. Kannski líti grindhvalirnir á háhyrninga sem ógn hér við Ísland. Einnig er rætt við Steve Fergusson, sjávarspendýrafræðing við Háskólann í Manitoba, sem ekki er tengdur þeim rannsóknum sem tæpt hefur verið á hér að ofan. Hann segir þessa hegðun óvenjulega í ljósi þess að yfirleitt sé þetta öfugt, minni hvaltegundir forðist háhyrninga. Selbmann og Samarra munu halda áfram rannsóknum sínum hér við Ísland. Vísa þær til rannsókna í Noregi þar sem vísindamenn spiluðu háhyrningahljóð fyrir grindhvali. Varð það til þess að grindhvalirnir sinntu beint í átt að hljóðinu. „Við viljum prófa hvort þetta virki í hina áttina,“ segir Selbmann. „Forðast háhyrningar grindhvalahljóð?“ Dýr Umhverfismál Vísindi Mest lesið Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Erlent Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Innlent Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent „Draumar geta ræst“ Innlent Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur Innlent Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Innlent Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Erlent „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Innlent Fleiri fréttir „Draumar geta ræst“ Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Play skuldi Isavia hálfan milljarð króna Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Sjá meira
The Atlantic fjallaði á dögunum um rannsóknir The Iceland Orca Project hér við Ísland, en verkefnið miðar að því að rannsaka hegðun háhyrninga hér við land. Titill greinarinnar er „Íslenskir háhyrningar gera hvað sem er til að forðast grindhvali“. Er þar vitnað í vísindamanninn Filipa Samarra sem rannsakar háhyrninga hér við land. Segir hún frá atviki sem átti sér stað við suðurströnd Íslands árið 2015. Þar var hún og hópur vísindamanna að fylgjast með háhyrningum neðansjávar þegar allt í einu heyrðist hárr tónn. Við það þagnaði alveg í háhyrningunum. Tónninn varð hærri og hærri þangað til grindhvalavaða kom í ljós. Háhyrningarnir biðu ekki boðanna og komu sér í burtu með hraði. „Þetta er óvenjulegt vegna þess að háhyrningar eru efstir í fæðukeðjunni,“ er haft eftir Önnu Selbman, vísindamanni við Háskóla Íslands sem tekur þátt í rannsókninni. „Það er óvenjulegt að þeir séu, eða virðist vera, hræddir við eitthvað.“ Samskipti háhyrninga og grindhvala hafa lítið verið rannsökuð, en sjaldgæft er að vísindamenn verði vitni að þeim líkt og árið 2015 hér við Ísland. Samarra telur þó að hún hafi séð viðlíka samskipti í um tuttugu skipti síðan þá. Háhyrningarnir virðast forðast grindhvalina Selbmann segir við The Atlantic að í þessi skipti hafi það yfirleitt verið háhyrningurinn sem hafi forðast grindhvalina. Stundum sjóði þó upp úr og grindhvalirnir elti háhyrningana á miklum hraða. Stærðarmunur er á hvalategundunum tveimur og vilja vísindamenn skilja hvað veldur því að háhyrningarnir, stærri tegundin, forðist grindhvalina, sem eru minni. Hegðun grindhvala í garð háhyrninga er ákveðin ráðgataGetty Í Atlantic segir að fyrri rannsóknir hafi haldið því fram að hvalategundirnir séu að keppa um sömu bráð, en Selbmann telur það ólíklegt í þessu tilviki þar sem háhyrningar við Ísland éti aðallega síld en grindhvalirnir smokkfiska. Mögulega fyrirbyggjandi varnarhegðun Önnur möguleg skýring sé að grindhvalirnir séu að sýna af sér fyrirbyggjandi varnarhegðun. Það sé þó athyglisvert í ljósi þess að háhyrningar ógni ekki grindhvölum. Selbmann bætir við að mögulega viti grindhvalirnir það ekki. Þekkt sé annars staðar að háhyrningar veiði minni hvalategundir. Kannski líti grindhvalirnir á háhyrninga sem ógn hér við Ísland. Einnig er rætt við Steve Fergusson, sjávarspendýrafræðing við Háskólann í Manitoba, sem ekki er tengdur þeim rannsóknum sem tæpt hefur verið á hér að ofan. Hann segir þessa hegðun óvenjulega í ljósi þess að yfirleitt sé þetta öfugt, minni hvaltegundir forðist háhyrninga. Selbmann og Samarra munu halda áfram rannsóknum sínum hér við Ísland. Vísa þær til rannsókna í Noregi þar sem vísindamenn spiluðu háhyrningahljóð fyrir grindhvali. Varð það til þess að grindhvalirnir sinntu beint í átt að hljóðinu. „Við viljum prófa hvort þetta virki í hina áttina,“ segir Selbmann. „Forðast háhyrningar grindhvalahljóð?“
Dýr Umhverfismál Vísindi Mest lesið Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Erlent Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Innlent Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent „Draumar geta ræst“ Innlent Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur Innlent Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Innlent Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Erlent „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Innlent Fleiri fréttir „Draumar geta ræst“ Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Play skuldi Isavia hálfan milljarð króna Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Sjá meira
Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum