Hyggjast halda breytta Söngvakeppni á næsta ári Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 20. september 2024 15:26 Hera Björk þegar hún bar sigur úr býtum í Söngvakeppninni í fyrra. Vísir/Hulda Margrét RÚV mun halda sig við Söngvakeppnina á næsta ári til þess að velja framlag Íslands í Eurovision og mun hún fara fram í febrúar. Þetta er meðal þess sem fram kemur í tilkynningu frá Ríkisútvarpinu þar sem segir að þegar hafi verið opnað fyrir innsendingar á lögum og að til skoðunar sé breytt fyrirkomulag á vali á sigurvegara. Áður hafði komið fram í tilkynningu frá RÚV í síðustu viku að ekki hefði verið ákveðið hvernig framlag Íslands í Eurovision 2025 yrði valið. Var það í sömu tilkynningu og tilkynnt var að Ísland myndi sannarlega taka þátt í keppninni, eftir að RÚV hafði frestað ákvörðun um að taka þátt. Eins og flestir muna reyndist Eurovision keppnin afar umdeild í ár vegna þátttöku Ísraels í keppninni og stríðsins á Gasa. Fjölmargir hvöttu til sniðgöngu og var reglulega í aðdraganda keppninnar mótmælt við RÚV. Þá hríðféll áhorf á úrslit keppninnar miðað við það sem það hefur verið síðustu ár. Skoða að breyta fyrirkomulagi við val á sigurvegara „Nú hefur verið opnað fyrir innsendingar laga í Söngvakeppnina á slóðinni songvakeppnin.is. Eins og áður keppa tíu lög hér heima. Öllum gefst kostur á að senda inn lög, sem ráðgefandi valnefnd, skipuð fulltrúum FTT, FÍH og RÚV, tekur til umfjöllunar.“ Þá kemur fram í tilkynningunni að til standi að gera breytingar á keppninni með það að markmiði að stuðla að fjölbreyttari dagskrárgerð. Einnig sé verið að skoða breyttar útfærslur á vali á sigurlaginu. Eins og flestir muna eftir reyndist hið svokallaða einvígi í úrslitum Söngvakeppninnar afar umdeilt í ár eftir að í ljós kom að Bashar Muhrad hafði hlotið langflest atkvæði í keppninni allt þar til kom að einvíginu þar sem Hera Björk bar sigur úr býtum. „Þessi vinna stendur nú yfir og verður nánara fyrirkomulag keppninnar kynnt síðar. Keppnin er í sífelldri endurskoðun. Stöðugt er hugsað um hvernig hægt er að bæta keppnina svo hún verði að betri sjónvarpsviðburði og að framlag Íslands í Eurovision verði sem frambærilegast. Allskonar breytingar og nýjungar hafa orðið í sögu keppninnar sem spannar nú bráðum 40 ár. Markmiðið á hverju ári er að laða að gott tónlistarfólk, finna sterkt lag og flytjanda til þátttöku í Eurovision og gleðja fjölskyldurnar í landinu.“ Þá segir ennfremur að framleiðendur keppninnar hvetji alla laga- og textahöfunda landsins til að senda inn lag. Söngvakeppnin hafi mikla og óumdeilda þýðingu fyrir íslenskt tónlistarlíf, hafi getið af sér ótal margar íslenskar söngperlur og lagt grunninn að glæstum ferli fjölda tónlistarfólks í gegnum tíðina. „Tekið verður á móti öllum tegundum af tónlist, í Söngvakeppninni er fjölbreytileikanum fagnað sem fyrr. Frestur til að senda inn lag á songvakeppnin.is rennur út á miðnætti sunnudaginn 13. október.“ Eurovision Ríkisútvarpið Tónlist Fjölmiðlar Mest lesið Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Lífið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Lífið Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Lífið Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Lífið Fleiri fréttir Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Nammimaðurinn er allur Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Fréttatía vikunnar: Bubbi, Airwaves og kosningar Beyonce, Charli xcx og Kendrick Lamar sópa að sér tilnefningum „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Hlustar á Taylor Swift og elskar The Kardashians Skotheldar hugmyndir fyrir feðradaginn Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Tæki Brynjar Níels með í bústaðinn „Hann kemur inn með algerlega einstakt sánd“ Stóð með sjálfri sér og ekki talað við pabba sinn síðan 2015 Heiðdís Rós fagnaði sigrinum með sjálfum Trump Gunnhildur og Erin eignuðust dreng Seljaskóli og Ölduselsskóli áfram í úrslit í Skrekk „Dagurinn var algjörlega fullkominn“ Þrjár menntastofnanir og þrír kennarar handhafar Íslensku menntaverðlaunanna Heitt, sveitt og óhugnanlegt á klúbbnum Aron selur húsið ári eftir kaupin Með 120 þúsund króna Dior der í golfi Gulrótasalat sem rífur í bragðlaukana Setning Steinda gerði keppendur brjálaða Myndaveisla: Víkingskonur kunna að halda gott partí Sjá meira
