Óttast flóð í Ölfusá vegna mikillar hláku framundan Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 17. janúar 2023 21:30 Ölfusá, sem er meira og minna öll ísilögð þessa dagana. Magnús Hlynur Hreiðarsson Formaður Almannavarnaráðs Árborgar hvetur íbúa á Selfossi að vera ekki á óþarfa vappi í kringum Ölfusá á föstudaginn þegar spáð er asahláku á svæðinu. Elstu menn muna ekki jafn mikinn klaka í ánni eins og þessa dagana. Ölfusá er vatnsmesta á landsins. Áin er núna meira og minna öll ísilögð og klakastíflur hafa myndast í ánni. Almannavarnaráð Árborgar kom saman í morgun vegna ástandsins og hlákunnar, sem spáð er á föstudaginn. „Áin er ísilögð hér upp með öllu og það hefur safnast mikið íshröngl fyrir og elstu menn muna ekki annað eins af ís margir hverjir, þannig að það verður úr vöndu að ráða þegar það fer að hlána. Það spáir mikilli rigningu og talsverðum hlýindum en það er spurning eftir svona mánaðar frost, hvort að það sé nógu langt til að hreyfa við því en þetta veit ég auðvitað ekki,“ segir Kjartan Björnsson, formaður Almannavarnaráðs Árborgar. Starfsmenn Árborgar voru að kanna í dag hvort dælur neðan jarðar í kringum Ölfusá væru ekki allar í lagi þurfi að nota þær. Mikið flóð var í ánni árin 1948 og 1968. „Það flæddi hér þá út um allt eins og yfir Þóristúnið og alveg upp að Austurvegi, þannig að það er alveg von á því ef það verður mikið flóð en við vonum að til þess komi ekki,” bætir Kjartan við. Formaður Almannavarnaráðs Árborgar, Kjartan Björnsson. Ráðið mun hittast aftur á fundi á fimmtudaginn.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og Kjartan á þessi skilaboð til íbúa á Selfossi. „Við viljum bara hvetja íbúana að fara í forvarnir, losa niðurföll og annað slíkt og auðvitað skemmir það ekki fyrir hjá þeim, sem eiga heima næst ánni að setja sandpoka fyrir niðurföll ef af yrði en ég tek það alveg skýrt fram að við erum í rauninni bara að undirbúa viðbragðið,” segir Kjartan og bætir við. „Og svo síðdegis á fimmtudag þá mælumst við auðvitað til þess þegar það fer að hlána á föstudaginn að fólk sé ekki á óþarfa vappi í kringum ána, því auðvitað vitum við ekkert hvað getur gerst og það er bara gott að hafa varan á.” Árborg Veður Mest lesið Húsráðandi bað lögreglu um að vísa fimmtíu úr samkvæmi Innlent Eina sýklalyf sinnar tegundar tvöfaldast í verði Innlent „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Innlent Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Innlent Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Innlent „Við getum öll látið fé af hendi rakna“ Erlent Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Innlent Johnson endurkjörinn þingforseti með naumum meirihluta Erlent Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Innlent Fleiri fréttir Árni Grétar Futuregrapher látinn Eina sýklalyf sinnar tegundar tvöfaldast í verði Kalt en bjart um helgina Húsráðandi bað lögreglu um að vísa fimmtíu úr samkvæmi „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Hættuástand í heilbrigðisþjónustu og óróapúls Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Netsamband komið aftur á í Árbæ Inflúensugreiningar tvöfölduðust milli vikna Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Bílvelta á Suðurlandi Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Þungt haldinn á gjörgæslu Ekki verði hróflað við kvótakerfinu „Við förum alltaf í einhvern átakagír“ Ólafsfjarðarmálið fer fyrir Hæstarétt Fleiri segjast andvígir aðild að ESB en hlynntir Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Aukið flóð við Hvítá Lengsti óróapúlsinn til þessa Klakastífla í Hvítá og ráðherrar í fannfergi á Þingvöllum Bjóða fólki í kuldaþjálfun Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Vinnufundur ráðherra á Þingvöllum hafinn Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Viðreisn og Framsókn dala en sósíalistar yfir kjörfylgi Ungmenni skar sig á múrstein sem var kastað inn um glugga Vinna að því að koma í veg fyrir frekari aðgerðir hjá kennurum „Við værum klaufaleg ef það væri ekki“ Sjá meira
