Körfubolti

Fréttamynd

Umfjöllun og viðtöl: Ísland - Serbía 79-91

Ísland tapaði fyrir Serbíu 91-78 í fyrsta leik A-riðils í undankeppni Evrópumeistaramótsins í körfubolta í kvöld en getur engu að síður borið höfuðið hátt eftir leikinn. Liðið barðist af krafti en slakur annar leikhluti varð liðinu að falli í kvöld.

Körfubolti
Fréttamynd

Bandaríkin unnu gullið í spennuleik gegn Spánverjum

Bandaríkjamenn tryggðu sér gullið í 107 - 100 sigri á Spánverjum í London. Þetta er í fimmta sinn á síðustu 6 Ólympíuleikum sem Bandaríkjamenn sigra körfuboltamót Ólympíuleikanna og aðra Ólympíuleikanna í röð sem þeir sigra Spánverja í úrslitum.

Körfubolti
Fréttamynd

Carmelo og LeBron í stuði í sigri á Spánverjum

Bandaríska körfuboltalandsliðið sýndi styrk sinn í æfingaleik á móti Spáni í gærkvöldi en Bandaríkjamenn unnu þar öruggan 22 stiga sigur, 100-78, í uppgjöri liðanna sem mættust í úrslitaleiknum á síðustu Ólympíuleikum. Þetta var síðasti leikur liðanna fyrir Ólympíuleikana í London.

Körfubolti
Fréttamynd

LA Lakers heldur áfram að styrkja liðið

Hinn þaulreyndi leikmaður Antawn Jamison hefur samið við LA Lakers og er samningurinn til eins árs. Framherjinn, sem er 36 ára gamall, var í aðalhlutverki hjá Cleveland Cavaliers en hann hefur einnig leikið með Washington Wizards. Jamison hefur aldrei unnið NBA titil á ferlinum og er hann í sömu stöðu og kanadíski leikstjórnandinn Steve Nash sem hefur einnig samið við Lakers.

Körfubolti
Fréttamynd

NBA liðin fá að setja auglýsingar á búningana

Stjórn NBA deildarinnar í körfuknattleik hefur samþykkt að leyfa liðunum í deildinni að selja auglýsingar á keppnisbúninga. Auglýsingar hafa aldrei verið leyfðar á keppnisbúningum í NBA deildinni en frá og með keppnistímabilinu 2013-2014 verður það leyft.

Körfubolti
Fréttamynd

Draumaliðið átti ekki í vandræðum með Bretland

Bandaríska landsliðið í körfuknattleik karla átti ekki í miklum vandræðum með að leggja Breta að velli í æfingaleik sem fram fór í Manchester í gær. "Draumaliðið“ skoraði 118 stig gegn 78 stigum heimamanna en 17.000 áhorfendur mættu á leikinn.

Körfubolti
Fréttamynd

LA Lakers vilja klófesta Dwight Howard

Miðherjinn sterki, Dwight Howard, er einn stærsti "bitinn“ á leikmannamarkaðinum í NBA deildinni í körfubolta. Howard hefur ekki áhuga á að semja við Orlando Magic að nýju og flest NBA lið vilja klófesta leikmanninn sem er á meðal bestu varnarmanna deildarinnar.

Körfubolti
Fréttamynd

Krzyzewski hefði valið Luol Deng í bandaríska landsliðið

Bandaríska landsliðið í körfuknattleik karla er þessa dagana að leggja lokahöndina á titilvörn sína fyrir Ólympíuleikana sem hefjast í London í lok júlí. Bandaríska liðið er þessa stundina við æfingar í Manchester á Englandi þar sem liðið mun leika æfingaleik gegn Bretlandi á fimmtudag. Mike Krzyzewski, þjálfari bandaríska liðsins, segir að Luol Deng, leikmaður breska liðsins hefði líklega verið valinn í bandaríska liðið ef hann hefði verið með rétt ríkisfang.

Körfubolti
Fréttamynd

Darrell Flake til Þorlákshafnar

Þórsarar hafa fengið liðsstyrk fyrir komandi leiktíð en Darrell Flake hefur gengið til liðs við félagið. Þetta sagði Bendedikt Guðmundsson, þjálfari liðsins, við karfan.is.

Körfubolti
Fréttamynd

CSKA Moskva komst í úrslitaleikinn eftir æsispennandi leik

Rússneska félagið CSKA Moskva tryggði sér sæti í úrslitaleik Euroleague eftir 66-64 sigur á gríska liðinu Panathinaikos í fyrri undanúrslitaleik keppninnar en úrslitahelgin fer fram í Istanbul í Tyrklandi. CSKA Moskva mætir annaðhvort Olympiacos eða Barcelona í úrslitaleiknum en seinni undanúrslitaleikurinn stendur nú yfir og er í beinni á Sporttv.is

Körfubolti
Fréttamynd

Pippen: Chicago ennþá sterkastir

Gamla Chicago hetjan, Scottie Pippen, segir Chicago Bulls ennþá vera með sterkasta liðið í úrslitakeppninni í NBA deildinni í ár. Liðið missti á dögunum sinn mikilvægasta leikmann, Derrick Rose út tímabilið og hafa margir afskrifað liðið í baráttunni um titillinn.

Körfubolti
Fréttamynd

Er þetta ótrúlegasta þriggja stiga karfa allra tíma? | Skeleskotið

Körfuboltamenn í Eistlandi er ekki mjög þekktir á Íslandi en það gæti verið að nafn Armands Skele verði þekkt stærð í framtíðinn. Bakvörðurinn Skele er leikmaður Kalev/Cramo og hann tók sig til og hitti í körfuna með ótrúlegum hætti í úrslitakeppninni gegn Rakvala Tarvas. Atvikið má sjá í myndbandinu sem segir allt sem segja þarf en þess má geta að með þessu skoti náði Skele að minnka forskot Rakvala Tarvas í þrjú stig, 77-74 og á endanum hafði lið hans betur, 92-84.

Körfubolti
Fréttamynd

Helena meistari í Slóvakíu

Helena Sverrisdóttir varð í dag slóvakískur meistari í körfubolta en lið hennar, Good Angels Kosice, hafði talsverða yfirburði yfir andstæðinga sína í vetur.

Körfubolti
Fréttamynd

NBA: Lakers hafði betur gegn Oklahoma í tvíframlengdum leik

Það var mikið um að vera í NBA deildinni í körfubolta í gær en það líður að lokum deildarkeppninnar. Kobe Bryant og félagar hans í LA Lakers unnu upp 18 stiga forskot Oklahoma í 114-106 sigri Lakers í tvíframlengdum leik. Bryant skoraði alls 26 stig í leiknum en liðsfélagi hans Metta World Peace var vísað af leikvelli fyrir ljótt brot gegn James Harden í öðrum leikhluta.

Körfubolti