Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Árni Sæberg skrifar 9. janúar 2025 15:44 Steinn hefur verið rektor MH í sex ár. Vísir/Egill Borgarráð samþykkti í dag ráðningu Steins Jóhannssonar í starf sviðsstjóra skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar. Steinn hefur gegnt stöðu rektors Menntaskólans við Hamrahlíð undanfarin sex ár. Í tilkynningu á vef Reykjavíkurborgar segir að Steinn hafi verið konrektor MH í eitt ár áður en hann tók við stöðu rektors og þar áður hafi hann verið skólameistari Fjölbrautaskólans í Ármúla í fimm ár. Frá 2002 til 2012 hafi Steinn verið forstöðumaður kennslusviðs Háskólans í Reykjavík en áður hafi hann kennt í bæði grunn- og framhaldsskóla og sinnt auk þess stundakennslu við Háskóla Íslands. Steinn sé með meistaragráðu í sagnfræði frá University of Louisiana, Monroe og bakkalárgráðu frá sama skóla í stjórnmálafræði og sögu. Hann hafi lokið uppeldis- og kennslufræði frá Háskóla Íslands og hafi auk þess lagt stund á doktorsnám í uppeldis- og menntunarfræði við sama skóla. Forverinn fór yfir til ráðuneytisins Starf sviðsstjóra skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar hafi verið auglýst til umsóknar í nóvember eftir að tilkynnt var að Helgi Grímsson myndi hætta sem sviðsstjóri um áramót til að stýra umbótaverkefni í mennta- og barnamálaráðuneytinu. Alls hafi 22 umsóknir um stöðuna borist en fjórir umsækjendur hafi dregið umsókn sína til baka. Í samræmi við reglur um ráðningar borgarráðs í æðstu stjórnunarstöður hafi ráðgefandi hæfnisnefnd verið skipuð. Búi yfir yfirgripsmikilli reynslu Í lokaskýrslu hæfnisnefndar til borgarráðs segi að það sé sameiginlegt mat hæfnisnefndar að Steinn sé best til þess fallinn að taka við starfi sviðsstjóra skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar. „Það byggir á yfirgripsmikilli reynslu hans af stjórnun og rekstri menntastofnana, brennandi áhuga og þekkingu á skóla- og frístundamálum og jákvæðri og skýrri framtíðarsýn á hin brýnu viðfangsefni sviðssins.” Skóla- og menntamál Reykjavík Borgarstjórn Framhaldsskólar Vistaskipti Mest lesið Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Veðurvaktin: Biðja fólk að halda sig heima í kvöld Veður Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Hlýni á föstudag og snjórinn geti horfið í næstu viku Veður Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Innlent Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Innlent Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Erlent Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Erlent Fleiri fréttir Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Sjá meira
Í tilkynningu á vef Reykjavíkurborgar segir að Steinn hafi verið konrektor MH í eitt ár áður en hann tók við stöðu rektors og þar áður hafi hann verið skólameistari Fjölbrautaskólans í Ármúla í fimm ár. Frá 2002 til 2012 hafi Steinn verið forstöðumaður kennslusviðs Háskólans í Reykjavík en áður hafi hann kennt í bæði grunn- og framhaldsskóla og sinnt auk þess stundakennslu við Háskóla Íslands. Steinn sé með meistaragráðu í sagnfræði frá University of Louisiana, Monroe og bakkalárgráðu frá sama skóla í stjórnmálafræði og sögu. Hann hafi lokið uppeldis- og kennslufræði frá Háskóla Íslands og hafi auk þess lagt stund á doktorsnám í uppeldis- og menntunarfræði við sama skóla. Forverinn fór yfir til ráðuneytisins Starf sviðsstjóra skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar hafi verið auglýst til umsóknar í nóvember eftir að tilkynnt var að Helgi Grímsson myndi hætta sem sviðsstjóri um áramót til að stýra umbótaverkefni í mennta- og barnamálaráðuneytinu. Alls hafi 22 umsóknir um stöðuna borist en fjórir umsækjendur hafi dregið umsókn sína til baka. Í samræmi við reglur um ráðningar borgarráðs í æðstu stjórnunarstöður hafi ráðgefandi hæfnisnefnd verið skipuð. Búi yfir yfirgripsmikilli reynslu Í lokaskýrslu hæfnisnefndar til borgarráðs segi að það sé sameiginlegt mat hæfnisnefndar að Steinn sé best til þess fallinn að taka við starfi sviðsstjóra skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar. „Það byggir á yfirgripsmikilli reynslu hans af stjórnun og rekstri menntastofnana, brennandi áhuga og þekkingu á skóla- og frístundamálum og jákvæðri og skýrri framtíðarsýn á hin brýnu viðfangsefni sviðssins.”
Skóla- og menntamál Reykjavík Borgarstjórn Framhaldsskólar Vistaskipti Mest lesið Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Veðurvaktin: Biðja fólk að halda sig heima í kvöld Veður Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Hlýni á föstudag og snjórinn geti horfið í næstu viku Veður Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Innlent Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Innlent Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Erlent Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Erlent Fleiri fréttir Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Sjá meira