Áfrýjar í nauðgunarmáli Ronaldo Valur Páll Eiríksson skrifar 21. ágúst 2022 15:30 Málið gegn Ronaldo hefur dregist töluvert og mun gera það enn frekar. EPA-EFE/Peter Powell Kathryn Mayorga hefur áfrýjað ákvörðun héraðsdómara í Bandaríkjunum sem vísaði í sumar frá lögsókn sem hún höfðaði gegn fótboltastjörnunni Cristiano Ronaldo vegna meintar nauðgunar árið 2009. Mayorga ásakar Ronaldo um að hafa brotið á sér í þakíbúð í Las Vegas sumarið 2009, en sama sumar gekk hann í raðir Real Madrid frá Manchester United og varð dýrasti knattspyrnumaður heims á þeim tíma. Málið komst fyrst í fjölmiðla árið 2017 en það hafði verið afgreitt árið 2010 þar sem lögmenn Mayorga og Ronaldo sættust á 275 þúsund punda sáttagreiðslu svo að málið yrði látið niður falla. Upphæðin jafngildir tæplega 46 milljónum króna. Mayorga tók málið upp að nýju þegar það komst í fjölmiðla 2017 en saksóknarar vestanhafs ákváðu að aðhafast ekki í málinu og settu ekki fram kæru gegn Ronaldo eftir að hafa farið yfir atriði máls. Mayorga höfðaði þá einkamál gegn Ronaldo árið 2018 en féll frá því máli ári síðar. Ekki lá ljóst fyrir hvort að Ronaldo hafi greitt frekari bætur á þeim tímapunkti. Hún höfðaði annað mál í fyrra en því var vísað frá af héraðsdómaranum Jennifer Dorsey í sumar. Dorsey sakaði lögmann Mayorga um blekkingar og að hafa sett fram illa fengin skjöl í málinu. Enn fremur sagði dómarinn sagði rökin að baki lögsókninni bæði „fáránleg og ósannfærandi“. Eftir að málinu var vísað frá lögsóttu lögmenn Ronaldos lögmann Mayorga og kröfðu um bætur upp á 626 þúsund pund, um 83 milljónir króna. Lögmenn Mayorga hafa nú áfrýjað ákvörðun Dorsey og verður sú áfrýjun tekin til skoðunar fyrir rétti í San Francisco á þriðjudaginn kemur. Mayorga krefst 54 milljón punda skaðabóta frá Ronaldo vegna meintrar nauðgunarinnar, tæplega níu milljarða króna - um 200 sinnum hærri upphæð en hún fékk greidda árið 2010. Ronaldo hefur alla tíð neitað sök en eftir að Mayorga höfðaði málið opinberlega árið 2018 sagði hann: „Ég neita staðfastlega öllum þeim ásökunum sem eru á mig lagðar. Nauðgun er viðurstyggilegur glæpur sem gengur gegn öllu því sem ég er og trúi á“. Bandaríkin Kynferðisofbeldi Tengdar fréttir Almenningur gæti fengið að sjá lögregluskýrsluna um Cristiano Ronaldo Alríkisdómstóll í Las Vegas hefur opnað á möguleikann á því að skýrsla Las Vegas lögreglunnar um Cristiano Ronaldo verði gerð opinber. 17. mars 2022 09:31 Nauðgunarmál á hendur Ronaldo fellt niður Saksóknarar töldu nægilegar sannanir fyrir meintri nauðgun ekki vera til staðar. 22. júlí 2019 20:06 Nauðgunarkæra gegn Cristiano Ronaldo felld niður Ekki kemur fram í dómskjölum hvort að Ronaldo hafi gert sátt við konu sem sakaði hann um nauðgun í Las Vegas fyrir tíu árum. 5. júní 2019 08:44 Yfirlýsing Cristiano Ronaldo: Gögn í nauðgunarmálinu bæði illa fengin og uppskálduð Gögn sem Kathryn Mayorga og lögmenn hennar búa yfir í málsókn hennar á hendur knattspyrnumanninum Cristiano Ronaldo vegna meintrar nauðgunar eru bæði illa fengin og uppskálduð að sögn lögfræðings Portúgalans sem gaf út yfirlýsingu fyrir hans hönd í dag. 10. október 2018 19:00 Mest lesið Curacao tók HM-metið af Íslandi í nótt Fótbolti Heimir sagði Ronaldo að hann væri himinlifandi með þetta Fótbolti Trump hitti Ronaldo: Held að sonur minn virði föður sinn aðeins meira núna Fótbolti