„Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Agnar Már Másson skrifar 30. ágúst 2025 22:56 Sóley Lóa Smáradóttir hefur oft rætt opinberlega um einelti og rasisma sem hún hefur orðið fyrir. Vísir/Vilhelm Ung íslensk kona af tógóskum uppruna telur almenning ekki átta sig á þeim fordómum sem hörundsdökkt fólk upplifir á Íslandi. Jafnvel þó hún hafi alltaf upplifað sig sem Íslending segist hún stöðugt vera minnt á hvað hún sé „öðruvísi“. Sóley Lóa Smáradóttir, átján ára, fæddist í Tógó í Vestur-Afríku árið 2007 en er uppalin á Íslandi og talar íslensku að móðurmáli. Í skoðanagrein sem birtist á Vísi í dag, laugardag, lýsir Sóley Lóa upplifun sinni af því að vera dökk á hörund á Íslandi, þar sem hún er umkringd hvítu fólki, og hvernig það hefur mótað sjálfsmynd hennar. Hún kveðst upplifa sig sem íslenska en þó sé hún stöðugt áminnt að hún sé „öðruvísi“ vegna húðlitar síns. „Það sem margir skilja ekki,“ skrifar Sóley, „og kannski vilja ekki sjá, er að fordómar á Íslandi eru oft ekki háværir. Þeir birtast ekki sem hróp, heldur sem þögn. Fordómar birtast sem augnaráð sem segir: Þú ert ekki héðan. Sem spurningar eins og: Hvaðan ertu í alvörunni? Þótt þetta sé sagt með brosi, þá særir það samt.“ Sökuð um stuld átta ára gömul Sóley Lóa hefur margoft áður rætt opinberlega um einelti og rasisma sem hún hefur orðið fyrir sem íslendingur af erlendum uppruna. Hún segir að rasismi sé lærð hegðun. Í grein sinni rifjar hún rifjar hún upp atvik þegar hún var sökuð um stuld aðeins átta ára gömul. „Ég hafði sótt súkkulaði og hélt á því niður með síðunni. Eldri kona kom að mér og ásakaði mig um að ætla að stela súkkulaðinu. Hún sagðist ætla að láta afgreiðslufólkið vita ef ég skilaði ekki súkkulaðistykkinu á sinn stað,“ skrifar Sóley. „Ég labbaði undrandi til pabba og sagði honum frá þessu. Pabbi bað mig um að benda sér á konuna en þá var hún farin úr búðinni.“ Þá rifjar Sóley upp sundferðir með ömmu sinni, þar sem fólk hafi oft starað á hana. „Þegar við fórum ofan í heita pottinn ríghélt amma utan um mig eins og til að passa að enginn myndi ræna mér. Ég skildi ekki afhverju. Afhverju voru öll þessi augu á mér? Af hverju fannst fólki ég eitthvað öðruvísi en hinir krakkarnir sem voru með ömmum sínum í heita pottinum?“ Hún ber þessa upplifun sína saman við þau ár er hún bjó í París í Frakklandi, þar sem hún hafi upplifað frelsi og fjölbreytileika. Þar hafi hún ekki verið „öðruvísi“, heldur fengið að falla inn í hópinn. Dökk að utan en mjólkurhvít að innan Hún kveðst upplifa sig talsvert meiri Íslending en Afríkubúa. „Ég er dökk að utan en mjólkurhvít að innan,“ segir hún. Aftur á móti gagnrýnir hún fjölmiðla fyrir að tala ekki við þá sem raunverulega upplifa rasisma. „Þegar rætt er um rasisma í fjölmiðlum hef ég tekið eftir að það er oftast rætt við eldra hvítt íslenskt fólk. Afhverju er ekki talað við okkur? Fólk sem hefur raunverulega fundið fyrir rasisma. Afhverju er ekki talað við okkur krakkana. Finnst fjölmiðlafólki við vera of ung og ekki nógu klár til að tala okkar eigin mál?“ Sóley kallar eftir því að samfélagið opni augun og bregðist við fordómum. Hún vill að fólk hafi kjark til að standa með mikilvægum málefnum. „Ég hef verið kölluð ljótum nöfnum. Ég hef verið útilokuð úr hópum. Ég hef séð kennara og fullorðna brosa pínlega í stað þess að grípa inn í þegar ráðist er að mér með uppnefnum. Ég hef þurft að útskýra, afsaka og milda sársaukann sem ég finn en ber ekki ábyrgð á. Ég hef séð fólk verða vandræðalegt þegar ég segi rasismi, eins og það að nefna orðið rasismi sé verra en að upplifa rasisma,“ skrifar Sóley Lóa. „Hversu mikið þarf ég að gefa af mér til þess að vera samþykkt? Á ég einhvern stað, og hvar þá?