Hlé á spennuþrungnum viðræðum VR og SA Heimir Már Pétursson skrifar 11. mars 2024 22:25 Ragnar Þór Ingólfsson er formaður VR. Vísir/Arnar Brugðið getur til beggja vona í samningaviðræðum verslunarmanna og Samtaka atvinnulífsins hjá ríkissáttasemjara. Fundur þeirra hófst klukkan tíu í morgun og lauk upp úr klukkan tíu í kvöld. Samkvæmt heimildum fréttastofu hefur krafa VR um breytingar á vaktafyrirkomulagi um 180 starfsmanna félagsins hjá Icelandair á Keflavíkurflugvelli verið rædd og hafa fulltrúar flugfélagsins tekið þátt í viðræðunum. Atkvæðagreiðsla um verkfall starfsmannanna hófst í morgun og lýkur á fimmtudag. Komi til aðgerða hefst röð tímabundinna verkfalla á miðnætti föstudaginn 22. mars. Ef allar aðgerðirnar kæmu til framkvæmda röðuðust þær í aðdraganda og í kringum páskana en skírdagur er hinn 28. mars og páskadagur 31. mars. Augljóslega myndu aðgerðir sem þessar hafa mikil áhrif á áætlanir Icelandair og þar með þúsundur farþega félagsins. Þegar Efling var í verkfallsaðgerðum á hótelum snemma í fyrra og hafði boðað enn frekari aðgerðir, ákváðu Samtök atvinnulífsins að boða til atkvæðagreiðslu sinna félagsmanna um verkbann á alla starfsmenn Eflingar. Ekki er útséð með að sá möguleiki verði viðraður á ný innan SA. Hér má sjá dagatal yfir boðaðaðar verkfallsaðgerðir VR hjá Icelandair. Verfallsdagar eru merktir með rauðum lit. Grafík/Sara Mikil spenna er í viðræðunum og um tíma var útlit fyrir að slitnað gæti upp úr þeim. Nú hafa samningsaðilar hins vegar sæst á að mæta til nýs fundar hjá ríkissáttasemjara klukkan tíu í fyrramálið. Meginmarkmiðið er að ná kjarasamningi til næstu fjögurra ára líkt og samið hefur verið um milli SA og breiðfylkingar stéttarfélaga innan Alþýðusambandsins og Fagfélögin. Krafa VR um breytingar á vaktafyrirkomulagi starfsmanna VR í innritun og hleðslu farangurs og boðun verkfalla hafa hins vegar gert viðræðurnar erfiðari. Kjaramál Kjaraviðræður 2023-24 Icelandair Atvinnurekendur Efnahagsmál Verðlag Stéttarfélög Tengdar fréttir Verkfall VR í aðdraganda páska hefði mikil áhrif Verkfall félagsmanna VR hjá Icelandair á Keflavíkurflugvelli hefst á miðnætti á föstudag eftir viku verði aðgerðirnar samþykktar í atkvæðagreiðslu sem hófst í dag. Viðræður deiluaðila hófst hjá ríkissáttasemjara í morgun. 11. mars 2024 20:31 Atkvæðagreiðsla VR um röð verkfalla á Keflavíkurflugvelli hafin Atkvæðagreiðsla um röð verkfalla starfsmanna VR hjá Icelandair á Keflavíkurflugvelli hófst í morgun. Ef að verföllum verður hefjast fyrstu aðgerðir á miðnætti á föstudag í næstu viku. Samningarnefndir VR og Samtaka atvinnulífsins komu saman til fundar hjá ríkissáttasemjara klukkan tíu. 11. mars 2024 11:58 Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Erlent Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Stebbi í Lúdó látinn Innlent Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum Erlent Fleiri fréttir Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Sjá meira
