Vistaskipti

Vistaskipti

Fréttir af vistaskiptum fólks innan fyrirtækja, stofnana og ýmissa samtaka.

Fréttamynd

Ráðin nýr fag­stjóri hjá Ís­lands­stofu

Birta Kristín Helgadóttir hefur tekið við starfi fagstjóra orku, grænna lausna og fjárfestinga hjá Íslandsstofu og mun hún leiða sameinað teymi fjárfestingaþjónustu og orku og grænna lausna með það markmiði að efla kynningu á íslenskum orku- og græntæknilausnum, tengja saman fjárfestingar og sjálfbærni og þannig styðja við verðmætasköpun og loftslagsmarkmið framtíðarinnar.

Viðskipti innlent

Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

Nýir mann­auðs­stjórar hjá Eim­skip

Eimskip hefur ráðið Erlu Maríu Árnadóttur sem mannauðsstjóra félagsins. Hún mun leiða mannauðsdeild Eimskips og samræma og þróa stefnu félagsins í mannauðsmálum á alþjóðavísu. Samhliða ráðningu Erlu tekur Vilhjálmur Kári Haraldsson, sem gegnt hefur stöðu mannauðsstjóra hjá félaginu undanfarin ár, við sem mannauðsstjóri á skrifstofu Eimskips í Rotterdam í Hollandi.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Ragna og Rögn­valdur ráðin aðstoðarrektorar

Ragna Benedikta Garðarsdóttir, prófessor við Sálfræðideild, og Rögnvaldur Jóhann Sæmundsson, prófessor við Iðnaðarverkfræði-, vélaverkfræði- og tölvunarfræðideild, hafa verið ráðin aðstoðarrektorar við Háskóla Íslands.

Innlent
Fréttamynd

Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálf­stæðan rekstur en heldur eftirlaununum

Helgi Magnús Gunnarsson, sem lét nýlega af embætti vararíkissaksóknara, hefur fengið lögmannsréttindin sín afhent á ný eftir að þau höfðu legið inni í 24 ár. Hann stefnir á sjálfstæðan rekstur sem lögmaður en mögulegar tekjur sem hann hefur af honum munu engin áhrif hafa á eftirlaun hans hjá ríkinu. Níu ár eru í að hann nái eftirlaunaaldri.

Innlent
Fréttamynd

Arnar og Ei­ríkur til Fossa

Arnar Friðriksson og Eiríkur Jóhannsson hafa verið ráðnir til Fossa fjárfestingarbanka. Þar segir að Arnar hafi verið ráðinn í teymi fjárstýringar en Eiríkur í teymi markaðsviðskipta.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Sveinn nýr for­maður stjórnar Land­spítalans

Alma D. Möller heilbrigðisráðherra hefur skipað Svein Magnússon, lækni og fyrrverandi skrifstofustjóra í heilbrigðisráðuneytinu, formann stjórnar Landspítala út skipunartíma sitjandi stjórnar sem er 11. júlí 2026. Frá þessu er greint á vef ráðuneytisins.

Innlent
Fréttamynd

Her­mann tekur við söluarmi Sam­herja

Hermann Stefánsson tók við sem framkvæmdastjóri Ice Fresh Seafood ehf. í júní þegar Gústaf Baldvinsson lét af störfum eftir að hafa st‎ýrt félaginu frá stofnun, árið 2007. Ice Fresh Seafood er sölu- og markaðsfyrirtæki Samherja.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Hætt hjá Ís­lenskri erfða­greiningu eftir sjö ára starf

Þóra Kristín Ásgeirsdóttir er hætt sem upplýsingafulltrúi Íslenskrar erfðagreiningar eftir sjö ára starf. Skammt er frá því að Kári Stefánsson lét af störfum sem forstjóri fyrirtækisins sem hann stofnaði. Þóra Kristín segist fegin að snúa sér að öðru eftir breytingar sem hafi átt sér stað á vinnustaðnum.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Hættir sem rit­stjóri Kveiks

Ingólfur Bjarni Sigfússon, ritstjóri Kveiks, hefur ákveðið að segja starfi sínu lausu sem ritstjóri fréttaskýringarþáttarins Kveiks á RÚV. Hann segir enga dramatík á bak við brotthvarf sitt. Hann sé einfaldlega orðinn þreyttur.

Innlent
Fréttamynd

Hættir hjá borgar­stjóra og að­stoðar nú ráð­herra

Samkomulag er á milli borgarstjóra og mennta- og barnamálaráðherra að Ágúst Ólafur Ágústsson, aðstoðarmaður borgarstjóra, muni taka við nýju starfi hjá mennta- og barnamálaráðuneytinu sem aðstoðarmaður Guðmundar Inga Kristinssonar, mennta- og barnamálaráðherra.

Innlent