“ Kynþáttafordómar Innflytjendamál Börn og uppeldi Tengdar fréttir Fögnuðu Hennar Rödd á alþjóðlegum baráttudegi kvenna Hennar Rödd: Sögur kvenna af erlendum uppruna á Íslandi var gefin út síðasta laugardag, á alþjóðlegum baráttudegi kvenna. Blásið var til útgáfuteitis í Hörpu þar sem höfundar bókarinnar ávörpuðu salinn og lesið var upp úr bókinni. 14. mars 2025 20:02 Ég er íslensk – en samt séð sem eitthvað annað Ég er uppalin á Íslandi. Ég tala íslensku, borða kleinur með ömmu, klæðist lopapeysum og borða slátur. 30. ágúst 2025 21:02 Sóley lætur drauminn rætast og brýtur niður steríótýpíska veggi „Mér finnst svo frábært að fá þetta tækifæri til að brjóta niður þennan steríótýpíska vegg,“ segir hin sextán ára gamla tónlistarkona og aktívisti Sóley Lóa Smáradóttir, sem stendur fyrir einkatónleikum í Laugarneskirkju á fimmtudagskvöld. Sóley er á leið á námskeið í hljómsveitarstjórn í Bandaríkjunum sem hefur löngum verið draumur hjá henni og eru tónleikarnir hugsaðir sem styrktartónleikar fyrir námskeiðinu. Blaðamaður ræddi við Sóleyju. 19. júní 2023 20:00 Mest lesið Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Erlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Innlent Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Innlent Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Innlent Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Innlent Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Fleiri fréttir Frávísuðu þremur á Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Skipti mestu máli að halda góðri rútínu í svartasta skammdeginu Hanna Katrín boðar sjókvíaeldi í Mjóafirði Skipuð framkvæmdastjóri Menntasjóðs námsmanna Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Sjá meira
Sóley Lóa Smáradóttir, átján ára, fæddist í Tógó í Vestur-Afríku árið 2007 en er uppalin á Íslandi og talar íslensku að móðurmáli. Í skoðanagrein sem birtist á Vísi í dag, laugardag, lýsir Sóley Lóa upplifun sinni af því að vera dökk á hörund á Íslandi, þar sem hún er umkringd hvítu fólki, og hvernig það hefur mótað sjálfsmynd hennar. Hún kveðst upplifa sig sem íslenska en þó sé hún stöðugt áminnt að hún sé „öðruvísi“ vegna húðlitar síns. „Það sem margir skilja ekki,“ skrifar Sóley, „og kannski vilja ekki sjá, er að fordómar á Íslandi eru oft ekki háværir. Þeir birtast ekki sem hróp, heldur sem þögn. Fordómar birtast sem augnaráð sem segir: Þú ert ekki héðan. Sem spurningar eins og: Hvaðan ertu í alvörunni? Þótt þetta sé sagt með brosi, þá særir það samt.“ Sökuð um stuld átta ára gömul Sóley Lóa hefur margoft áður rætt opinberlega um einelti og rasisma sem hún hefur orðið fyrir sem íslendingur af erlendum uppruna. Hún segir að rasismi sé lærð hegðun. Í grein sinni rifjar hún rifjar hún upp atvik þegar hún var sökuð um stuld aðeins átta ára gömul. „Ég hafði sótt súkkulaði og hélt á því niður með síðunni. Eldri kona kom að mér og ásakaði mig um að ætla að stela súkkulaðinu. Hún sagðist ætla að láta afgreiðslufólkið vita ef ég skilaði ekki súkkulaðistykkinu á sinn stað,“ skrifar Sóley. „Ég labbaði undrandi til pabba og sagði honum frá þessu. Pabbi bað mig um að benda sér á konuna en þá var hún farin úr búðinni.“ Þá rifjar Sóley upp sundferðir með ömmu sinni, þar sem fólk hafi oft starað á hana. „Þegar við fórum ofan í heita pottinn ríghélt amma utan um mig eins og til að passa að enginn myndi ræna mér. Ég skildi ekki afhverju. Afhverju voru öll þessi augu á mér? Af hverju fannst fólki ég eitthvað öðruvísi en hinir krakkarnir sem voru með ömmum sínum í heita pottinum?