Samkvæmt heimildum fréttastofu hefur krafa VR um breytingar á vaktafyrirkomulagi um 180 starfsmanna félagsins hjá Icelandair á Keflavíkurflugvelli verið rædd og hafa fulltrúar flugfélagsins tekið þátt í viðræðunum. Atkvæðagreiðsla um verkfall starfsmannanna hófst í morgun og lýkur á fimmtudag. Komi til aðgerða hefst röð tímabundinna verkfalla á miðnætti föstudaginn 22. mars. Ef allar aðgerðirnar kæmu til framkvæmda röðuðust þær í aðdraganda og í kringum páskana en skírdagur er hinn 28. mars og páskadagur 31. mars. Augljóslega myndu aðgerðir sem þessar hafa mikil áhrif á áætlanir Icelandair og þar með þúsundur farþega félagsins. Þegar Efling var í verkfallsaðgerðum á hótelum snemma í fyrra og hafði boðað enn frekari aðgerðir, ákváðu Samtök atvinnulífsins að boða til atkvæðagreiðslu sinna félagsmanna um verkbann á alla starfsmenn Eflingar. Ekki er útséð með að sá möguleiki verði viðraður á ný innan SA. Hér má sjá dagatal yfir boðaðaðar verkfallsaðgerðir VR hjá Icelandair. Verfallsdagar eru merktir með rauðum lit. Grafík/Sara Mikil spenna er í viðræðunum og um tíma var útlit fyrir að slitnað gæti upp úr þeim. Nú hafa samningsaðilar hins vegar sæst á að mæta til nýs fundar hjá ríkissáttasemjara klukkan tíu í fyrramálið. Meginmarkmiðið er að ná kjarasamningi til næstu fjögurra ára líkt og samið hefur verið um milli SA og breiðfylkingar stéttarfélaga innan Alþýðusambandsins og Fagfélögin. Krafa VR um breytingar á vaktafyrirkomulagi starfsmanna VR í innritun og hleðslu farangurs og boðun verkfalla hafa hins vegar gert viðræðurnar erfiðari.
Kjaramál Kjaraviðræður 2023-24 Icelandair Atvinnurekendur Efnahagsmál Verðlag Stéttarfélög Tengdar fréttir Verkfall VR í aðdraganda páska hefði mikil áhrif Verkfall félagsmanna VR hjá Icelandair á Keflavíkurflugvelli hefst á miðnætti á föstudag eftir viku verði aðgerðirnar samþykktar í atkvæðagreiðslu sem hófst í dag. Viðræður deiluaðila hófst hjá ríkissáttasemjara í morgun. 11. mars 2024 20:31 Atkvæðagreiðsla VR um röð verkfalla á Keflavíkurflugvelli hafin Atkvæðagreiðsla um röð verkfalla starfsmanna VR hjá Icelandair á Keflavíkurflugvelli hófst í morgun. Ef að verföllum verður hefjast fyrstu aðgerðir á miðnætti á föstudag í næstu viku. Samningarnefndir VR og Samtaka atvinnulífsins komu saman til fundar hjá ríkissáttasemjara klukkan tíu. 11. mars 2024 11:58 Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Erlent Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Stebbi í Lúdó látinn Innlent Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum Erlent Fleiri fréttir Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Sjá meira
Verkfall VR í aðdraganda páska hefði mikil áhrif Verkfall félagsmanna VR hjá Icelandair á Keflavíkurflugvelli hefst á miðnætti á föstudag eftir viku verði aðgerðirnar samþykktar í atkvæðagreiðslu sem hófst í dag. Viðræður deiluaðila hófst hjá ríkissáttasemjara í morgun. 11. mars 2024 20:31
Atkvæðagreiðsla VR um röð verkfalla á Keflavíkurflugvelli hafin Atkvæðagreiðsla um röð verkfalla starfsmanna VR hjá Icelandair á Keflavíkurflugvelli hófst í morgun. Ef að verföllum verður hefjast fyrstu aðgerðir á miðnætti á föstudag í næstu viku. Samningarnefndir VR og Samtaka atvinnulífsins komu saman til fundar hjá ríkissáttasemjara klukkan tíu. 11. mars 2024 11:58