Umfjöllun: Hvíta-Rússland - Ísland 0-5 | Ísland með öruggan fimm marka sigur á Hvíta-Rússlandi Ingvi Þór Sæmundsson og Kristín Björk Ingimarsdóttir skrifa 7. apríl 2022 15:15 Fyrirliðinn Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir og Dagný Brynjarsdóttir ætla sér að komast á HM. VÍSIR/HULDA MARGRÉT Ísland mætti Hvíta-Rússlandi í undankeppni HM kvenna í fótbolta í dag. Leikurinn fór fram á Bojan Majic Stadium í Belgrad. Íslensku stelpurnar mættu öflugar til leiks og sigruðu 5-0. Með sigrinum fara þær á topp riðilsins og mæta Tékklandi næsta þriðjudag, þar þurfa þær jafntefli til þess að tryggja sæti á HM. Dagný Brynjarsdóttir opnaði markareikning Íslendinga þegar um stundarfjórðungur var liðin. Tæplega tíu mínútum seinna skoraði Gunnhildur Yrsa og kom Íslendingum í 2-0. Berglind Þorvaldsdóttir kom Íslenska liðinu þremur mörkum yfir um mínútu seinna. Karólína Lea Vilhjálmsdóttir skoraði tvö mörk í röð og kom Íslandi í 5-0 Dagný Brynjarsdóttir og Glódís Perla Viggósdóttir voru báðar í byrjunarliði Íslands og náðu þeim merka áfanga að spila sinn 100 landsleik fyrir Ísland í dag. Þær voru heiðraðar af Vöndu Sigurgeirsdóttur, formanni KSÍ fyrir leik. Á fyrstu fimm mínútum leiksins skiptust liðin á að spila boltanum upp völlinn og náði hvorugt liðið að spila boltanum almennilega. Ísland tók stjórnina þegar rúmlega fimm mínútur voru liðnar af fyrri hálfleik og kom hvert dauðafærið á fætur öðru. Það dró til tíðinda þegar um stundarfjórðungur var liðinn, Sveindís Jane Jónsdóttir tók langt innkast, boltinn lenti hjá Glódísi Perlu sem kom honum áfram til Gunnhildar Yrsu sem kom honum á Dagnýju Brynjarsdóttur sem kláraði og skoraði mark í sínum 100. landsleik. Íslensku stelpurnar voru hættulegar eftir markið og liðu tæplega tíu mínútur þar til annað mark Íslands kom. Karolína tók aukaspyrnu af hægri kantinum, Dagný skallaði boltann en Voskobovich varði. Gunnhildur og Berglind voru fljótar að bregðast við og náði Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir að koma boltanum í netið. Staðan 2-0. Það leið rétt um mínúta þar til að þriðja mark Íslendinga kom. Sveindís var með sendingu inn í teiginn á Berglindi Þorvaldsdóttur sem gerði sér lítið fyrir og skoraði. Staðan orðin 3-0. Íslensku stelpurnar voru stór hættulegar það sem eftir lifði fyrri hálfleiks og áttu þær Hvít-Rússnesku í fullu fangi með að verjast. Ekki kom annað mark og staðan því 3-0 þegar að Króatísku dómararnir flautuðu til loka fyrri hálfleiks. Það voru tæpar þrjár mínútur liðnar af seinni hálfleik þegar Íslenska liðið fékk aukaspyrnu. Karólína Lea Vilhjámsdóttir tók spyrnuna yfir varnarvegg Hvít-Rússlenska liðsins og í markið, 4-0. Fimmta mark Íslenska liðsins kom þegar rúmlega tíu mínútur voru liðnar af seinni háfleiknum. Sveindís Jane tekur góðan sprett og kemur boltanum á Karólínu Leu sem er búin að staðsetja sig vel inn í teignum og skorar. Eftir fimmta mark Íslendinga komst Hvíta-Rússland varla yfir á vallarhelming Íslenska liðsins. Íslenska liði hélt uppteknum í þessum leik þar sem þær komu sér í góð færi og áttu þær Hvít-Rússnesku í fullu fangi með að verjast. Ekki komu fleiri mörk í þennan leik og lokatölur því 5-0 fyrir Íslandi. HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Landslið kvenna í fótbolta