“ Hún ber þessa upplifun sína saman við þau ár er hún bjó í París í Frakklandi, þar sem hún hafi upplifað frelsi og fjölbreytileika. Þar hafi hún ekki verið „öðruvísi“, heldur fengið að falla inn í hópinn. Dökk að utan en mjólkurhvít að innan Hún kveðst upplifa sig talsvert meiri Íslending en Afríkubúa. „Ég er dökk að utan en mjólkurhvít að innan,“ segir hún. Aftur á móti gagnrýnir hún fjölmiðla fyrir að tala ekki við þá sem raunverulega upplifa rasisma. „Þegar rætt er um rasisma í fjölmiðlum hef ég tekið eftir að það er oftast rætt við eldra hvítt íslenskt fólk. Afhverju er ekki talað við okkur? Fólk sem hefur raunverulega fundið fyrir rasisma. Afhverju er ekki talað við okkur krakkana. Finnst fjölmiðlafólki við vera of ung og ekki nógu klár til að tala okkar eigin mál?“ Sóley kallar eftir því að samfélagið opni augun og bregðist við fordómum. Hún vill að fólk hafi kjark til að standa með mikilvægum málefnum. „Ég hef verið kölluð ljótum nöfnum. Ég hef verið útilokuð úr hópum. Ég hef séð kennara og fullorðna brosa pínlega í stað þess að grípa inn í þegar ráðist er að mér með uppnefnum. Ég hef þurft að útskýra, afsaka og milda sársaukann sem ég finn en ber ekki ábyrgð á. Ég hef séð fólk verða vandræðalegt þegar ég segi rasismi, eins og það að nefna orðið rasismi sé verra en að upplifa rasisma,“ skrifar Sóley Lóa. „Hversu mikið þarf ég að gefa af mér til þess að vera samþykkt? Á ég einhvern stað, og hvar þá?“
Kynþáttafordómar Innflytjendamál Börn og uppeldi Tengdar fréttir Fögnuðu Hennar Rödd á alþjóðlegum baráttudegi kvenna Hennar Rödd: Sögur kvenna af erlendum uppruna á Íslandi var gefin út síðasta laugardag, á alþjóðlegum baráttudegi kvenna. Blásið var til útgáfuteitis í Hörpu þar sem höfundar bókarinnar ávörpuðu salinn og lesið var upp úr bókinni. 14. mars 2025 20:02 Ég er íslensk – en samt séð sem eitthvað annað Ég er uppalin á Íslandi. Ég tala íslensku, borða kleinur með ömmu, klæðist lopapeysum og borða slátur. 30. ágúst 2025 21:02 Sóley lætur drauminn rætast og brýtur niður steríótýpíska veggi „Mér finnst svo frábært að fá þetta tækifæri til að brjóta niður þennan steríótýpíska vegg,“ segir hin sextán ára gamla tónlistarkona og aktívisti Sóley Lóa Smáradóttir, sem stendur fyrir einkatónleikum í Laugarneskirkju á fimmtudagskvöld. Sóley er á leið á námskeið í hljómsveitarstjórn í Bandaríkjunum sem hefur löngum verið draumur hjá henni og eru tónleikarnir hugsaðir sem styrktartónleikar fyrir námskeiðinu. Blaðamaður ræddi við Sóleyju. 19. júní 2023 20:00 Mest lesið Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Erlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Innlent Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Innlent Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Innlent Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Innlent Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Fleiri fréttir Frávísuðu þremur á Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Skipti mestu máli að halda góðri rútínu í svartasta skammdeginu Hanna Katrín boðar sjókvíaeldi í Mjóafirði Skipuð framkvæmdastjóri Menntasjóðs námsmanna Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Sjá meira
Fögnuðu Hennar Rödd á alþjóðlegum baráttudegi kvenna Hennar Rödd: Sögur kvenna af erlendum uppruna á Íslandi var gefin út síðasta laugardag, á alþjóðlegum baráttudegi kvenna. Blásið var til útgáfuteitis í Hörpu þar sem höfundar bókarinnar ávörpuðu salinn og lesið var upp úr bókinni. 14. mars 2025 20:02
Ég er íslensk – en samt séð sem eitthvað annað Ég er uppalin á Íslandi. Ég tala íslensku, borða kleinur með ömmu, klæðist lopapeysum og borða slátur. 30. ágúst 2025 21:02
Sóley lætur drauminn rætast og brýtur niður steríótýpíska veggi „Mér finnst svo frábært að fá þetta tækifæri til að brjóta niður þennan steríótýpíska vegg,“ segir hin sextán ára gamla tónlistarkona og aktívisti Sóley Lóa Smáradóttir, sem stendur fyrir einkatónleikum í Laugarneskirkju á fimmtudagskvöld. Sóley er á leið á námskeið í hljómsveitarstjórn í Bandaríkjunum sem hefur löngum verið draumur hjá henni og eru tónleikarnir hugsaðir sem styrktartónleikar fyrir námskeiðinu. Blaðamaður ræddi við Sóleyju. 19. júní 2023 20:00