Fjárfesting erlendra aðila í íslenska vatninu muni skapa fjölda starfa Vésteinn Örn Pétursson skrifar 11. ágúst 2023 12:10 Elliði Vignisson er bæjarstjóri Ölfuss. Vísir/Egill Bæjarstjóri Ölfuss á von á því að fyrirhuguð uppbygging nýrra eigenda Iceland Water Holdings í bænum muni skapa fjölda nýrra starfa, en segir hana ekki munu hafa teljandi áhrif á vatnsbúskap á svæðinu. Morgunblaðið greindi frá því í dag að athafnamennirnir Jón Ólafsson og sonur hans Kristján hafi selt stóran hlut í Icelandic Water Holdings til erlendra fjárfesta. Búið sé að undirrita kaupsamninga en gengið verði frá kaupunum 22. ágúst næstkomandi. Fjárfestarnir hafi í hyggju að stórauka framleiðslugetu fyrirtækisins á Hlíðarenda í Ölfusi, sem muni meðal annars fela í sér byggingu nokkurra verksmiðja til viðbótar við þá sem fyrir er. Sveitarstjóri Ölfus segir sveitarfélagið hafa fundað með fulltrúum nýrra meirihlutaeigenda. „Þeir hafa kynnt fyrir okkur sínar áætlanir, eða drög að þeim, kynnt stefnu sína og áherslur og við höfum gert slíkt hið sama,“ segir Elliði Vignisson, bæjarstjóri Ölfuss. Hann eigi von á að eigendaskiptin muni hafa mikil áhrif, bæði hvað varðar fjölgun starfa og aðra uppbyggingu. Ekki liggi þó fyrir hversu mörg störf muni skapast. „Við erum nú bara í fyrstu orðum samtalsins og höfum ekki farið í að greina það, en það gæti orðið verulegt. Og bætist þá við þessi 800 til 1200 störf sem þegar eru að verða til innan sveitarfélagsins,“ segir Elliði. Aukin umsvif muni ekki hafa teljandi áhrif á vatnsbúskap á svæðinu. „Ölfus er þannig staðsett. Það er gríðarlega mikið jarðvatn. Þeir þurfa ekki meiri vatnstöku, eða vatnslindir. Það er hverfandi lítil nýting á þeirri lind sem þeir eru með nú þegar. Það eru mjög mikil vatnsgæði þarna. Þannig að áhrif á heildarvatnsbúskap svæðisins, það er dropi í Atlantshafið.“ Ölfus Vinnumarkaður Vatn Mest lesið Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Hvetur fólk til að nota arf barnanna og nýta peningana sína snemma Atvinnulíf Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Sjá meira
Morgunblaðið greindi frá því í dag að athafnamennirnir Jón Ólafsson og sonur hans Kristján hafi selt stóran hlut í Icelandic Water Holdings til erlendra fjárfesta. Búið sé að undirrita kaupsamninga en gengið verði frá kaupunum 22. ágúst næstkomandi. Fjárfestarnir hafi í hyggju að stórauka framleiðslugetu fyrirtækisins á Hlíðarenda í Ölfusi, sem muni meðal annars fela í sér byggingu nokkurra verksmiðja til viðbótar við þá sem fyrir er. Sveitarstjóri Ölfus segir sveitarfélagið hafa fundað með fulltrúum nýrra meirihlutaeigenda. „Þeir hafa kynnt fyrir okkur sínar áætlanir, eða drög að þeim, kynnt stefnu sína og áherslur og við höfum gert slíkt hið sama,“ segir Elliði Vignisson, bæjarstjóri Ölfuss. Hann eigi von á að eigendaskiptin muni hafa mikil áhrif, bæði hvað varðar fjölgun starfa og aðra uppbyggingu. Ekki liggi þó fyrir hversu mörg störf muni skapast. „Við erum nú bara í fyrstu orðum samtalsins og höfum ekki farið í að greina það, en það gæti orðið verulegt. Og bætist þá við þessi 800 til 1200 störf sem þegar eru að verða til innan sveitarfélagsins,“ segir Elliði. Aukin umsvif muni ekki hafa teljandi áhrif á vatnsbúskap á svæðinu. „Ölfus er þannig staðsett. Það er gríðarlega mikið jarðvatn. Þeir þurfa ekki meiri vatnstöku, eða vatnslindir. Það er hverfandi lítil nýting á þeirri lind sem þeir eru með nú þegar. Það eru mjög mikil vatnsgæði þarna. Þannig að áhrif á heildarvatnsbúskap svæðisins, það er dropi í Atlantshafið.“
Ölfus Vinnumarkaður Vatn Mest lesið Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Hvetur fólk til að nota arf barnanna og nýta peningana sína snemma Atvinnulíf Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Sjá meira