Ísland mætti Hvíta-Rússlandi í undankeppni HM kvenna í fótbolta í dag. Leikurinn fór fram á Bojan Majic Stadium í Belgrad. Íslensku stelpurnar mættu öflugar til leiks og sigruðu 5-0. Með sigrinum fara þær á topp riðilsins og mæta Tékklandi næsta þriðjudag, þar þurfa þær jafntefli til þess að tryggja sæti á HM. Dagný Brynjarsdóttir opnaði markareikning Íslendinga þegar um stundarfjórðungur var liðin. Tæplega tíu mínútum seinna skoraði Gunnhildur Yrsa og kom Íslendingum í 2-0. Berglind Þorvaldsdóttir kom Íslenska liðinu þremur mörkum yfir um mínútu seinna. Karólína Lea Vilhjálmsdóttir skoraði tvö mörk í röð og kom Íslandi í 5-0 Dagný Brynjarsdóttir og Glódís Perla Viggósdóttir voru báðar í byrjunarliði Íslands og náðu þeim merka áfanga að spila sinn 100 landsleik fyrir Ísland í dag. Þær voru heiðraðar af Vöndu Sigurgeirsdóttur, formanni KSÍ fyrir leik. Á fyrstu fimm mínútum leiksins skiptust liðin á að spila boltanum upp völlinn og náði hvorugt liðið að spila boltanum almennilega. Ísland tók stjórnina þegar rúmlega fimm mínútur voru liðnar af fyrri hálfleik og kom hvert dauðafærið á fætur öðru. Það dró til tíðinda þegar um stundarfjórðungur var liðinn, Sveindís Jane Jónsdóttir tók langt innkast, boltinn lenti hjá Glódísi Perlu sem kom honum áfram til Gunnhildar Yrsu sem kom honum á Dagnýju Brynjarsdóttur sem kláraði og skoraði mark í sínum 100. landsleik. Íslensku stelpurnar voru hættulegar eftir markið og liðu tæplega tíu mínútur þar til annað mark Íslands kom. Karolína tók aukaspyrnu af hægri kantinum, Dagný skallaði boltann en Voskobovich varði. Gunnhildur og Berglind voru fljótar að bregðast við og náði Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir að koma boltanum í netið. Staðan 2-0. Það leið rétt um mínúta þar til að þriðja mark Íslendinga kom. Sveindís var með sendingu inn í teiginn á Berglindi Þorvaldsdóttur sem gerði sér lítið fyrir og skoraði. Staðan orðin 3-0. Íslensku stelpurnar voru stór hættulegar það sem eftir lifði fyrri hálfleiks og áttu þær Hvít-Rússnesku í fullu fangi með að verjast. Ekki kom annað mark og staðan því 3-0 þegar að Króatísku dómararnir flautuðu til loka fyrri hálfleiks. Það voru tæpar þrjár mínútur liðnar af seinni hálfleik þegar Íslenska liðið fékk aukaspyrnu. Karólína Lea Vilhjámsdóttir tók spyrnuna yfir varnarvegg Hvít-Rússlenska liðsins og í markið, 4-0. Fimmta mark Íslenska liðsins kom þegar rúmlega tíu mínútur voru liðnar af seinni háfleiknum. Sveindís Jane tekur góðan sprett og kemur boltanum á Karólínu Leu sem er búin að staðsetja sig vel inn í teignum og skorar. Eftir fimmta mark Íslendinga komst Hvíta-Rússland varla yfir á vallarhelming Íslenska liðsins. Íslenska liði hélt uppteknum í þessum leik þar sem þær komu sér í góð færi og áttu þær Hvít-Rússnesku í fullu fangi með að verjast. Ekki komu fleiri mörk í þennan leik og lokatölur því 5-0 fyrir Íslandi.
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti