Körfubolti

Fréttamynd

Helena fjórða besta skyttan

Helena Sverrisdóttir fékk langþráðar mínútur með Good Angels Kosic í Euroleague í fyrrakvöld og skilaði sínu (11 stig og 4 fráköst) í naumu 91-93 tapi á móti tyrkneska liðinu Fenerbahce. Helena átti lokaskot leiksins og gat tryggt sínu liði sigur með því að hitta en því miður geigaði skotið sem var tekið úr afar erfiðri stöðu.

Körfubolti
Fréttamynd

Pavel slakur í tapleik

Pavel Ermolinskij og félagar í sænska liðinu Norrköping Dolphins lutu í lægra haldi, 51-69, gegn Ventspils í Evrópukeppninni í kvöld.

Körfubolti
Fréttamynd

Stórsigur hjá Herði Axel

Hörður Axel Vilhjálmsson og félagar í Mitteldeutscher BC unnu þriðja sigur sinn í þýsku úrvalsdeildinni í körfubolta í kvöld með því að leggja Neckar Riesen Ludwigsburg 96-76 að velli á heimavelli.

Körfubolti
Fréttamynd

Skoraði 138 stig í nótt og setti NCAA-stigamet

Jack Taylor, leikmaður körfuboltaliðs Grinnell-háskólans, endurskrifaði körfuboltasöguna í nótt þegar hann skoraði 138 stig í 179-104 sigri á Faith Baptist Bible sjólanum í 2. deild bandaríska háskólaboltans. Enginn leikmaður hefur skorað fleiri stig í einum leik í sögu bandaríska háskólaboltans.

Körfubolti
Fréttamynd

Sex sigrar í röð hjá Hlyni og Jakobi

Sundsvall Dragons hélt sigurgöngu sinni áfram í sænsku úrvalsdeildinni í körfubolta með því að vinna 16 stiga útisigur á 08 Stockholm Hr í kvöld. Bæði Íslendingaliðin eru í góðum gír í sænsku deildinni því Norrkoping Dolphins vann sinn fjórða leik í röð á sama tíma.

Körfubolti
Fréttamynd

Miklar breytingar á HM karla í körfubolta

Forráðamenn FIBA, Alþjóða körfuknattleikssambandsins, hafa ákveðið að seinka keppni um eitt ár á Heimsmeistaramótinu sem fram átti að fara árið 2018. Sú keppni fer því fram 2019 en næsta HM er á dagskrá árið 2014 og fer sú keppni fram á Spáni. HM árið 2019 verður einnig undankeppni fyrir Ólympíuleikana sem fram fara árið 2020.

Körfubolti
Fréttamynd

Harlem Globetrotters kemur til Íslands

Hið heimsfræga sýningar- og skemmtilið Harlem Globetrotters mun halda sannkallaðan fjölskyldudag á Íslandi í maí en þessir körfuboltasnillingar ætla að mæta í Kaplakrika í Hafnarfirði 5. maí 2013.

Körfubolti
Fréttamynd

Íslendingaliðin á sigurbraut í sænsku körfunni

Íslendingaliðin Sundsvall Dragons og Norrköping Dolphins unnu bæði góða heimasigra í sænsku úrvalsdeildinni í körfubolta í kvöld. Sundsvall fór létt með botnlið KFUM Nässjö og Norrköping vann á sama tíma tíu stiga sigur á LF Basket.

Körfubolti
Fréttamynd

Jón Arnór og félagar enduðu taphrinuna

Jón Arnór Stefánsson og félagar í CAI Zaragoza unnu langþráðan sigur í spænska körfuboltanum í dag þegar liðið fór illa með Blusens Monbus á heimavelli. Zaragoza var með örugga forystu frá upphafi leiks og vann á endanum með 18 stigum, 76-58.

Körfubolti
Fréttamynd

Hlynur í ham í flottum útisigri Drekanna

Sundsvall Dragons er að komast á skrið í sænska körfuboltanum en liðið vann flottan fimmtán stiga útisigur á LF Basket, 92-77, í sjöundu umferð sænsku úrvalsdeildarinnar í kvöld. Þetta var fimmti sigur liðsins í síðustu sex leikjum. Pavel Ermolinskij og félagar hans í Norrköping Dolphins töpuðu á sama tíma og eru ekki að byrja tímabilið vel.

Körfubolti
Fréttamynd

Helena og félagar töpuðu fyrsta leiknum í Euroleague

Helena Sverrisdóttir og félagar hennar í Good Angels Kosice þurftu að sætta sig við naumt tap í fyrsta leik sínum í Euroleague (Meistaradeild Evrópu) þegar liðið heimsótti rússneska félagið BK Nadezhda í dag. Nadezhda vann leikinn 70-65 eftir að Good Angels Kosice vann fyrsta leikhlutann 22-10 og var tveimur stigum yfir fyrir lokaleikhlutann.

Körfubolti
Fréttamynd

Pavel og Jakob stigahæstir í sigurleikjum sinna liða

Jakob Örn Sigurðarson og Pavel Ermolinskij voru í aðalhlutverkum í sigrum sinna liða í sænska körfuboltanum í kvöld. Norrköping Dolphins vann 96-79 heimasigur á Borås Basket og Sundsvall Dragons lenti ekki í miklum vandræðum í 106-78 sigri Jämtland Basket.

Körfubolti
Fréttamynd

Kevin Love úr leik hjá Timberwolves næstu 6-8 vikurnar

Kevin Love, leikmaður NBA liðsins Minnesota Timberwolves, verður frá keppni í 6-8 vikur, og missir bandaríski landsliðsmaðurinn af allt að 22 fyrstu leikjum liðsins á næsta keppnistímabili. Love varð fyrir því óhappi að brjóta tvo fingur á hægri hönd, en hann var staddur í lyftingasal liðsins þegar atvikið átti sér stað.

Körfubolti
Fréttamynd

Pavel stigahæstur í tapleik

Pavel Ermolinskij skoraði 18 stig fyrir Norrköping Dolphins í sænsku úrvalsdeildinni í körfubolta en það dugði ekki því liðið tapaði með tíu stigum á móti Stockholm Eagles á heimavelli, 69-79.

Körfubolti
Fréttamynd

Fyrsta tapið hjá Jóni Arnóri og félögum

Jón Arnór Stefánsson og félagar hans í CAI Zaragoza töpuðu sínum fyrsta leik á tímabilinu þegar þeir heimsóttu Valencia Basket í dag í spænsku úrvalsdeildinni í körfubolta. Valencia var líka búið að vinna tvo fyrstu leiki sína og vann leikinn 83-73. Haukur Helgi Pálsson og félagar í Assignia Manresa þurftu á sama tíma að sætta sig við þriðja tap sitt í röð.

Körfubolti