Nú verður hægt að „drekka“ íslensku dæturnar Sport Siggi Raggi fann sláandi tölfræði um íslenska karlalandsliðið Fótbolti Norskur landsliðsmaður í tveggja vikna skilorðsbundið fangelsi Fótbolti Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Íslenski boltinn „Hefði verið vondur tímapunktur í allri neikvæðninni“ Fótbolti Sviptur fyrirliðabandinu fyrir að hunsa stuðningsmenn Fótbolti Eftirmaður Heimis Hallgrímssonar hættur Fótbolti Fleiri fréttir Óttast að Gabriel verði frá fram á næsta ár Orðaður við Liverpool og með 65 milljóna punda riftunarákvæði í janúar Sesko úr leik fram í desember Liverpool-stjarnan grét í leikslok Lofar að fara sparlega með Isak Hjammi með mikla reynslu: „Kannski ekkert sérstakt í tuttugu tilraunum“ Stefnir Manchester United vegna „kynferðislegs og líkamlegs ofbeldis“ Fantasýn: Bara nítján stigum frá toppnum á Íslandi Segir Liverpool „fá ekkert“ út úr því að nota Mo Salah svona Fyrrum United-maður sakaður um að hrækja á stuðningsmenn Úlfarnir komnir með nýjan þjálfara „Ráðafólk fótboltans verður að hlusta á áhyggjur kvenna“ Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima „Menn beita öllum brögðum“ Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Kaldasta fagnið í bransanum orðið að vörumerki Liverpool kvartar í dómarasamtökunum „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Mætti sínu gamla liði í fyrsta sinn og skoraði tvö sjálfsmörk Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Sanngjarn heimasigur Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Sjá meira
Mayorga ásakar Ronaldo um að hafa brotið á sér í þakíbúð í Las Vegas sumarið 2009, en sama sumar gekk hann í raðir Real Madrid frá Manchester United og varð dýrasti knattspyrnumaður heims á þeim tíma. Málið komst fyrst í fjölmiðla árið 2017 en það hafði verið afgreitt árið 2010 þar sem lögmenn Mayorga og Ronaldo sættust á 275 þúsund punda sáttagreiðslu svo að málið yrði látið niður falla. Upphæðin jafngildir tæplega 46 milljónum króna. Mayorga tók málið upp að nýju þegar það komst í fjölmiðla 2017 en saksóknarar vestanhafs ákváðu að aðhafast ekki í málinu og settu ekki fram kæru gegn Ronaldo eftir að hafa farið yfir atriði máls. Mayorga höfðaði þá einkamál gegn Ronaldo árið 2018 en féll frá því máli ári síðar. Ekki lá ljóst fyrir hvort að Ronaldo hafi greitt frekari bætur á þeim tímapunkti. Hún höfðaði annað mál í fyrra en því var vísað frá af héraðsdómaranum Jennifer Dorsey í sumar. Dorsey sakaði lögmann Mayorga um blekkingar og að hafa sett fram illa fengin skjöl í málinu. Enn fremur sagði dómarinn sagði rökin að baki lögsókninni bæði „fáránleg og ósannfærandi“. Eftir að málinu var vísað frá lögsóttu lögmenn Ronaldos lögmann Mayorga og kröfðu um bætur upp á 626 þúsund pund, um 83 milljónir króna. Lögmenn Mayorga hafa nú áfrýjað ákvörðun Dorsey og verður sú áfrýjun tekin til skoðunar fyrir rétti í San Francisco á þriðjudaginn kemur. Mayorga krefst 54 milljón punda skaðabóta frá Ronaldo vegna meintrar nauðgunarinnar, tæplega níu milljarða króna - um 200 sinnum hærri upphæð en hún fékk greidda árið 2010. Ronaldo hefur alla tíð neitað sök en eftir að Mayorga höfðaði málið opinberlega árið 2018 sagði hann: „Ég neita staðfastlega öllum þeim ásökunum sem eru á mig lagðar. Nauðgun er viðurstyggilegur glæpur sem gengur gegn öllu því sem ég er og trúi á“.
