Körfubolti

Fréttamynd

Ellefti sigur Dallas í röð

Dirk Nowitzki var frábær fyrir Dallas í nótt þegar liðið bar sigurorð af Denver í NBA-deildinni, 115-95. Nowitzki skoraði 31 stig, hirti 11 fráköst og gaf 8 stoðsendingar í þessum ellefta sigurleik Dallas í röð. Enn fremur var sigurinn sá 19. í röð á heimavelli.

Körfubolti
Fréttamynd

Kidd með þrefalda tvennu

Jason Kidd lét brákað rifbein ekki stöðva sig í viðureign New Jersey gegn Sacramento í NBA-deildinni í nótt heldur náði hann sinni níundu þreföldu tvennu á leiktíðinni í 109-96 sigri sinna manna. Þetta var í 84. skiptið á ferlinum sem Kidd nær þrefaldri tvennu. Fjölmargir leikir fóru fram í NBA í nótt.

Körfubolti
Fréttamynd

Naumur sigur Wizards á Kings

Þrír leikir voru í NBA-deildinni í körfuknattleik í gærkvöld þar sem Washington Wizards unnu meðal annars mjög nauman sigur á Sacramento Kings, 109-106. Nokkrar deilur urðu í lok leiksins þar sem Kings töldu að John Salmons hefði jafnað leikinn með flautukörfu.

Körfubolti
Fréttamynd

Roma tapaði fyrir Tel Aviv

Jón Arnór Stefánsson og félagar í ítalska liðinu Lottomatica Roma töpuðu í kvöld fyrir Maccabi Tel Aviv á heimavelli í Meistaradeildinni í körfubolta 71-69. Jón Arnór spilaði 14 mínútur í leiknum og skoraði 4 stig.

Körfubolti
Fréttamynd

Hardaway úti í kuldanum

Ummælin sem Tim Hardaway lét falla í gær um John Amaechi og annað samkynheigt fólk hafa vakið gríðarlega athygli í Bandaríkjunum. Hardaway hefur verið útilokaður frá allri kynningarstarfsemi í kringum stjörnuleik NBA sem fram fer á sunnudaginn. Amaechi sjálfur segir orð Hardaway vera lituð hatri í garð samfélags samkynheigðra.

Körfubolti
Fréttamynd

Dallas marði sigur á Houston

Dallas vann sinn níunda leik í röð í NBA-deildinni þegar liðið bar sigurorð af Houston í nótt. Bakvörðurinn Jason Terry var maðurinn á bakvið sigur Dallas, en hann skoraði mikilvægar körfur á lokamínútum leiksins. Cleveland lagði LA Lakers í hinum leik næturinnar en nú verður gert hlé á deildarkeppninni vegna stjörnuleiksins sem fram fer á sunnudag.

Körfubolti
Fréttamynd

Fín byrjun hjá Jóni Arnóri

Jón Arnór Stefánsson spilaði í kvöld sinn fyrsta leik fyrir ítalska liðið Lottomatica Roma þegar það vann góðan sigur á franska liðinu Pau Orthez í Evrópudeildinni 78-68. Jón skoraði 11 stig og stal tveimur boltum á aðeins 16 mínútum í leiknum og það er ekki amaleg byrjun hjá kappanum sem var varla búinn að taka upp úr töskunum eftir félagaskiptin frá Spáni.

Körfubolti
Fréttamynd

Jón Arnór til Rómar

Landsliðsmaðurinn Jón Arnór Stefánsson sem leikið hefur með Valencia á Spáni í vetur hefur náð samningi við ítalska körfuboltaliðið Lottomatica Roma á Ítalíu og vonir standa til um að hann verði klár í slaginn með liðinu í Meistaradeildinni á miðvikudagskvöldið.

Körfubolti
Fréttamynd

Cuban ósáttur við ummæli Wade

Mark Cuban, eigandi Dallas Mavericks í NBA-deildinni, og Avery Johnson, þjálfari liðsins, verja Dirk Nowitzki af öllum mætti eftir að Dwayne Wade, leikmaður Miami, gagnrýndi þýska leikmanninn fyrir skort á leiðtogahæfileikum. Cuban og Johnson skjóta föstum skotum að Wade og segja honum að líta í eigin barm.