Áður hafði komið fram í tilkynningu frá RÚV í síðustu viku að ekki hefði verið ákveðið hvernig framlag Íslands í Eurovision 2025 yrði valið. Var það í sömu tilkynningu og tilkynnt var að Ísland myndi sannarlega taka þátt í keppninni, eftir að RÚV hafði frestað ákvörðun um að taka þátt. Eins og flestir muna reyndist Eurovision keppnin afar umdeild í ár vegna þátttöku Ísraels í keppninni og stríðsins á Gasa. Fjölmargir hvöttu til sniðgöngu og var reglulega í aðdraganda keppninnar mótmælt við RÚV. Þá hríðféll áhorf á úrslit keppninnar miðað við það sem það hefur verið síðustu ár. Skoða að breyta fyrirkomulagi við val á sigurvegara „Nú hefur verið opnað fyrir innsendingar laga í Söngvakeppnina á slóðinni songvakeppnin.is. Eins og áður keppa tíu lög hér heima. Öllum gefst kostur á að senda inn lög, sem ráðgefandi valnefnd, skipuð fulltrúum FTT, FÍH og RÚV, tekur til umfjöllunar.“ Þá kemur fram í tilkynningunni að til standi að gera breytingar á keppninni með það að markmiði að stuðla að fjölbreyttari dagskrárgerð. Einnig sé verið að skoða breyttar útfærslur á vali á sigurlaginu. Eins og flestir muna eftir reyndist hið svokallaða einvígi í úrslitum Söngvakeppninnar afar umdeilt í ár eftir að í ljós kom að Bashar Muhrad hafði hlotið langflest atkvæði í keppninni allt þar til kom að einvíginu þar sem Hera Björk bar sigur úr býtum. „Þessi vinna stendur nú yfir og verður nánara fyrirkomulag keppninnar kynnt síðar. Keppnin er í sífelldri endurskoðun. Stöðugt er hugsað um hvernig hægt er að bæta keppnina svo hún verði að betri sjónvarpsviðburði og að framlag Íslands í Eurovision verði sem frambærilegast. Allskonar breytingar og nýjungar hafa orðið í sögu keppninnar sem spannar nú bráðum 40 ár. Markmiðið á hverju ári er að laða að gott tónlistarfólk, finna sterkt lag og flytjanda til þátttöku í Eurovision og gleðja fjölskyldurnar í landinu.“ Þá segir ennfremur að framleiðendur keppninnar hvetji alla laga- og textahöfunda landsins til að senda inn lag. Söngvakeppnin hafi mikla og óumdeilda þýðingu fyrir íslenskt tónlistarlíf, hafi getið af sér ótal margar íslenskar söngperlur og lagt grunninn að glæstum ferli fjölda tónlistarfólks í gegnum tíðina. „Tekið verður á móti öllum tegundum af tónlist, í Söngvakeppninni er fjölbreytileikanum fagnað sem fyrr. Frestur til að senda inn lag á songvakeppnin.is rennur út á miðnætti sunnudaginn 13. október.“
Eurovision Ríkisútvarpið Tónlist Fjölmiðlar Mest lesið Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Lífið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Lífið Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Lífið Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Lífið Fleiri fréttir Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Nammimaðurinn er allur Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Fréttatía vikunnar: Bubbi, Airwaves og kosningar Beyonce, Charli xcx og Kendrick Lamar sópa að sér tilnefningum „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Hlustar á Taylor Swift og elskar The Kardashians Skotheldar hugmyndir fyrir feðradaginn Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Tæki Brynjar Níels með í bústaðinn „Hann kemur inn með algerlega einstakt sánd“ Stóð með sjálfri sér og ekki talað við pabba sinn síðan 2015 Heiðdís Rós fagnaði sigrinum með sjálfum Trump Gunnhildur og Erin eignuðust dreng Seljaskóli og Ölduselsskóli áfram í úrslit í Skrekk „Dagurinn var algjörlega fullkominn“ Þrjár menntastofnanir og þrír kennarar handhafar Íslensku menntaverðlaunanna Heitt, sveitt og óhugnanlegt á klúbbnum Aron selur húsið ári eftir kaupin Með 120 þúsund króna Dior der í golfi Gulrótasalat sem rífur í bragðlaukana Setning Steinda gerði keppendur brjálaða Myndaveisla: Víkingskonur kunna að halda gott partí Sjá meira