Aðeins bjartsýnustu menn geti rekið skíðasvæði á Íslandi Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 16. febrúar 2025 15:28 Veðrið hefur leikið skíðaáhugamenn grátt þennan febrúarmánuðinn. Vísir/Einar Rekstrarstjóri skíðasvæðanna í Bláfjöllum og Skálafelli segir að það þurfi að vera með bjartsýnustu mönnum til að reka skíðasvæði á Íslandi en aðeins hefur verið hægt að hafa opið í Bláfjöll einn dag af sextán í mánuðinum. Einar Bjarnason segir þó að hann sé langt frá því að vera bugaður og að hann og allir starfsmenn skíðasvæðisins séu tilbúnir í stútfullt fjall um leið og vindinn lægir. „Sextán dagar og einn opinn. Í fyrra vorum við með opið í fimmtán daga af 29 mögulegum í febrúar. Þetta er aðeins öðruvísi,“ segir hann en tilefni símtals blaðamanns var færsla Einars á síðu skíðasvæðisins á Facebook. Hvergi bugaður Þar tilkynnir hann að lokað verði í fjallið í dag vegna roks. „En þessi blessaði mánuður fer að komast í sögubækurnar fyrir almenn leiðindi, það er nokkuð ljóst,“ skrifaði Einar svo. Framleiddi snjórinn hefur komið sér vel þegar lítið snjóar.Vísir/Einar Hann segist þó síður en svo vera bugaður. „Bugaður? Langt því frá. Ef þú ert bugaður í mínu starfi þá þarftu að hætta strax. Þú þarft að vera með bjartsýnustu mönnum til að reka skíðasvæði á Íslandi,“ segir Einar. Hann segir að þó illviðri fylgi auðvitað gjarnan janúarmánuði sé alltaf skíðavænt inni á milli og að aðsóknarmet hafi verið slegið nú í janúar og á milli jóla og nýárs. Það var opið í Bláfjöllum í átján daga og hátt í fimmtíu þúsund gestir gerðu sér ferð þangað upp eftir. Gluggaveður setur strik í reikninginn Einar segir fólk oft eiga erfitt með að skilja að það sé lokað á fallegum, sólskinsdegi líkt og þessum en það getur verið erfitt að sjá vindinn í fjallinu þegar horft er frá höfuðborgarsvæðinu eða á vefmyndavélunum. „Það er orðið kalt upp frá og í sjálfu sér geggjaðar aðstæður en það er bara svo svaðalega hvasst. Ég var upp frá í dag og vindmælirinn var að fara í rétt tæpa 50 kílómetra á klukkustund. En svo er auðvitað bara sól og bjart eins og í bænum. Geggjað gluggaveður,“ segir hann. Einar vonar að hann fari nú að lægja bráðum.Vísir/Einar „Fólk kíkir upp eftir eða horfir í vefmyndavélina og spyr: „Af hverju er lokað, hvað er að?“ Þetta er það sem maður fær. Fólk veltir því fyrir sér hvort við höfum almennt áhuga á að hafa fjallið tómt en auðvitað viljum við hafa fjallið fullt. Þá er gaman,“ segir Einar. Vilja slá met Hann segist þó vona að vindinn fari að lægja svo hægt verði að bjóða fólki í skíði á meðan enn er snjór til fjalla. Markið sé alltaf sett hátt. „Þetta má fara að hætta því við viljum fara yfir 100 þúsund gesti. Við fórum yfir 100 þúsund í fyrra og það var metár og við viljum fara yfir það. Við verðum að setja markið hátt annars er ekki gaman að þessu,“ segir Einar Bjarnason rekstrarstjóri skíðasvæðanna í Bláfjöllum og Skálafelli. Skíðasvæði Skíðaíþróttir Mest lesið Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Innlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Barinn við barinn en gerandinn farinn Innlent Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Innlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Innlent Fleiri fréttir Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu Sjá meira
Einar Bjarnason segir þó að hann sé langt frá því að vera bugaður og að hann og allir starfsmenn skíðasvæðisins séu tilbúnir í stútfullt fjall um leið og vindinn lægir. „Sextán dagar og einn opinn. Í fyrra vorum við með opið í fimmtán daga af 29 mögulegum í febrúar. Þetta er aðeins öðruvísi,“ segir hann en tilefni símtals blaðamanns var færsla Einars á síðu skíðasvæðisins á Facebook. Hvergi bugaður Þar tilkynnir hann að lokað verði í fjallið í dag vegna roks. „En þessi blessaði mánuður fer að komast í sögubækurnar fyrir almenn leiðindi, það er nokkuð ljóst,“ skrifaði Einar svo. Framleiddi snjórinn hefur komið sér vel þegar lítið snjóar.Vísir/Einar Hann segist þó síður en svo vera bugaður. „Bugaður? Langt því frá. Ef þú ert bugaður í mínu starfi þá þarftu að hætta strax. Þú þarft að vera með bjartsýnustu mönnum til að reka skíðasvæði á Íslandi,“ segir Einar. Hann segir að þó illviðri fylgi auðvitað gjarnan janúarmánuði sé alltaf skíðavænt inni á milli og að aðsóknarmet hafi verið slegið nú í janúar og á milli jóla og nýárs. Það var opið í Bláfjöllum í átján daga og hátt í fimmtíu þúsund gestir gerðu sér ferð þangað upp eftir. Gluggaveður setur strik í reikninginn Einar segir fólk oft eiga erfitt með að skilja að það sé lokað á fallegum, sólskinsdegi líkt og þessum en það getur verið erfitt að sjá vindinn í fjallinu þegar horft er frá höfuðborgarsvæðinu eða á vefmyndavélunum. „Það er orðið kalt upp frá og í sjálfu sér geggjaðar aðstæður en það er bara svo svaðalega hvasst. Ég var upp frá í dag og vindmælirinn var að fara í rétt tæpa 50 kílómetra á klukkustund. En svo er auðvitað bara sól og bjart eins og í bænum. Geggjað gluggaveður,“ segir hann. Einar vonar að hann fari nú að lægja bráðum.Vísir/Einar „Fólk kíkir upp eftir eða horfir í vefmyndavélina og spyr: „Af hverju er lokað, hvað er að?“ Þetta er það sem maður fær. Fólk veltir því fyrir sér hvort við höfum almennt áhuga á að hafa fjallið tómt en auðvitað viljum við hafa fjallið fullt. Þá er gaman,“ segir Einar. Vilja slá met Hann segist þó vona að vindinn fari að lægja svo hægt verði að bjóða fólki í skíði á meðan enn er snjór til fjalla. Markið sé alltaf sett hátt. „Þetta má fara að hætta því við viljum fara yfir 100 þúsund gesti. Við fórum yfir 100 þúsund í fyrra og það var metár og við viljum fara yfir það. Við verðum að setja markið hátt annars er ekki gaman að þessu,“ segir Einar Bjarnason rekstrarstjóri skíðasvæðanna í Bláfjöllum og Skálafelli.
Skíðasvæði Skíðaíþróttir Mest lesið Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Innlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Barinn við barinn en gerandinn farinn Innlent Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Innlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Innlent Fleiri fréttir Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu Sjá meira