Körfubolti
Fréttamynd

Carmelo Anthony valinn í stjörnuleikinn

Vandræðagemlingurinn Carmelo Anthony hefur verið valinn í lið Vesturdeildarinnar sem tekur þátt í stjörnuleik NBA-deildarinnar þann 18. febrúar næstkomandi. Það var framkvæmdastjóri deildarinnar, sjálfur David Stern, sem valdi Anthony í leikinn vegna meiðsla Carlos Boozer.

Körfubolti
Fréttamynd

Sjötti sigur Detroit í röð

Rasheed Wallace spilaði líklega sinn besta leik á tímabilinu og leiddi Detroit til sigurs gegn Toronto í NBA-deildinni í nótt, 98-92. Þetta var sjötti sigurleikur Detroit í röð en Toronto hefur hins vegar tapað síðustu átta leikjum sínum gegn Detroit.

Körfubolti
Fréttamynd

Boston Celtics sett nýtt félagsmet

Boston Celtics setti nýtt félagsmet í NBA-deildinni í nótt með því að tapa 17. leik sínum í röð. Í þetta sinn steinlá liðið á heimavelli fyrir New Jersey, 92-78, þrátt fyrir að Paul Pierce, helsta stjarna liðsins, hafi spilað með liðinu á ný eftir langa fjarveru vegna meiðsla. Fjölmargir leikir fóru fram í NBA í nótt.

Körfubolti
Fréttamynd

Kobe Bryant funheitur gegn Boston Celtics

Kobe Bryant skoraði 43 stig, átti átta stoðsendingar og hirti átta fráköst þegar erkifjendurnir Los Angeles Lakers og Boston Celtics mættust í NBA-deildinni í gærkvöld. Lakers fóru með sigur af hólmi, 111-98.

Körfubolti
Fréttamynd

Finley skoraði flautukörfu gegn LA Lakers

Michael Finley skoraði þriggja-stiga körfu og tryggði San Antonio 96-94 sigur á LA Lakers þegar 1,3 sekúndur voru eftir í leik liðanna í NBA-deildinni í nótt. Phoenix gefur ekkert eftir og vann sinn 17. sigur í röð.

Körfubolti
Fréttamynd

Sagan er með Phoenix

Phoenix Suns er óumdeilanlega heitasta liðið í NBA-deildinni um þessar mundir og hefur nú unnið 16 leiki í röð. Sú sigurhrina fer í sögubækur NBA sem sú sjötta besta frá upphafi. Miðað við tölfræðina bendir margt til þess að Phoenix verði meistarar þegar uppi er staðið í haust.

Körfubolti
Fréttamynd

Chicago með gott tak á Miami

Meistarar Miami töpuðu í þriðja sinn á tímabilinu fyrir Chicago í nótt, 100-97. þar sem Shaquille O'Neal lék ekki með. Kirk Hinrich spilaði frábæra vörn á Dwayne Wade og Miami tapaði í fimmta sinn í síðustu sex leikjum.

Körfubolti
Fréttamynd

Phoenix setti félagsmet

Phoenix setti nýtt félagsmet í nótt með 16. sigri sínum í röð í NBA-deildinni. Það var Milwaukee sem lá í valnum í nótt, en allir byrjunarliðsleikmenn Pheonix í leiknum skoruðu yfir 10 stig. Shaquille O´Neal byrjaði sinn fyrsta leik fyrir Miami í langan tíma, en hafði ekki þau áhrif sem vonast var eftir á lið sitt.

Körfubolti
Fréttamynd

Papaloukas leikmaður ársins í Evrópu

Gríski leikstjórnandinn Theo Papaloukas hjá CSKA Moskvu var í dag kjörinn körfuboltamaður ársins í Evrópu nokkuð óvænt, en hann hafði þar með betur gegn besta manni heimsmeistaramótsins Pau Gasol og hinum frábæra Dirk Nowitzki, sem er einhver besti körfuboltamaður heimsins.

Körfubolti
Fréttamynd

Tap hjá Jóni Arnóri og félögum

Jón Arnór Stefánsson og félagar hans í spænska liðinu Valencia töpuðu naumlega fyrir liði Etosa Alicante 75-74 í ABC deildinni í dag. Jón Arnór skoraði 11 stig á 30 mínútum fyrir Valencia. Liðið er nú í 10. sæti deildarinnar með 9 sigra og 9 töp.

