Viðskipti innlent

Loka Jömm í Kringlunni og leita upp­runans

Bjarki Sigurðsson skrifar
Jömm í Kringlunni
Jömm í Kringlunni Kringlan

Í dag er seinasti opnunardagur veitingastaðar Jömm í Kringlunni. Í samtali við Vísi segir Sæunn Ingibjörg Marinósdóttir, eigandi Jömm, að þau stefni á að fara „back to basics“.

Veitingastaður Jömm var fyrst um sinn hluti af mathöllinni í Skeifunni sem var starfrækt sumarið 2018. Staðnum í Skeifunni var lokað undir lok sumarsins og var opnað útibú í Mathöllinni í Kringlunni í maí 2019. Nú, tæpum þremur árum seinna, á hins vegar að leita að upprunanum.

„Jömm er vörumerki sem á illa heima í verslunarmiðstöðvum og okkur langar að finna upprunann aftur. Við byrjuðum í gámi og fórum svo í Kringluna en höfum aldrei passað þar inn,“ segir Sæunn.

 Til stendur að kaupa matarvagn og starfrækja veitingastað úr honum.

Vöruþróun framundan

Hún segir að Jömm-vörurnar verði enn í verslunum og til standi að fara í meiri vöruþróun eftir lokun veitingastaðarins.

„Það er enn þá hægt að panta partýmat og við erum enn þá með fyrirtækjaþjónustu þannig við erum enn innan seilingar,“ segir Sæunn

Hún bendir á að þeir sem eigi gjafakort hjá Jömm geti notað þau í Vegan búðinni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×