Veður

Þung­búið vestan­til og fal­legur haust­dagur í vændum fyrir austan

Atli Ísleifsson skrifar
Hiti yfirleitt á bilinu þrjú til átta stig.
Hiti yfirleitt á bilinu þrjú til átta stig. Vísir/Vilhelm

Útlit er fyrir áframhaldandi suðvestanátt í dag. Má reikna með fimm til tíu metrum á sekúndu víðast en tíu til fimmtán metrar á sekúndu um landið norðvestanvert.

Á vef Veðurstofunnar kemur fram að ávestanverðu landinu verði þungbúið og dálítil súld eða rigning.

„Á austurhelmingi landsins verður hins vegar léttskýjað og fallegur haustdagar í vændum þar. Hiti yfirleitt á bilinu 3 til 8 stig.

Á morgun snýst í austlæga átt, en vindur hægur víðast hvar. Það rofar til vestanlands og ætti að sjást til sólar þar þegar kemur fram á daginn. Smáskúrir verða viðloðandi nærri suðurströndinni á morgun og þegar líða fer að kvöldi færast ský yfir austan- og norðanvert landið. Útlit er fyrir að það verði eilítið kaldara á morgun en í dag,“ segir í hugleiðingum veðurfræðings á vef Veðurstofunnar.

Spákort fyrir klukkan 14 í dag.Veðurstofan

Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á fimmtudag: Snýst í austan 3-8 m/s, en 8-13 við suðurströndina. Skýjað með köflum og yfirleitt þurrt. Hiti 1 til 6 stig, en vægt frost norðaustanlands.

Á föstudag: Norðaustan 3-8, skýjað og dálítil él við norður- og austurströndina, en bjartviðri suðvestanlands. Hiti 0 til 6 stig, en vægt frost í innsveitum.

Á laugardag (fyrsti vetrardagur): Hæg suðlæg eða breytileg átt, skýjað með köflum og dálítil væta syðst. Hiti 1 til 5 stig á Suður- og Vesturlandi, annars um eða undir frostmarki.

Á sunnudag: Suðaustan 5-15, hvassast vestast á landinu. Lítilsháttar væta sunnan- og vestanlands, en bjartviðri á Norður- og Austurlandi. Hiti 1 til 7 stig.

Á mánudag og þriðjudag: Austlæg eða breytileg átt og rigning með köflum í flestum landshlutum. Hlýnar heldur í veðri.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×