Hlé á spennuþrungnum viðræðum VR og SA Heimir Már Pétursson skrifar 11. mars 2024 22:25 Ragnar Þór Ingólfsson er formaður VR. Vísir/Arnar Brugðið getur til beggja vona í samningaviðræðum verslunarmanna og Samtaka atvinnulífsins hjá ríkissáttasemjara. Fundur þeirra hófst klukkan tíu í morgun og lauk upp úr klukkan tíu í kvöld. Samkvæmt heimildum fréttastofu hefur krafa VR um breytingar á vaktafyrirkomulagi um 180 starfsmanna félagsins hjá Icelandair á Keflavíkurflugvelli verið rædd og hafa fulltrúar flugfélagsins tekið þátt í viðræðunum. Atkvæðagreiðsla um verkfall starfsmannanna hófst í morgun og lýkur á fimmtudag. Komi til aðgerða hefst röð tímabundinna verkfalla á miðnætti föstudaginn 22. mars. Ef allar aðgerðirnar kæmu til framkvæmda röðuðust þær í aðdraganda og í kringum páskana en skírdagur er hinn 28. mars og páskadagur 31. mars. Augljóslega myndu aðgerðir sem þessar hafa mikil áhrif á áætlanir Icelandair og þar með þúsundur farþega félagsins. Þegar Efling var í verkfallsaðgerðum á hótelum snemma í fyrra og hafði boðað enn frekari aðgerðir, ákváðu Samtök atvinnulífsins að boða til atkvæðagreiðslu sinna félagsmanna um verkbann á alla starfsmenn Eflingar. Ekki er útséð með að sá möguleiki verði viðraður á ný innan SA. Hér má sjá dagatal yfir boðaðaðar verkfallsaðgerðir VR hjá Icelandair. Verfallsdagar eru merktir með rauðum lit. Grafík/Sara Mikil spenna er í viðræðunum og um tíma var útlit fyrir að slitnað gæti upp úr þeim. Nú hafa samningsaðilar hins vegar sæst á að mæta til nýs fundar hjá ríkissáttasemjara klukkan tíu í fyrramálið. Meginmarkmiðið er að ná kjarasamningi til næstu fjögurra ára líkt og samið hefur verið um milli SA og breiðfylkingar stéttarfélaga innan Alþýðusambandsins og Fagfélögin. Krafa VR um breytingar á vaktafyrirkomulagi starfsmanna VR í innritun og hleðslu farangurs og boðun verkfalla hafa hins vegar gert viðræðurnar erfiðari. Kjaramál Kjaraviðræður 2023-24 Icelandair Atvinnurekendur Efnahagsmál Verðlag Stéttarfélög Tengdar fréttir Verkfall VR í aðdraganda páska hefði mikil áhrif Verkfall félagsmanna VR hjá Icelandair á Keflavíkurflugvelli hefst á miðnætti á föstudag eftir viku verði aðgerðirnar samþykktar í atkvæðagreiðslu sem hófst í dag. Viðræður deiluaðila hófst hjá ríkissáttasemjara í morgun. 11. mars 2024 20:31 Atkvæðagreiðsla VR um röð verkfalla á Keflavíkurflugvelli hafin Atkvæðagreiðsla um röð verkfalla starfsmanna VR hjá Icelandair á Keflavíkurflugvelli hófst í morgun. Ef að verföllum verður hefjast fyrstu aðgerðir á miðnætti á föstudag í næstu viku. Samningarnefndir VR og Samtaka atvinnulífsins komu saman til fundar hjá ríkissáttasemjara klukkan tíu. 11. mars 2024 11:58 Mest lesið Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Innlent Fleiri fréttir Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Sjá meira
