Milan heldur í við nágranna sína en Roma fjarlægist Meistaradeildarsæti Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 6. janúar 2022 19:32 Rafael Leao skoraði þriðja og seinasta mark AC Milan eftir stoðsendingu frá Zlatan Ibrahimovic. Giuseppe Cottini/Getty Images AC Milan vann 3-1 sigur er liðið tók á móti Roma í ítölsku úrvalsdeildinni í fótbolta í kvöld. Eftir sigurinn er Milan nú aðeins einu stigi á eftir nágrönnum sínum Inter á toppnum. Heimamenn komust yfir strax á áttundu mínútu með marki frá Olivier Giroud úr vítaspyrnu eftir að Tammy Abraham handlék knöttinn innan eigin vítateigs. Junior Messias tvöfaldaði svo forystu Milan á 17. mínútu þegar hann renndi boltanum í autt netið eftir að Olivier Giroud hafði skotið í stöng. Tammy Abraham bætti svo upp fyrir vítaspyrnudóminn þegar hann minnnkaði muninn í 2-1 fimm mínútum fyrir hálfleik og þannig var staðan þegar gengið var til búningsherbergja. Gestirnir gerðu sér svo engan greiða þegar Rick Karsdorp fékk að líta sitt annað gula spjald og þar með rautt á 74. mínútu, og Roma þurfti því að spila manni færri seinasta stundarfjórðunginn. AC Milan nýtti sér liðsmuninn, en Rafael Leao tryggði 3-1 sigur heimamanna á 82. mínútu eftir stoðsendingu frá Zlatan Ibrahimovic. Zlatan fékk svo reyndar tækifæri í uppbótartíma til að skora sjálfur af vítapunktinum, en Rui Patricio varði frá honum Eftir sigurinn er AC Milan í öðru sæti með 45 stig, nú aðeins einu stigi á eftir nágrönnum sínum í Inter sem tróna á toppnum. AC Milan hefur þó leikið einum leik meira. Roma situr hins vegar í sjöunda sætir deildarinnar með 32 stig, átta stigum á eftir Atalanta sem situr í fjórða og seinasta Meistaradeildarsætinu. Ítalski boltinn
AC Milan vann 3-1 sigur er liðið tók á móti Roma í ítölsku úrvalsdeildinni í fótbolta í kvöld. Eftir sigurinn er Milan nú aðeins einu stigi á eftir nágrönnum sínum Inter á toppnum. Heimamenn komust yfir strax á áttundu mínútu með marki frá Olivier Giroud úr vítaspyrnu eftir að Tammy Abraham handlék knöttinn innan eigin vítateigs. Junior Messias tvöfaldaði svo forystu Milan á 17. mínútu þegar hann renndi boltanum í autt netið eftir að Olivier Giroud hafði skotið í stöng. Tammy Abraham bætti svo upp fyrir vítaspyrnudóminn þegar hann minnnkaði muninn í 2-1 fimm mínútum fyrir hálfleik og þannig var staðan þegar gengið var til búningsherbergja. Gestirnir gerðu sér svo engan greiða þegar Rick Karsdorp fékk að líta sitt annað gula spjald og þar með rautt á 74. mínútu, og Roma þurfti því að spila manni færri seinasta stundarfjórðunginn. AC Milan nýtti sér liðsmuninn, en Rafael Leao tryggði 3-1 sigur heimamanna á 82. mínútu eftir stoðsendingu frá Zlatan Ibrahimovic. Zlatan fékk svo reyndar tækifæri í uppbótartíma til að skora sjálfur af vítapunktinum, en Rui Patricio varði frá honum Eftir sigurinn er AC Milan í öðru sæti með 45 stig, nú aðeins einu stigi á eftir nágrönnum sínum í Inter sem tróna á toppnum. AC Milan hefur þó leikið einum leik meira. Roma situr hins vegar í sjöunda sætir deildarinnar með 32 stig, átta stigum á eftir Atalanta sem situr í fjórða og seinasta Meistaradeildarsætinu.
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti