Innlent

Laxalús í sjó­kvíum smitist greið­lega í villta laxa

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Laxalúsin hefur verið mikið vandamál í sjókvíaeldi hér við land og rannsóknin virðist sýna glöggt að hún ógnar villta laxinum líka.
Laxalúsin hefur verið mikið vandamál í sjókvíaeldi hér við land og rannsóknin virðist sýna glöggt að hún ógnar villta laxinum líka. Stöð2-Einar

Sterk fylgni er sögð á milli fjölda laxalúsa á villtum löxum og fjölda fullorðinna kvenkyns laxalúsa í nálægum sjókvíum.

Þetta sýnir ný rannsókn Náttúrustofu Vestfjarða á útbreiðslu laxalúsar á eldislaxi og á villtum laxi á Vestfjörðum. Rannsóknin hefur enn ekki verið birt en fjallað er um hana í Morgunblaðinu í dag og þar haft eftir Önju Katrin Nickel líffræðingi hjá stofnuninni að nauðsynlegt sé að herða eftirlit og reglur auk þess sem móta verði nýjar aðferðir til að takast á við lúsasmit í sjókvíaeldi.

Laxalús hefur verið vaxandi vandamál í laxeldi hér við land og til að mynda var því haldið fram í fyrrasumar að um milljón laxar hefðu drepist af hennar völdum, aðeins í Tálknafirði þar sem upp kom mikið smit.

Rannsóknin er sögð sýna það glöggt að þegar lúsin fjölgar sér í kvíunum dreifast lirfurnar á nálæg svæði og þannig smitast villtu laxarnir líka af þessu sníkjudýri sem nærist á blóði fiskanna og getur haft alvarlegar afleiðngar fyrir heilsu þeirra.


Tengdar fréttir

Ó­venju mikið af lús á Vest­fjörðum

Óvenjuslæm staða er hvað varðar laxalús á í eldiskvíum á Vestfjörðum. Matvælastofnun (MAST) hefur heimilað lyfjameðhöndlanir á átta eldissvæðum vegna þessa. 

Slátra lúsa­hrjáðum laxi fyrir veturinn

Þúsund tonnum af sjókvíaeldislaxi hefur verið slátrað í Tálknafirði. Fyrirtækin Arctic Sea Farm og Arnarlax hafa undanfarna mánuði glímt við mikla laxalús sem er ástæða förguninnar. 

Laxalúsin sækir í sig veðrið fyrir vestan

Fisksjúkdómanefnd hefur mælt með að fiskeldisfyrirtækin fyrir vestan fái að nota eitur til að eiga við laxalús. Þorvaldur H. Þórðarson yfirdýralæknir segir menn ekki vilja sjá stöðu sem uppi var í fyrra og lúsinni fjölgi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×