Fótbolti

Segir leikmenn setja arfleifð sína í hættu með því að fara til Sádi-Arabíu

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Zlatan Ibrahimovic segir að leikmenn eigi að vilja láta minnast sín fyrir hæfileika sína en ekki fyrir það hversu mikið þeir þénuðu á ferlinum.
Zlatan Ibrahimovic segir að leikmenn eigi að vilja láta minnast sín fyrir hæfileika sína en ekki fyrir það hversu mikið þeir þénuðu á ferlinum. JMP/Getty Images

Zlatan Ibrahimovic, fyrrverandi leikmaður liða á borð við Manchester United, PSG og AC Milan, segir að leikmenn sem færa sig yfir til Sádi-Arabíu séu að leggja arfleifð sína í hættu.

Þessi 42 ára fyrrverandi knattspyrnumaður lagði skóna á hilluna í sumar eftir langan og farsælan feril. Hann segist hafa fengið tilboð frá Sádi-Arabíu og Kína á sínum, en að hann hafi frekar viljað hætta á toppnum.

„Mér finnst að þegar leikmenn komast á ákveðið stig þurfi þeir að hætta á ákveðnu sviði - stóra sviðinu,“ sagði Zlatan í viðtali við Piers Morgan.

Leikmenn á borð við Cristiano Ronaldo, Karim Benzema, Sadio Mané og Riyad Mahrez hafa fært sig úr stærstu deildum heims yfir til Sádi-Arabíu.

„Ég fékk tilboð frá Kína og frá Sádi-Arabíu. En þú verður að spyrja sjálfan þig að því hvað það er sem þú vilt og hvaða markmið þú hefur.“

„Þú vilt að fólk minnist þín fyrir hæfileikana þína, ekki fyrir það hversu mikið þú þénaðir.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×