Fótbolti

Rasmus Højlund stóðst læknisskoðun hjá United

Siggeir Ævarsson skrifar
Rasmus Højlund er búinn að hitta læknateymi United
Rasmus Højlund er búinn að hitta læknateymi United Vísir/Getty

Rasmus Højlund fór í læknisskoðun hjá Manchester United í dag sem gekk snurðulaust fyrir sig. Reiknað er með að hann verði formlega kynntur sem leikmaður United á laugardaginn.

Erik ten Hag, stjóri Manchester United, hefur beðið óþreyjufullur eftir að kaupin á Højlund gangi í gegn en lið United er að klára undirbúning sinn og æfingaleiki fyrir komandi tímabil. Liðið á tvo slíka eftir, gegn Lens á laugardag og Athletic Bilbao á sunnudaginn.

Ten Hag hefur lagt mikla áherslu á að fá Højlund strax til æfinga og er jafnvel reiknað með að hann taki þátt í æfingaleiknum á sunnudaginn.

Framherjinn ungi, sem er aðeins tvítugur að aldri þykir afar efnilegur en eiga sömuleiðis margt eftir ólært, sem ten Hag vonast til að geta kennt honum hratt og örugglega. Kaupverðið sem United og Atalanta sömdu um að lokum nemur 72 milljónum punda þegar allt verður talið til.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×