Fréttir af flugi

Fréttamynd

Berjast við mikla kjarrelda við Arlanda-flugvöll

Slökkvilið í Stokkhólmi berst nú við mikla kjarrelda í grennd við Arlanda alþjóðaflugvöllinn, helsta flugvöll Svíþjóðar. Talið er að eldar logi á um fimm hektara svæði en eldarnir hafa ekki haft teljandi áhrif á starfsemi á flugvellinum.

Erlent
Fréttamynd

Önnur Catalina lenti óvænt í Reykjavík

Catalina-flugbátur úr síðari heimsstyrjöld birtist óvænt í Reykjavík síðdegis. Tók hann tignarlegan hring yfir borginni áður en hann lenti á Reykjavíkurflugvelli um hálfsexleytið.

Innlent
Fréttamynd

BHM endurgreiðir ekki ónotuð gjafabréf

Orlofssjóður Bandalags háskólamanna mun ekki endurgreiða ónotuð gjafabréf hjá WOW air sem sjóðfélagar keyptu í gegnum sjóðinn. Þurfa þeir sem eiga slíkt að gera kröfu í þrotabúið. VR og SFR bjóða upp á endurgreiðslu.

Innlent
Fréttamynd

Alvarlegur feill ríkisstjórnarinnar að láta WOW falla

Helgi Magnússon mun vera einn reyndasti athafnamaður landsins. Fyrst vann hann með ýmsum landsþekktum fyrirtækjum sem endurskoðandi, síðan rak hann allmörg fyrirtæki – svo sem Hörpu – upp á eigin spýtur, og loks varð hann formaður Samtaka iðnaðarins, formaður Lífeyrissjóðs verzlunarmanna og sat í bankaráðum og stjórnum ýmissa stórfyrirtækja.

Skoðun
Fréttamynd

Andri Már greiddi sig frá málsóknum

Andri Már Ingólfsson greiddi þrotabúi Primera Air tæpar 200 milljónir til þess að forðast málsóknir. Féll einnig frá milljarða kröfum sínum. Forsvarsmenn félagsins voru taldir hafa mögulega valdið því tjóni í tveimur tilvika.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Skoða ólíkar sviðsmyndir í kyrrsetningarmáli ALC

Ekkert útlit virðist vera fyrir að Airbus-þota bandaríska flugvélaleigufyrirtækisins ALC, sem Isavia kyrrsetti á Keflavíkurflugvelli í lok mars fyrir ríflega tveggja milljarða króna skuld WOW air, losni þaðan í bráð.

Innlent
Fréttamynd

Hjón létust í slysinu ásamt syni sínum

Hjón fórust ásamt syni sínum í flugslysinu sem varð við Múlakot í Fljótshlíð á sunnudagskvöld. Annar sonur hjónanna og tengdadóttir liggja alvarlega slösuð á Landspítalanum. Líðan þeirra er stöðug að sögn lögreglu.

Innlent