Bandaríkin Kynferðisofbeldi Tengdar fréttir Almenningur gæti fengið að sjá lögregluskýrsluna um Cristiano Ronaldo Alríkisdómstóll í Las Vegas hefur opnað á möguleikann á því að skýrsla Las Vegas lögreglunnar um Cristiano Ronaldo verði gerð opinber. 17. mars 2022 09:31 Nauðgunarmál á hendur Ronaldo fellt niður Saksóknarar töldu nægilegar sannanir fyrir meintri nauðgun ekki vera til staðar. 22. júlí 2019 20:06 Nauðgunarkæra gegn Cristiano Ronaldo felld niður Ekki kemur fram í dómskjölum hvort að Ronaldo hafi gert sátt við konu sem sakaði hann um nauðgun í Las Vegas fyrir tíu árum. 5. júní 2019 08:44 Yfirlýsing Cristiano Ronaldo: Gögn í nauðgunarmálinu bæði illa fengin og uppskálduð Gögn sem Kathryn Mayorga og lögmenn hennar búa yfir í málsókn hennar á hendur knattspyrnumanninum Cristiano Ronaldo vegna meintrar nauðgunar eru bæði illa fengin og uppskálduð að sögn lögfræðings Portúgalans sem gaf út yfirlýsingu fyrir hans hönd í dag. 10. október 2018 19:00 Mest lesið Curacao tók HM-metið af Íslandi í nótt Fótbolti Heimir sagði Ronaldo að hann væri himinlifandi með þetta Fótbolti Trump hitti Ronaldo: Held að sonur minn virði föður sinn aðeins meira núna Fótbolti Nú verður hægt að „drekka“ íslensku dæturnar Sport Siggi Raggi fann sláandi tölfræði um íslenska karlalandsliðið Fótbolti Norskur landsliðsmaður í tveggja vikna skilorðsbundið fangelsi Fótbolti Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Íslenski boltinn „Hefði verið vondur tímapunktur í allri neikvæðninni“ Fótbolti Sviptur fyrirliðabandinu fyrir að hunsa stuðningsmenn Fótbolti Eftirmaður Heimis Hallgrímssonar hættur Fótbolti Fleiri fréttir Óttast að Gabriel verði frá fram á næsta ár Orðaður við Liverpool og með 65 milljóna punda riftunarákvæði í janúar Sesko úr leik fram í desember Liverpool-stjarnan grét í leikslok Lofar að fara sparlega með Isak Hjammi með mikla reynslu: „Kannski ekkert sérstakt í tuttugu tilraunum“ Stefnir Manchester United vegna „kynferðislegs og líkamlegs ofbeldis“ Fantasýn: Bara nítján stigum frá toppnum á Íslandi Segir Liverpool „fá ekkert“ út úr því að nota Mo Salah svona Fyrrum United-maður sakaður um að hrækja á stuðningsmenn Úlfarnir komnir með nýjan þjálfara „Ráðafólk fótboltans verður að hlusta á áhyggjur kvenna“ Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima „Menn beita öllum brögðum“ Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Kaldasta fagnið í bransanum orðið að vörumerki Liverpool kvartar í dómarasamtökunum „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Mætti sínu gamla liði í fyrsta sinn og skoraði tvö sjálfsmörk Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Sanngjarn heimasigur Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Sjá meira
Almenningur gæti fengið að sjá lögregluskýrsluna um Cristiano Ronaldo Alríkisdómstóll í Las Vegas hefur opnað á möguleikann á því að skýrsla Las Vegas lögreglunnar um Cristiano Ronaldo verði gerð opinber. 17. mars 2022 09:31
Nauðgunarmál á hendur Ronaldo fellt niður Saksóknarar töldu nægilegar sannanir fyrir meintri nauðgun ekki vera til staðar. 22. júlí 2019 20:06
Nauðgunarkæra gegn Cristiano Ronaldo felld niður Ekki kemur fram í dómskjölum hvort að Ronaldo hafi gert sátt við konu sem sakaði hann um nauðgun í Las Vegas fyrir tíu árum. 5. júní 2019 08:44
Yfirlýsing Cristiano Ronaldo: Gögn í nauðgunarmálinu bæði illa fengin og uppskálduð Gögn sem Kathryn Mayorga og lögmenn hennar búa yfir í málsókn hennar á hendur knattspyrnumanninum Cristiano Ronaldo vegna meintrar nauðgunar eru bæði illa fengin og uppskálduð að sögn lögfræðings Portúgalans sem gaf út yfirlýsingu fyrir hans hönd í dag. 10. október 2018 19:00