Íslendingar eignast stórmeistara í bridge Jakob Bjarnar skrifar 10. nóvember 2021 22:29 Hjördís hefur farið um heim allan og keppt í Bridge. Þarna er hún stödd á Bali á heimsmeistaramótinu 2013. Hún náði nýverið stórmeistaratitli í íþróttinni, fyrst Íslendinga. World Bridge Federation Hjördís Eyþórsdóttir, sem hefur verið atvinnumaður í bridge í Bandaríkjunum síðastliðin 28 ár, náði stórmeistaratitli kvenna i síðustu viku (Women World Grand Master). Þetta var tilkynnt af World Bridge Federation í Sviss. Hjördís er fyrsti Íslendingurinn til að ná stórmeistaratitli í bridge. Aðeins 75 konur bera þennan eftirsótta titil, þó þátttaka kvenna í bridge sé mjög mikil. Í karlaflokki eru 93 stórmeistarar. „Þetta er árangur sem mjög fáir ná að verða stórmeistari. Þannig að ég er í skýjunum með þetta. Fyrsti Íslendingurinn,“ segir Hjördís í stuttu samtali við Vísi. Hélt hún yrði í USA í eitt ár en síðan eru liðnir þrír áratugir Hún segir það góða spurningu, hvernig það kom til að hún varð atvinnumaður í bridge í Bandaríkjunum. „Bridge-spilari nokkur hringdi í mig og bað mig í ársbyrjun 1994 að koma til Bandaríkjanna að spila. Ég hélt ég yrði í ár og kæmi svo aftur til Íslands. En síðan eru liðin þrjátíu ár.“ Annars fer Hjördís yfir ferilinn og spilamennskuna í podcastþætti sem helgaður er bridge og nálgast má hér neðar. Þó áhugi Íslendinga á bridge hafi dalað nokkuð síðan Íslendingar urðu heimsmeistarar í spilinu fyrir um þrjátíu árum síðar. En milljónir karla og kvenna spila keppnisbridge reglubundið út um alla veröld. Til samanburðar má nefna að það eru nær 1800 stórmeistarar í skák. Það er gríðarlega erfitt að ná þessum titli, því aðeins heimsmeistaramót (undan- og aðalkeppnir) telja til stiga í þeim ferli. Aldrei betri Hjördís náði síðasta áfanganum að titlinum með því að vinna sér sæti í bandaríska kvennalandsliðinu í síðasta mánuði. Reyndar vann hún einnig það einstaka afrek að vinna líka sæti í landsliði Bandaríkjanna í blönduðum flokki (þar sem hvert par stendur saman af konu og karli). Hjördís verður í sex manna landsliði Bandaríkjanna í blönduðum flokki á heimsmeistaramótinu á Ítalíu í mars-apríl á næsta ári. Hjördís varð heimsmeistari kvenna á Bali í Indónesíu árið 2013. Hún hefur unnið 14 Norður Ameríku titla. Það er eftirtektarvert við þennan mikla árangur, að næstum allir titlarnir hafa verið unnir með viðskiptavini, sem eru yfirleitt ekki mjög sterkir í spilinu, en borga laun atvinnumannsins. Sveitin, sem fer til Ítalíu í vor er með tvo áhugamenn sem borga sérstaklega fyrir að fá að spila. Bridge er ólíkt skákinni í því að spilararnir styrkjast með hækkandi aldri; og eftir því sem Vísir kemst næst hefur Hjördís aldrei haft betri tök á þessu mjög flókna spili en einmitt núna. Bridge Mest lesið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Menning Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Króli trúlofaður Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Fleiri fréttir Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Króli trúlofaður Jólagjafir íslenskra vinnustaða Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Sjá meira
Þetta var tilkynnt af World Bridge Federation í Sviss. Hjördís er fyrsti Íslendingurinn til að ná stórmeistaratitli í bridge. Aðeins 75 konur bera þennan eftirsótta titil, þó þátttaka kvenna í bridge sé mjög mikil. Í karlaflokki eru 93 stórmeistarar. „Þetta er árangur sem mjög fáir ná að verða stórmeistari. Þannig að ég er í skýjunum með þetta. Fyrsti Íslendingurinn,“ segir Hjördís í stuttu samtali við Vísi. Hélt hún yrði í USA í eitt ár en síðan eru liðnir þrír áratugir Hún segir það góða spurningu, hvernig það kom til að hún varð atvinnumaður í bridge í Bandaríkjunum. „Bridge-spilari nokkur hringdi í mig og bað mig í ársbyrjun 1994 að koma til Bandaríkjanna að spila. Ég hélt ég yrði í ár og kæmi svo aftur til Íslands. En síðan eru liðin þrjátíu ár.“ Annars fer Hjördís yfir ferilinn og spilamennskuna í podcastþætti sem helgaður er bridge og nálgast má hér neðar. Þó áhugi Íslendinga á bridge hafi dalað nokkuð síðan Íslendingar urðu heimsmeistarar í spilinu fyrir um þrjátíu árum síðar. En milljónir karla og kvenna spila keppnisbridge reglubundið út um alla veröld. Til samanburðar má nefna að það eru nær 1800 stórmeistarar í skák. Það er gríðarlega erfitt að ná þessum titli, því aðeins heimsmeistaramót (undan- og aðalkeppnir) telja til stiga í þeim ferli. Aldrei betri Hjördís náði síðasta áfanganum að titlinum með því að vinna sér sæti í bandaríska kvennalandsliðinu í síðasta mánuði. Reyndar vann hún einnig það einstaka afrek að vinna líka sæti í landsliði Bandaríkjanna í blönduðum flokki (þar sem hvert par stendur saman af konu og karli). Hjördís verður í sex manna landsliði Bandaríkjanna í blönduðum flokki á heimsmeistaramótinu á Ítalíu í mars-apríl á næsta ári. Hjördís varð heimsmeistari kvenna á Bali í Indónesíu árið 2013. Hún hefur unnið 14 Norður Ameríku titla. Það er eftirtektarvert við þennan mikla árangur, að næstum allir titlarnir hafa verið unnir með viðskiptavini, sem eru yfirleitt ekki mjög sterkir í spilinu, en borga laun atvinnumannsins. Sveitin, sem fer til Ítalíu í vor er með tvo áhugamenn sem borga sérstaklega fyrir að fá að spila. Bridge er ólíkt skákinni í því að spilararnir styrkjast með hækkandi aldri; og eftir því sem Vísir kemst næst hefur Hjördís aldrei haft betri tök á þessu mjög flókna spili en einmitt núna.
Bridge Mest lesið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Menning Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Króli trúlofaður Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Fleiri fréttir Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Króli trúlofaður Jólagjafir íslenskra vinnustaða Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Sjá meira