Samkvæmt heimildum fréttastofu hefur krafa VR um breytingar á vaktafyrirkomulagi um 180 starfsmanna félagsins hjá Icelandair á Keflavíkurflugvelli verið rædd og hafa fulltrúar flugfélagsins tekið þátt í viðræðunum. Atkvæðagreiðsla um verkfall starfsmannanna hófst í morgun og lýkur á fimmtudag. Komi til aðgerða hefst röð tímabundinna verkfalla á miðnætti föstudaginn 22. mars. Ef allar aðgerðirnar kæmu til framkvæmda röðuðust þær í aðdraganda og í kringum páskana en skírdagur er hinn 28. mars og páskadagur 31. mars. Augljóslega myndu aðgerðir sem þessar hafa mikil áhrif á áætlanir Icelandair og þar með þúsundur farþega félagsins. Þegar Efling var í verkfallsaðgerðum á hótelum snemma í fyrra og hafði boðað enn frekari aðgerðir, ákváðu Samtök atvinnulífsins að boða til atkvæðagreiðslu sinna félagsmanna um verkbann á alla starfsmenn Eflingar. Ekki er útséð með að sá möguleiki verði viðraður á ný innan SA. Hér má sjá dagatal yfir boðaðaðar verkfallsaðgerðir VR hjá Icelandair. Verfallsdagar eru merktir með rauðum lit. Grafík/Sara Mikil spenna er í viðræðunum og um tíma var útlit fyrir að slitnað gæti upp úr þeim. Nú hafa samningsaðilar hins vegar sæst á að mæta til nýs fundar hjá ríkissáttasemjara klukkan tíu í fyrramálið. Meginmarkmiðið er að ná kjarasamningi til næstu fjögurra ára líkt og samið hefur verið um milli SA og breiðfylkingar stéttarfélaga innan Alþýðusambandsins og Fagfélögin. Krafa VR um breytingar á vaktafyrirkomulagi starfsmanna VR í innritun og hleðslu farangurs og boðun verkfalla hafa hins vegar gert viðræðurnar erfiðari.
Kjaramál Kjaraviðræður 2023-24 Icelandair Atvinnurekendur Efnahagsmál Verðlag Stéttarfélög Tengdar fréttir Verkfall VR í aðdraganda páska hefði mikil áhrif Verkfall félagsmanna VR hjá Icelandair á Keflavíkurflugvelli hefst á miðnætti á föstudag eftir viku verði aðgerðirnar samþykktar í atkvæðagreiðslu sem hófst í dag. Viðræður deiluaðila hófst hjá ríkissáttasemjara í morgun. 11. mars 2024 20:31 Atkvæðagreiðsla VR um röð verkfalla á Keflavíkurflugvelli hafin Atkvæðagreiðsla um röð verkfalla starfsmanna VR hjá Icelandair á Keflavíkurflugvelli hófst í morgun. Ef að verföllum verður hefjast fyrstu aðgerðir á miðnætti á föstudag í næstu viku. Samningarnefndir VR og Samtaka atvinnulífsins komu saman til fundar hjá ríkissáttasemjara klukkan tíu. 11. mars 2024 11:58 Mest lesið Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Innlent Fleiri fréttir Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Sjá meira
Verkfall VR í aðdraganda páska hefði mikil áhrif Verkfall félagsmanna VR hjá Icelandair á Keflavíkurflugvelli hefst á miðnætti á föstudag eftir viku verði aðgerðirnar samþykktar í atkvæðagreiðslu sem hófst í dag. Viðræður deiluaðila hófst hjá ríkissáttasemjara í morgun. 11. mars 2024 20:31
Atkvæðagreiðsla VR um röð verkfalla á Keflavíkurflugvelli hafin Atkvæðagreiðsla um röð verkfalla starfsmanna VR hjá Icelandair á Keflavíkurflugvelli hófst í morgun. Ef að verföllum verður hefjast fyrstu aðgerðir á miðnætti á föstudag í næstu viku. Samningarnefndir VR og Samtaka atvinnulífsins komu saman til fundar hjá ríkissáttasemjara klukkan tíu. 11. mars 2024 11:58