Faraldur kórónuveiru (COVID-19)

Faraldur kórónuveiru (COVID-19)

covid.is
Upplýsingar um faraldurinn er að finna á covid.is, upplýsingavef Embættis landlæknis og almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra.

Landsmenn eru minntir á mikilvægi persónulegra sóttvarna. Ef einstaklingar finna fyrir veikindum er þeim bent á að hringja í síma 1700 (fyrir erlend símanúmer +354 544-4113) varðandi nánari upplýsingar og hvernig þeir eigi að nálgast heilbrigðiskerfið.

Staðan á Landspítala:
Á vef Landspítala má finna upplýsingar um stöðuna á spítalanum.

Tímalína faraldurs kórónuveirunnar:
Fyrsta kórónuveirusmitið var greint á Íslandi 28. febrúar 2020. Hér er fjallað um upphaf kórónuveirufaraldursins og fyrstu bylgju hans.

Í maí 2020 var hafist handa við að létta á samkomutakmörkunum, og var faraldurinn í lægð um tíma um sumarið. Hér má finna allt það helsta um það tímabil ásamt annarri og þriðju bylgjunni sem komu í kjölfarið.

Í lok árs var kórónuveirufaraldurinn á árinu 2020 tekinn saman í grein sem hér má finna.

26. júní 2021 var síðan öllum takmörkunum innanlands aflétt.

Í lok árs 2021 fór fréttastofa síðan yfir gengi ársins í bólusetningum, auk þess að rifja upp áhrif takmarkana á samkomur á árinu.

Að neðan má sjá yfirlit um stöðu Covid-19 faraldursins á Íslandi.




Fréttamynd

En ef þeir koma ekki aftur?

Mér sárnaði þegar ég horfði á fréttirnar í vikunni og sá viðtal við unga íslenska hótelstýru sem ætlar að loka hótelinu á komandi vetri og flytja með fjölskyldu sína burt því hún reiknar ekki með fleiri túristum til sín.

Skoðun
Fréttamynd

Hundrað milljón handþvottar

Á blaðamannafundi ríkisstjórnarinnar um skimun á landamærum, síðastliðinn föstudag, hvatti Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra landsmenn til að huga að einstaklingsbundnum smitvörnum, sem héti „nú bara í daglegu tali að muna að þvo sér um hendurnar“.

Skoðun
Fréttamynd

Virtu ekki heimkomusmitgát og reyndust smituð

Embætti ríkislögreglustjóra þurfti í gær að hafa uppi á einstaklingum úr 13 manna hópi sem kom hingað til lands í fyrradag. Einstaklingarnir sem um ræðir viðhöfðu ekki heimkomusmitgát og reyndust sjö þeirra smitaðir.

Innlent
Fréttamynd

„Deginum ljósara“ að aðgerðirnar stöðvi komur ferðamanna

Það er deginum ljósara að hertar aðgerðir stjórnvalda við landamæraskimun stöðva allar komur ferðamanna til landsins. Þetta segir Kristófer Oliversson, formaður FHG – Félags fyrirtækja í hótelrekstri og gistiþjónustu og framkvæmdastjóri Center Hotels í kvöldfréttum Stöðvar 2.

Innlent
Fréttamynd

„Við erum ekki að lofa veirufríu samfélagi“

Frá og með næsta miðvikudegi verða allir skimaðir fyrir kórónuveirunni við landamærin og síðan aftur eftir fjóra til fimm daga að lokinni sóttkví. Forsætisráðherra segir ekki hægt að lofa veirufríu landi en verið sé að lágmarka áhættuna.

Innlent