Handbolti

Fréttamynd

Væri gaman að kveðja með titli

Dagur Sigurðsson er á lokasprettinum með lið sitt, Füchse Berlin. Hann verður í eldlínunni um helgina í undanúrslitum í EHF-­bik­arnum. Þau fara fram á heimavelli Berlin og lið Dags er líklegt til afreka. Er tímabilinu lýkur segist Dagur ganga stoltur frá borði.

Handbolti
Fréttamynd

Þriðji sigur Magdeburg í röð

Lærisveinar Geirs Sveinssonar í Magdeburg létu tapið sára í úrslitaleik þýsku bikarkeppninnar á sunnudaginn ekki á sig fá í kvöld þegar þeir unnu öruggan sigur á Balingen í þýsku úrvalsdeildinni.

Handbolti
Fréttamynd

Eisenach færist nær úrvalsdeildinni

Eisenach steig í kvöld stórt skref í átt að þýsku úrvalsdeildinni í handbolta með öruggum sigri á Bad Schwartau í 2. deildinni í kvöld. Lokatölur 34-23, Eisenach í vil.

Handbolti
Fréttamynd

Tandri og félagar luku umspilinu á sigri

Tandri Már Konráðsson og félagar í sænska handboltaliðinu Ricoh luku leik í umspilinu um sæti í efstu deild að ári með fjögurra marka sigri, 23-19, á Helsingborg á heimavelli.

Handbolti
Fréttamynd

Birna Berg til Þýskalands

Handknattleikskonan Birna Berg Haraldsdóttir hefur ákveðið að færa sig um set frá Svíþjóð til Þýskalands, en þar gengur hún í raðir VL Koblenz/Weibern.

Handbolti
Fréttamynd

Guif sópað úr leik

Eskilstuna Guif var sópað úr leik í úrslitakeppni sænska handboltans, en þeir töpuðu þriðja undanúrslitaleiknum gegn Alingsås, 23-18, fyrr í dag.

Handbolti
Fréttamynd

Dagný þýskur meistari með Bayern

Dagný Brynjarsdóttir og stöllur hennar í Bayern München eru þýskir deildarmeistarar í knattspyrnu eftir 2-0 sigur á SGS Essen í dag. Wolfsburg tapaði stigum og því Bayern meistari.

Fótbolti
Fréttamynd

Geir með Magdeburg í úrslit

Magdeburg tryggði sér sæti í úrslitum þýska bikarsins í handbolta eftir sigur með minnsta mun á Füchse Berlin í undanúrslitunum í dag. Lokatölur 27-26.

Handbolti
Fréttamynd

Kolding tók forystuna

KIF Kolding tók forystuna í undanúrslitaeinvíginu gegn Álaborg í dönsku úrslitakeppninni í handbolta, en Kolding vann fyrsta leik liðanna 27-21.

Handbolti
Fréttamynd

Íslenskt skyttupar í Holstebro

Sigurbergur Sveinsson, handknattleiksmaður, er genginn í raðir Team Tvis Holstebro í Danmörku, en Sigurbergur skrifaði undir tveggja ára samning við félagið.

Handbolti