Körfubolti
Fréttamynd

Liðin úr riðli Njarðvíkur standa vel að vígi

Átta liða úrslit Áskorendakeppni Evrópu klárast í vikunni en þar mætast liðin sem voru með Njarðvík og Keflavík í riðli fyrir áramót. Liðin sem fóru upp úr riðli Njarðvíkur (CSK-VVS Samara og Cherkaski Mavpy) unnu liðin sem voru með Keflavík í riðli (BC Dnipro og Mlekarna Kunin).

Körfubolti
Fréttamynd

Evrópukeppnin í körfubolta á Eurosport 2 í dag

Það verður mikið um dýrðir á Eurosport 2 á Fjölvarpinu í dag þegar stöðin sýnir tvo leiki beint úr Evrópukeppninni í körfubolta. Leikur Hapoel Jerusalem og Alba Berlin verður sýndur klukkan 17 og klukkan 19 eigast við Lietuvos Rytas frá Litháen og AEK Aþena frá Grikklandi.

Sport
Fréttamynd

Webber fer til Detroit

Miðherjinn Chris Webber hefur staðfest að hann muni ganga til liðs við Detroit Pistons í NBA-deildinni en búist er við að gengið verði formlega frá félagsskiptum hans úr Philadelphia síðar í þessari viku. Mörg félög voru á höttunum á eftir Webber, sem er einn reyndasti miðherji deildarinnar.

Körfubolti
Fréttamynd

Dallas með sigurkörfu á síðustu sekúndu

Josh Howard tryggði Dallas sigur á Toronto í NBA-deildinni í nótt með því að skora sigurkörfuna þegar innan við sekúnda var til leiksloka. Dallas náði að vinna upp 16 stiga forystu Toronto á tiltölulega skömmum tíma og tryggja sér þannig sinn 17. sigur í síðustu 18 leikjum.

Körfubolti
Fréttamynd

10 þúsund fráköst hjá Garnett

Kevin Garnett, leikmaður Minnesota, skorað 32 stig og reif niður 14 fráköst í 109-98 sigri liðs síns á New Jersey í NBA-deildinni í nótt. Garnett hefur nú tekið 10.007 fráköst á ferlinum og er hann 32. leikmaðurinn í sögu deildarinnar sem rýfur 10 þúsund frákasta múrinn. Pheonix vann sinn áttunda leik í röð í nótt.

Körfubolti
Fréttamynd

Allen og Nowitzki stálu senunni

Dirk Nowitzki hjá Dallas og Ray Allen hjá Seattle voru menn næturinnar í NBA-boltanum. Nowitzki skoraði 43 stig, það mesta sem hann hefur skorað á leiktíðinni, þegar Dallas lagði Indiana af velli en Allen gerði enn betur og setti niður 54 stig í sigri Seattle á Utah. Allen hefur aldrei skorað meira á sínum ferli.

Körfubolti
Fréttamynd

Langþráður sigur hjá námshestunum í Caltech

Liðsmenn körfuboltaliðs Caltech háskólans í Kaliforníu í Bandaríkjunum unnu heldur betur langþráðan sigur í gærkvöldi þegar liðið lagði lið Bard háskólans frá New York óvænt 81-52. Sigurinn batt enda á 207 leikja taphrinu liðsins í háskóladeildinni sem náði allt aftur til ársins 1996.

Körfubolti
Fréttamynd

Garnett fagnaði gamla boltanum með stórleik

Tveir leikir fóru fram í deildarkeppninni í NBA í nótt þar sem gamli leðurboltinn var tekinn formlega í notkun á ný. Kevin Garnett hjá Minnesota Timberwolves var einn þeirra sem gagnrýndu boltann sem notaður var í fyrsta sinn í haust og hann hélt upp á endurkomu gamla boltans með góðum leik.

Körfubolti
Fréttamynd

Línur að skýrast í NBA

Þrjú efstu lið NBA-deildarinnar; Dallas, San Antonio og Pheonix, unnu öll góða sigra í leikjum sínum í nótt. Þegar tímabilið er nú tæplega hálfnað eru línur teknar að skýrast og er ljóst að Vesturdeildin er mun sterkari en Austurdeildin.

Körfubolti