Fótbolti

Fréttamynd

„Mikið af til­finningum í gangi

„Ég er ekki viss, það var mikið af tilfinningum í gangi undir lokin,“ sagði Graham Potter, þjálfari Chelsea, eftir 2-0 sigur sinna manna á Borussia Dortmund í síðari leik liðanna í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu. Dortmund vann fyrri leikinn 1-0 og sótti stíft undir lok leiks.

Fótbolti
Fréttamynd

Chelsea sneri við taflinu gegn Dort­mund og er komið á­fram

Chelsea hefur átt verulega erfitt uppdráttar undanfarið og var undir í einvígi sínu gegn Borussia Dortmund í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu fyrir leik kvöldsins á Brúnni. Lærisveinar Graham Potter léku líklega sinn besta leik undir hans stjórn og unnu góðan 2-0 sigur. 

Fótbolti
Fréttamynd

Albert skoraði og lagði upp í mikil­vægum sigri

Albert Guðmundsson skoraði og lagði upp tvö mörk í 4-0 stórsigri Genoa á Cosenza í ítölsku B-deildinni í knattspyrnu í kvöld. Kristian Nökkvi Hlynsson skoraði fyrir Jong Ajax í hollensku B-deildinni og Hörður Björgvin Magnússon sneri aftur í byrjunarlið Panathinaikos í grísku úrvalsdeildinni.

Fótbolti
Fréttamynd

Fær rúmlega tíu milljarða frá Puma

Jack Grealish, leikmaður Englandsmeistara Manchester City og enska landsliðsins, hefur skrifað undir fimm ára skósamning við Puma. Samningurinn gefur honum rúmlega tíu milljarða íslenskra króna í vasann.

Enski boltinn
Fréttamynd

Man United áfram á toppnum

Manchester United styrkti stöðu sína á toppi ensku úrvalsdeildarinnar með 5-1 sigri á Leicester City í dag. María Þórisdóttir var ekki í leikmannahóp Man United. Sömu sögu er að segja af Dagnýju Brynjarsdóttir, fyrirliða West Ham United, en Hamrarnir töpuðu fyrir Reading á útivelli.

Enski boltinn
Fréttamynd

Mbappé marka­hæstur í sögu PSG

Franska stórstjarnan Kylian Mbappé varð í gærkvöld, laugardag, markahæsti leikmaður í sögu franska knattspyrnuliðsins París Saint-Germain. Hann hefur nú skorað 201 mark í aðeins 247 leikjum fyrir félagið.

Fótbolti
Fréttamynd

Íhugar að fara í mál vegna um­mæla í hlað­varps­þætti

Dómarinn fyrrverandi Mark Clattenburg íhugar nú hvort hann eigi að fara í mál við Danny Simspon vegna ummæla sem sá síðarnefndi lét falla í hlaðvarpsþætti á dögunum. Þar sagði hann að Clattenburg hefði sleppt því að reka leikmann af velli því hann vildi að Leicester City yrði Englandsmeistari.

Enski boltinn
Fréttamynd

Varamaðurinn Nelson hetja Arsenal í dramatískum sigri

Topplið Arsenal vann vægast sagt dramatískan 3-2 sigur á Bournemouth í ensku úrvalsdeildinni í dag. Gestirnir frá Bournemouth komust tveimur mörkum yfir en varamaðurinn Reiss Nelson sá til þess að Skytturnar sneru dæminu við og nældu í dýrmæt þrjú stig.

Enski boltinn
Fréttamynd

Val­geir Lund­dal í átta liða úr­slit

Valgeir Lunddal Friðriksson lék allan leikinn er sænsku meistararnir í Häcken tryggðu sér sæti í 8-liða úrslitum sænsku bikarkeppninnar í knattspyrnu. Íslendingalið Örebro og Sirius eru hins vegar fallin úr leik.

Fótbolti
Fréttamynd

Skoraði í dag en á reynslu hjá FCK í gær

Daníel Ingi Jóhannesson skoraði síðara mark ÍA í 2-0 sigri liðsins á Grindavík í dag. Daníel Ingi var staddur í Kaupmannahöfn í gær þar sem hann var á reynslu hjá FC Kaupmannahöfn. Eldri bróðir hans, Ísak Bergmann, spilar með Danmerkurmeisturunum.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Vægðar­laust lið Man City lagði New­cast­le

Englandsmeistarar Manchester City lögðu Newcastle United 2-0 í fyrsta leik helgarinnar í ensku úrvalsdeildinni. Segja má að Man City hafi verið vægðarlaust en liðið átti þrjú skot á markið í leik dagsins, tvö þeirra enduðu í netinu.

Enski boltinn
Fréttamynd

Pirraður á að vera ekki valinn í lands­liðið

Brasilíumaðurinn Gabriel Magalhães, miðvörður Arsenal, var vægast sagt ósáttur með að vera ekki valinn í brasilíska landsliðshópinn á dögunum. Grínaðist hann með að vera orðinn körfuboltamaður á samfélagsmiðlum áður en hann eyddi færslunni.

Enski boltinn