Ölfusá er vatnsmesta á landsins. Áin er núna meira og minna öll ísilögð og klakastíflur hafa myndast í ánni. Almannavarnaráð Árborgar kom saman í morgun vegna ástandsins og hlákunnar, sem spáð er á föstudaginn. „Áin er ísilögð hér upp með öllu og það hefur safnast mikið íshröngl fyrir og elstu menn muna ekki annað eins af ís margir hverjir, þannig að það verður úr vöndu að ráða þegar það fer að hlána. Það spáir mikilli rigningu og talsverðum hlýindum en það er spurning eftir svona mánaðar frost, hvort að það sé nógu langt til að hreyfa við því en þetta veit ég auðvitað ekki,“ segir Kjartan Björnsson, formaður Almannavarnaráðs Árborgar. Starfsmenn Árborgar voru að kanna í dag hvort dælur neðan jarðar í kringum Ölfusá væru ekki allar í lagi þurfi að nota þær. Mikið flóð var í ánni árin 1948 og 1968. „Það flæddi hér þá út um allt eins og yfir Þóristúnið og alveg upp að Austurvegi, þannig að það er alveg von á því ef það verður mikið flóð en við vonum að til þess komi ekki,” bætir Kjartan við. Formaður Almannavarnaráðs Árborgar, Kjartan Björnsson. Ráðið mun hittast aftur á fundi á fimmtudaginn.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og Kjartan á þessi skilaboð til íbúa á Selfossi. „Við viljum bara hvetja íbúana að fara í forvarnir, losa niðurföll og annað slíkt og auðvitað skemmir það ekki fyrir hjá þeim, sem eiga heima næst ánni að setja sandpoka fyrir niðurföll ef af yrði en ég tek það alveg skýrt fram að við erum í rauninni bara að undirbúa viðbragðið,” segir Kjartan og bætir við. „Og svo síðdegis á fimmtudag þá mælumst við auðvitað til þess þegar það fer að hlána á föstudaginn að fólk sé ekki á óþarfa vappi í kringum ána, því auðvitað vitum við ekkert hvað getur gerst og það er bara gott að hafa varan á.”
Árborg Veður Mest lesið Húsráðandi bað lögreglu um að vísa fimmtíu úr samkvæmi Innlent Eina sýklalyf sinnar tegundar tvöfaldast í verði Innlent „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Innlent Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Innlent Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Innlent „Við getum öll látið fé af hendi rakna“ Erlent Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Innlent Johnson endurkjörinn þingforseti með naumum meirihluta Erlent Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Innlent Fleiri fréttir Árni Grétar Futuregrapher látinn Eina sýklalyf sinnar tegundar tvöfaldast í verði Kalt en bjart um helgina Húsráðandi bað lögreglu um að vísa fimmtíu úr samkvæmi „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Hættuástand í heilbrigðisþjónustu og óróapúls Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Netsamband komið aftur á í Árbæ Inflúensugreiningar tvöfölduðust milli vikna Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Bílvelta á Suðurlandi Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Þungt haldinn á gjörgæslu Ekki verði hróflað við kvótakerfinu „Við förum alltaf í einhvern átakagír“ Ólafsfjarðarmálið fer fyrir Hæstarétt Fleiri segjast andvígir aðild að ESB en hlynntir Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Aukið flóð við Hvítá Lengsti óróapúlsinn til þessa Klakastífla í Hvítá og ráðherrar í fannfergi á Þingvöllum Bjóða fólki í kuldaþjálfun Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Vinnufundur ráðherra á Þingvöllum hafinn Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Viðreisn og Framsókn dala en sósíalistar yfir kjörfylgi Ungmenni skar sig á múrstein sem var kastað inn um glugga Vinna að því að koma í veg fyrir frekari aðgerðir hjá kennurum „Við værum klaufaleg ef það væri ekki“ Sjá meira